Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 22

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 22
290 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 290-3 Sjúkratilfelli mánaöarins Sjúklingur með flókinn, meðfæddan hjartagalla Hróömar Helgason, Gunnlaugur Sigfússon Sjúkrasaga Sjúklingurinn er tæplega þriggja ára gömul stúlka með nteðfæddan hjartagalla. Henni var fyrst vísað til skoðunar er hún var fjögurra mánaða gömul vegna mæði og hjartaóhljóðs. Hún fæddist eftir eðlilega meðgöngu og fæð- ingu og dafnaði þokkalega vel fyrstu vikurnar. Er hún var eins mánaðar gömul kvefaðist hún en að sögn foreldra var lítil breyting næstu vik- urnar. Henni voru gefin sýklalyf og úðalyf vegna astma án verulegs árangurs. Við skoðun var hún með áberandi hjartslátt við þreifingu á brjósti, eðlilegan fyrsta hjartatón en annar hjartatónn var einfaldur og hvellur. Þá hafði hún 3/6 slagbilsóhljóð sem heyrðist yfir ölln brjóstinu og áberandi út í holhönd báðum meg- in. Einnig náði óhljóðið yfir í lagbil. Hjartarit sýndi hægri öxul og stækkun á hægri slegli. Omskoðun sýndi að hún var með stórt op á milli slegla, ósæð var yfirstæð (overriding aorta) en engar miðlægar meginlungnaslagæð- ar sáust. Hjartaþræðing staðfesti niðurstöður ómunar og að auki sást að blóðflæði til lungna kom frá tveimur æðum (collateral æðum) sem komu frá ósæðarboga (mynd 1). Ekki sáust þrengingar í þessum æðum. Aðgerð 1 (fimm mánaða): Æðarnar sem liggja til lungnanna eru aftengdar frá ósæðinni og ósamgena græðlingur (homograft) með loku er tengdur frá hægri slegli og inn í lungnaæð- arnar. Opinu á milli slegla er ekki lokað. Hjartaþrœðing 2 (12 mánaða): Veruleg þrengsli eru komin víða í slagæðar til lungn- anna (mynd 2). Gerð er útvíkkun með belg- leggjum í öllum greinum með þrengsli og sett er stoðnet í þrengsli þau sem eru til staðar í upptökum vinstri lungnaslagæðar. Hægri lungnaslagæð hefur minnkað verulega (mynd 3). Hjartaþrœðing 3 (16 mánaða): Hægri lungnaslagæð hefur haldið áfram að minnka og er nánast ekkert flæði um hana. Sett er stoðnet í upptök hennar og batnar flæði út í hægra lungað verulega. Hjartaþræðing 4 (18 mánaða): Stoðnetið í hægri lungnaslagæð er nú alveg fallið saman og enn komin þrengsli í greinar lungnaslagæða, bæði í hægra og vinstra lunga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.