Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 23

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 291 Aðgerð 2 (20 mánaða): Sett er hjáveita (shunt) frá ósæð yfir í hægri lungnaslagæð (mynd 4). Hjcirtaþrœðing 5 (27 mánaða) : Ekkert flæði er um hægri lungnaslagæð. Vinstri lungnaslag- æð er vel opin og vfrnetið heldur æðinni op- inni. Enn eru veruleg þrengsli útlægt í lungnaslagæðum bæði hægra og vinstra megin. Hægri lungnaslagæð hefur vaxið handan við hjáveituna. Hjartaþræðing 6 (32 mánaða): Hægri lungnaslagæð hefur áfram vaxið verulega handan við hjáveituna en ekkert flæði er um miðlægan hluta æðarinnar (mynd 5). Þrengsli í greinum til lungna eru víkkuð bæði hægra og vinstra megin með belgleggjum. Aðgerð 3 (32 mánaða): Hjáveitan er losuð frá ósæð og er græðlingur tengdur í hana og hinn endinn er tengdur inn í græðlinginn sem áður hafði verið tengdur milli hægri slegils og lungnaslagæða og fæst þannig rennsli frá hægri slegli út í hægri lungnaslagæð (mynd 5). Umræða Um það bil 18% sjúklinga með Fernu Fallots hafa algjöra lokun á lungnaslagæðum þótt mið- lægar meginlungnaslagæðar séu til staðar. Þannig getur það verið allt frá því að vera nán- ast eðlilega stórar lungnaslagæðar með algjöra lokun á sjálfri lokunni yftr í að meginlungna- slagæðar vantar algjörlega. Um 3% sjúklinga með Fernu Fallots hafa það afbrigði sem hér er lýst (1). Æðarnar sem liggja út í lungun eru ekki eig- inlegar lungnaslagæðar, þær liggja aftar í mið- mæti en sannar miðlægar lungnaslagæðar gera og hafa mikla tilhneigingu til að þrengjast með tímanum og eiga jafnvel til að lokast algjör- lega. Horfur sjúklingsins fara að verulegu leyti eftir því hvernig til tekst með að tryggja blóð- flæði út í útlægar lungnaslagæðar (2). Fyrsta aðgerðin miðar að því að tryggja að blóð kom- ist frá hægri slegli til lungnaslagæða. Síðan er reynt að halda æðunum opnum með endurtekn- um belgvíkkunum og jafnvel vírnetsísetningu eins og fram kemur hjá stúlkunni. Útlægar lungnaslagæðar vaxa ekki nema þær fái nægi- legt blóðflæði (2). Hjá okkar sjúklingi gerðist það að hægri lungnaslagæð var orðin mjög lítil er gerð var aðgerð (hjáveituaðgerð) til að örva vöxt æðarinnar. Síðara stigið var svo tenging þeirrar hjáveitu inn í miðlægan græðling. Þannig vinnst tvennt, annars vegar áframhald- andi vöxtur útlægra æða og hins vegar er kom- in greið leið til að víkka æðarnar út í hjarta- þræðingu. Lokastig þessarar áætlunar er svo að loka opinu á milli slegla og aðskilja þannig rauða og bláa blóðrás. Ekki er ráðlegt að loka

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.