Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 27

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 295 Sameiginlegt ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands 16. og 17. apríl 1998, Hótel Loftleiðir Ágrip erinda og veggspjalda E-01. Notkun tauganets til greiningar á botnlangabólgu Snorri Björnsson', Jón Atli Benediktsson1 2 3 4 5 6 7, Jónas Magnússon' Frá 'liandlœkningadeild Landspítalans, 2verk- frœðideild Háskóla Islands Inngangur: Bráð botnlangabólga er algengasta ástæða bráðrar kviðarholsaðgerðar. Um 70-80% botnlanga eru bólgnir við botnlangatöku. Röð einkenna sem kemur fram í bráðri botn- langabólgu er: l)sársauki, 2)lystarleysi, ógleði og uppköst, 3)verkur yfir botnlangastað og 4)hiti. Hætta á fylgikvillum við botnlangatöku er um 5% í sjúklingum með órofinn botnlanga en 30% í sjúklingum með sprunginn botnlanga. Markmið þessarar rannsóknar var að hanna tölvuforrit sem getur hjálpað við að vinna úr þeim upplýsingum sem koma fram í skoðun og blóðrann- sóknum á sjúklingi sem grunur léki á að væri með botnlangabólgu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru teknar úr 200 sjúkraskrám hjá einstaklingum sem gengist höfðu undir bráða botnlangatöku. Síðan var sjúk- lingum skipt í tvo jafna hópa, hóp l sem var með botnlangabólgu og hóp 2 sem var ekki með botn- langabólgu. Merkt var við hvort sjúklingur væri með ein- kenni sem ákveðið var að leita eftir í sjúkraskrám þeirra. Einkennin voru þessi: A) Huglœg: B) Hlutlteg: C) Próffrá rann- sóknarstofu: 1) Lengd sögu 1) Bein eymsli 1) CRP 2) Kveisuverkur 2) Óbein eymsli 2) Hvít blóðkorn 3) Færsla á sársauka 3) Sleppieymsli 3) Deilitalning 4) Ógleði 4) Vöðvavöm 5) Niðurgangur 5) Psoas merki 6) Uppköst 6) Eymsli við endaþarmsskoðun 7) Hiti Útkomur voru settar inn í tölvuforrit sem er í raun gervitauganet. Það samanstendur af úrvinnslu- einingum sem líkjast taugafrumum í taugavefi í lík- ama okkar. Forritið leggur svo allar innkomnar upplýsingar saman og gefur upp hvort það metur viðkomandi með botnlangabólgu eða ekki. Niðurstöður: Próf frá rannsóknarstofu voru öll með mikinn hlutfallslegan mun milli hópa, um og yfir 2. Einnig var færsla á sársauka (2,54), vöðva- vörn (2,35) og uppköst (2,05) með mikinn hlut- fallslegan mun. Af ofantöldum einkennum var ein- ungis færsla á sársauka (77%) og hvít blóðkorn (82%) með hátt forspárgildi jákvæðs prófs. Kveisu- verkur (97%), bein eymsli (95%), sleppieymsli (88%) og lengd sögu (85%) voru einnig með há forspárgildi jákvæðs prófs. Gildi fyrir næmi voru á bilinu 50-75% og fyrir sértæki 2-84%. Umræða: Greiningarhæfni tölvuforritsins er 70% í dag ef óþekkt gögn eru keyrð í gegn. Forritið verður keyrt í nokkurn tíma til að fá betri gagna- grunn, það er sjúkraskrár verða vistaðar. Vonast er til að greiningarhæfni aukist nokkuð og verði til jafns eða betri en sérfræðinga. E-02. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturskyggn rannsókn á Dukes flokkun og þroskunargráðu kirtil- krabbameina Lárus Jónasson', Jónas Hallgrímsson', Ásgeir Theódórs2, Þorvaldur Jónsson ', Jónas Magnússotd Jón G. Jónasson' Frá 'Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, 'lyf- og ’handlcekningadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að endurskoða öll kirtilkrabbamein (adenocarcin- omas) á tímabilinu 1955-1989 og meta þroskunar- gráðu og Dukes flokkun í tengslum við staðsetn- ingar innan ristilsins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.