Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 27

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 295 Sameiginlegt ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands 16. og 17. apríl 1998, Hótel Loftleiðir Ágrip erinda og veggspjalda E-01. Notkun tauganets til greiningar á botnlangabólgu Snorri Björnsson', Jón Atli Benediktsson1 2 3 4 5 6 7, Jónas Magnússon' Frá 'liandlœkningadeild Landspítalans, 2verk- frœðideild Háskóla Islands Inngangur: Bráð botnlangabólga er algengasta ástæða bráðrar kviðarholsaðgerðar. Um 70-80% botnlanga eru bólgnir við botnlangatöku. Röð einkenna sem kemur fram í bráðri botn- langabólgu er: l)sársauki, 2)lystarleysi, ógleði og uppköst, 3)verkur yfir botnlangastað og 4)hiti. Hætta á fylgikvillum við botnlangatöku er um 5% í sjúklingum með órofinn botnlanga en 30% í sjúklingum með sprunginn botnlanga. Markmið þessarar rannsóknar var að hanna tölvuforrit sem getur hjálpað við að vinna úr þeim upplýsingum sem koma fram í skoðun og blóðrann- sóknum á sjúklingi sem grunur léki á að væri með botnlangabólgu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru teknar úr 200 sjúkraskrám hjá einstaklingum sem gengist höfðu undir bráða botnlangatöku. Síðan var sjúk- lingum skipt í tvo jafna hópa, hóp l sem var með botnlangabólgu og hóp 2 sem var ekki með botn- langabólgu. Merkt var við hvort sjúklingur væri með ein- kenni sem ákveðið var að leita eftir í sjúkraskrám þeirra. Einkennin voru þessi: A) Huglœg: B) Hlutlteg: C) Próffrá rann- sóknarstofu: 1) Lengd sögu 1) Bein eymsli 1) CRP 2) Kveisuverkur 2) Óbein eymsli 2) Hvít blóðkorn 3) Færsla á sársauka 3) Sleppieymsli 3) Deilitalning 4) Ógleði 4) Vöðvavöm 5) Niðurgangur 5) Psoas merki 6) Uppköst 6) Eymsli við endaþarmsskoðun 7) Hiti Útkomur voru settar inn í tölvuforrit sem er í raun gervitauganet. Það samanstendur af úrvinnslu- einingum sem líkjast taugafrumum í taugavefi í lík- ama okkar. Forritið leggur svo allar innkomnar upplýsingar saman og gefur upp hvort það metur viðkomandi með botnlangabólgu eða ekki. Niðurstöður: Próf frá rannsóknarstofu voru öll með mikinn hlutfallslegan mun milli hópa, um og yfir 2. Einnig var færsla á sársauka (2,54), vöðva- vörn (2,35) og uppköst (2,05) með mikinn hlut- fallslegan mun. Af ofantöldum einkennum var ein- ungis færsla á sársauka (77%) og hvít blóðkorn (82%) með hátt forspárgildi jákvæðs prófs. Kveisu- verkur (97%), bein eymsli (95%), sleppieymsli (88%) og lengd sögu (85%) voru einnig með há forspárgildi jákvæðs prófs. Gildi fyrir næmi voru á bilinu 50-75% og fyrir sértæki 2-84%. Umræða: Greiningarhæfni tölvuforritsins er 70% í dag ef óþekkt gögn eru keyrð í gegn. Forritið verður keyrt í nokkurn tíma til að fá betri gagna- grunn, það er sjúkraskrár verða vistaðar. Vonast er til að greiningarhæfni aukist nokkuð og verði til jafns eða betri en sérfræðinga. E-02. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturskyggn rannsókn á Dukes flokkun og þroskunargráðu kirtil- krabbameina Lárus Jónasson', Jónas Hallgrímsson', Ásgeir Theódórs2, Þorvaldur Jónsson ', Jónas Magnússotd Jón G. Jónasson' Frá 'Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, 'lyf- og ’handlcekningadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að endurskoða öll kirtilkrabbamein (adenocarcin- omas) á tímabilinu 1955-1989 og meta þroskunar- gráðu og Dukes flokkun í tengslum við staðsetn- ingar innan ristilsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.