Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 28

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 28
296 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristiikrabbamein á tímabilinu voru fengnar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og vefjasýni, -beiðnir og -svör fengust hjá Rannsóknastofu HÍ í meina- fræði og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Æxlin voru endurflokkuð samkvæmt WHO flokkunarkerfinu, þroskunargráða metin, Dukes flokkun gerð og staðsetning æxlanna skráð. Niðurstöður: Hefðbundin kirtilkrabbamein voru 999 eða 90,1% vefjafræðilega staðfestra æxla, slímkirtilkrabbamein (mucinous adenocarcinomas) voru 7,4% og signetskrabbamein (signet ring carcinoma) voru 1,1%. Aðrar gerðir voru 1,4%. Flest æxlin voru af þroskunargráðu 2 eða 70,1%, en 13,4% voru af gráðu 1 og 16,5% gráðu 3. Æxli í vinstri hluta ristils voru best þroskuð. Unnt reynd- ist að flokka 88,5% æxlanna eftir Dukes kerfi. Flest æxlin eða 37,3% voru Dukes B, en 27,8% voru Dukes C. Tengsl voru milli verri þroskunargráðu æxlanna og aukinnar útbreiðslu samkvæmt Dukes llokkun. Æxlisútbreiðsla reyndist komin á hærra Dukes stig hægra megin í ristli en vinstra megin. Ekki varð veruleg breyting á hlutfalli milli Dukes flokka á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Svo virðist sem kirtilkrabbamein í hægri hluta ristils séu verr þroskuð og lengra geng- in við greiningu en í vinstri hluta. Æxli í ristli virðast ekki hafa greinst mikið fyrr í sjúkdómsferl- inu á síðari árum, borið saman við fyrri ár rann- sóknartímabilsins, sé tekið mið af niðurstöðum Dukes flokkunar. E-03. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturvirk rannsókn á tíðni, vefja- gerð og staðsetningu Lárus Jónasson', Jónas Hallgrímsson', Asgeir Theódórs2, Þorvaldur Jónsson', Jónas Magnússon4 Jón G. Jónasson' Frá 1 Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, 2lyf- og 3handlœkningadeildum Sjúkraluiss Reykjavíkur, ''handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna öll ristilkrabbamein á tímabilinu 1955-1989, eða í 35 ár, með tilliti til tíðni, vefjagerðar og staðsetningar og tengsl þessara þátta við aldur og kyn. Einnig voru kannaðar breytingar á þessum þáttum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga, sem greindust með ristilkrabbamein á þessu tímabili, voru fengnar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og vefjasýni, -beiðnir og -svör fengust hjá Rannsóknastofu HI í meina- fræði og meinafræðideild FSA. Æxlin voru endur- flokkuð samkvæmt WHO flokkunarkerfinu og upp- lýsingar um staðsetningu æxlanna fengust á vefja- rannsóknarbeiðnum og/eða úr lýsingum í vefja- svörum eða krufningarskýrslum. Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264 æxli í Krabbameinsskrá. Tólfhundruð og fimm æxli féllu innan ramma rannsóknarskilgreiningar. Vefja- fræðileg staðfesting var í 94% tilfelli. Flest æxlin voru greind á síðustu 10 árum 35 ára tímabilsins eða 46,6%. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 70,4 ár. Langflest æxlin voru hefðbundin kirtil- krabbamein (adenocarcinomas) eða 90,1%. Slím- kirtilkrabbamein (mucinous adenocarcinomas) voru 7,4% en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Hlutfall slímkirtilkrabbameina var hæst í hægri hluta ristils en fór lækkandi yfir í vinstri hluta ristils. Flest æxl- in voru staðsett í bugaristli (colon sigmoideum) eða 38,6% og næstflest voru í botnristli (cecum) eða 19,2%. Heldur fleiri æxli greindust hlutfallslega vinstra megin í ristli á seinasta hluta tímabilsins. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru að flestu leyti svipaðar því sem sést hjá öðrum þjóðum. Væg hlutfallsleg aukning æxla vinstra megin í ristli er þó gagnstæð því sem virðist annars staðar. E-04. Blæðingar frá efri hluta melting- arvegar á handlækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 1973- 1996 ' Elsa B. Valsdóttir, Sltree Datye Frá handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Blæðingar frá sárum í efri hluta meltingarvegar eru nú oftast meðhöndlaðar á lyf- lækningadeildum. Koma þar bæði til nýjungar í lyfjameðferð og aukin tækni við speglanir. Engu að síður kemur enn til kasta skurðlækna, einkum í erfiðari tilfellum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu mikið hefur dregið úr skurðaðgerðum vegna þessara blæðinga og hvað aðgreinir hópana, annars vegar þá sem fara í aðgerð og hins vegar þá sem ekki fara í aðgerð. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn, byggð á sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem greindust með blæðingu frá sári í efri hluta meltingarvegar á handlækningadeild FSA á tíma- bilinu 1973-1996. Niðurstöður: Alls fundust 110 blæðingar hjá 100 sjúklingum, 67 hjá körlum og 43 hjá konum. I 42 tilfellum var framkvæmd skurðaðgerð. Hjá þeim sem fóru í aðgerð var meðalaldur 65,9 ár en 60 ár hjá þeim sem fóru ekki í aðgerð. Þeir sem fóru í aðgerð lágu að meðtaltali inni í 14,1 dag, 6,5 dög- um lengur en þeir sem fóru ekki í aðgerð. Aðgerðarsjúklingarnir höfðu lægra blóðrauðagildi við innlögn (87,6 g/1, borið saman við 96,7 g/1) þurftu að meðaltali 10,1 einingu af blóði, en þei
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.