Læknablaðið - 15.04.1998, Page 22
290
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 290-3
Sjúkratilfelli mánaöarins
Sjúklingur með flókinn, meðfæddan
hjartagalla
Hróömar Helgason, Gunnlaugur Sigfússon
Sjúkrasaga
Sjúklingurinn er tæplega þriggja ára gömul
stúlka með nteðfæddan hjartagalla. Henni var
fyrst vísað til skoðunar er hún var fjögurra
mánaða gömul vegna mæði og hjartaóhljóðs.
Hún fæddist eftir eðlilega meðgöngu og fæð-
ingu og dafnaði þokkalega vel fyrstu vikurnar.
Er hún var eins mánaðar gömul kvefaðist hún
en að sögn foreldra var lítil breyting næstu vik-
urnar. Henni voru gefin sýklalyf og úðalyf
vegna astma án verulegs árangurs. Við skoðun
var hún með áberandi hjartslátt við þreifingu á
brjósti, eðlilegan fyrsta hjartatón en annar
hjartatónn var einfaldur og hvellur. Þá hafði
hún 3/6 slagbilsóhljóð sem heyrðist yfir ölln
brjóstinu og áberandi út í holhönd báðum meg-
in. Einnig náði óhljóðið yfir í lagbil. Hjartarit
sýndi hægri öxul og stækkun á hægri slegli.
Omskoðun sýndi að hún var með stórt op á
milli slegla, ósæð var yfirstæð (overriding
aorta) en engar miðlægar meginlungnaslagæð-
ar sáust. Hjartaþræðing staðfesti niðurstöður
ómunar og að auki sást að blóðflæði til lungna
kom frá tveimur æðum (collateral æðum) sem
komu frá ósæðarboga (mynd 1). Ekki sáust
þrengingar í þessum æðum.
Aðgerð 1 (fimm mánaða): Æðarnar sem
liggja til lungnanna eru aftengdar frá ósæðinni
og ósamgena græðlingur (homograft) með loku
er tengdur frá hægri slegli og inn í lungnaæð-
arnar. Opinu á milli slegla er ekki lokað.
Hjartaþrœðing 2 (12 mánaða): Veruleg
þrengsli eru komin víða í slagæðar til lungn-
anna (mynd 2). Gerð er útvíkkun með belg-
leggjum í öllum greinum með þrengsli og sett
er stoðnet í þrengsli þau sem eru til staðar í
upptökum vinstri lungnaslagæðar. Hægri
lungnaslagæð hefur minnkað verulega (mynd
3).
Hjartaþrœðing 3 (16 mánaða): Hægri
lungnaslagæð hefur haldið áfram að minnka og
er nánast ekkert flæði um hana. Sett er stoðnet
í upptök hennar og batnar flæði út í hægra
lungað verulega.
Hjartaþræðing 4 (18 mánaða): Stoðnetið í
hægri lungnaslagæð er nú alveg fallið saman
og enn komin þrengsli í greinar lungnaslagæða,
bæði í hægra og vinstra lunga.