Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 28
296
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla
sjúklinga sem greindust með ristiikrabbamein á
tímabilinu voru fengnar frá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands og vefjasýni, -beiðnir
og -svör fengust hjá Rannsóknastofu HÍ í meina-
fræði og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Æxlin voru endurflokkuð samkvæmt
WHO flokkunarkerfinu, þroskunargráða metin,
Dukes flokkun gerð og staðsetning æxlanna skráð.
Niðurstöður: Hefðbundin kirtilkrabbamein voru
999 eða 90,1% vefjafræðilega staðfestra æxla,
slímkirtilkrabbamein (mucinous adenocarcinomas)
voru 7,4% og signetskrabbamein (signet ring
carcinoma) voru 1,1%. Aðrar gerðir voru 1,4%.
Flest æxlin voru af þroskunargráðu 2 eða 70,1%, en
13,4% voru af gráðu 1 og 16,5% gráðu 3. Æxli í
vinstri hluta ristils voru best þroskuð. Unnt reynd-
ist að flokka 88,5% æxlanna eftir Dukes kerfi. Flest
æxlin eða 37,3% voru Dukes B, en 27,8% voru
Dukes C. Tengsl voru milli verri þroskunargráðu
æxlanna og aukinnar útbreiðslu samkvæmt Dukes
llokkun. Æxlisútbreiðsla reyndist komin á hærra
Dukes stig hægra megin í ristli en vinstra megin.
Ekki varð veruleg breyting á hlutfalli milli Dukes
flokka á rannsóknartímabilinu.
Ályktanir: Svo virðist sem kirtilkrabbamein í
hægri hluta ristils séu verr þroskuð og lengra geng-
in við greiningu en í vinstri hluta. Æxli í ristli
virðast ekki hafa greinst mikið fyrr í sjúkdómsferl-
inu á síðari árum, borið saman við fyrri ár rann-
sóknartímabilsins, sé tekið mið af niðurstöðum
Dukes flokkunar.
E-03. Ristilkrabbamein á íslandi 1955-
1989. Afturvirk rannsókn á tíðni, vefja-
gerð og staðsetningu
Lárus Jónasson', Jónas Hallgrímsson', Asgeir
Theódórs2, Þorvaldur Jónsson', Jónas Magnússon4
Jón G. Jónasson'
Frá 1 Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, 2lyf-
og 3handlœkningadeildum Sjúkraluiss Reykjavíkur,
''handlœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna öll ristilkrabbamein á tímabilinu 1955-1989,
eða í 35 ár, með tilliti til tíðni, vefjagerðar og
staðsetningar og tengsl þessara þátta við aldur og
kyn. Einnig voru kannaðar breytingar á þessum
þáttum á tímabilinu.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla
sjúklinga, sem greindust með ristilkrabbamein á
þessu tímabili, voru fengnar úr Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands og vefjasýni, -beiðnir
og -svör fengust hjá Rannsóknastofu HI í meina-
fræði og meinafræðideild FSA. Æxlin voru endur-
flokkuð samkvæmt WHO flokkunarkerfinu og upp-
lýsingar um staðsetningu æxlanna fengust á vefja-
rannsóknarbeiðnum og/eða úr lýsingum í vefja-
svörum eða krufningarskýrslum.
Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264
æxli í Krabbameinsskrá. Tólfhundruð og fimm æxli
féllu innan ramma rannsóknarskilgreiningar. Vefja-
fræðileg staðfesting var í 94% tilfelli. Flest æxlin
voru greind á síðustu 10 árum 35 ára tímabilsins
eða 46,6%. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var
70,4 ár. Langflest æxlin voru hefðbundin kirtil-
krabbamein (adenocarcinomas) eða 90,1%. Slím-
kirtilkrabbamein (mucinous adenocarcinomas)
voru 7,4% en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Hlutfall
slímkirtilkrabbameina var hæst í hægri hluta ristils
en fór lækkandi yfir í vinstri hluta ristils. Flest æxl-
in voru staðsett í bugaristli (colon sigmoideum) eða
38,6% og næstflest voru í botnristli (cecum) eða
19,2%. Heldur fleiri æxli greindust hlutfallslega
vinstra megin í ristli á seinasta hluta tímabilsins.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru að
flestu leyti svipaðar því sem sést hjá öðrum
þjóðum. Væg hlutfallsleg aukning æxla vinstra
megin í ristli er þó gagnstæð því sem virðist annars
staðar.
E-04. Blæðingar frá efri hluta melting-
arvegar á handlækningadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri 1973-
1996 '
Elsa B. Valsdóttir, Sltree Datye
Frá handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri
Inngangur: Blæðingar frá sárum í efri hluta
meltingarvegar eru nú oftast meðhöndlaðar á lyf-
lækningadeildum. Koma þar bæði til nýjungar í
lyfjameðferð og aukin tækni við speglanir. Engu að
síður kemur enn til kasta skurðlækna, einkum í
erfiðari tilfellum. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna hversu mikið hefur dregið úr skurðaðgerðum
vegna þessara blæðinga og hvað aðgreinir hópana,
annars vegar þá sem fara í aðgerð og hins vegar þá
sem ekki fara í aðgerð.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn
rannsókn, byggð á sjúkraskrám þeirra sjúklinga
sem greindust með blæðingu frá sári í efri hluta
meltingarvegar á handlækningadeild FSA á tíma-
bilinu 1973-1996.
Niðurstöður: Alls fundust 110 blæðingar hjá
100 sjúklingum, 67 hjá körlum og 43 hjá konum. I
42 tilfellum var framkvæmd skurðaðgerð. Hjá þeim
sem fóru í aðgerð var meðalaldur 65,9 ár en 60 ár
hjá þeim sem fóru ekki í aðgerð. Þeir sem fóru í
aðgerð lágu að meðtaltali inni í 14,1 dag, 6,5 dög-
um lengur en þeir sem fóru ekki í aðgerð.
Aðgerðarsjúklingarnir höfðu lægra blóðrauðagildi
við innlögn (87,6 g/1, borið saman við 96,7 g/1)
þurftu að meðaltali 10,1 einingu af blóði, en þei