Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 29

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 297 sem voru meðhöndlaðir án aðgerðar fengu að meðaltali 3,5 einingar. Hjá þeim sem fóru í aðgerð voru 48% sára í maga, 45% í skeifugörn og 6% í ásgörn. Hjá hinum voru 63% sára í maga, 34% í skeifugörn og 3% í ásgörn. Sex létust vegna blæðingar frá sári í efri hluta meltingarvegar, fjórir sem fóru í aðgerð, tveir sem fóru ekki í aðgerð. Af þessum sex höfðu fimm alvarlega meðfylgjandi sjúkdóma. Heildardánartíðnin er 5,5%, 9,5% hjá þeim sem fara í aðgerð en 2,9% hjá hinum. Meðaltalsfjöldi aðgerða á tímabilinu er 1,8 aðgerð á ári, síðustu 10 árin er meðaltalið 1,2 aðgerðir á ári og síðustu fimm árin 0,6 aðgerðir á ári. Alyktanir: Þeir sem fara í aðgerð eru eldri og hafa fyrri sögu um sár í meltingarvegi. Sár í skeifu- görn þarf oftar að skera en sár í maga eða ásgörn. Dánartíðni er hærri hjá þeim sem fara í aðgerð. E-05. Hvað gerðist? „Analysis of fail- ures of laparoscopic fundoplications“ Margrét Oddsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jón- as Magmisson Frá handlœkningadeild Landspítalans Frá 1994 hafa verið gerðar á Landspítalanum 171 fundoplikasjón um kviðsjá. Af þessum 171 sjúk- lingi hafa sjö haft veruleg vandamál eftir aðgerðina sem leitt hafa til inngripa og innlagna. Fimm hafa verið skornir aftur, einn þurft að fara í útvíkkun á vélindis-magamótum og einn er á lyfjum vegna ranghreyfinga í vélinda. Vandamál sem leiddu til inngripa eða endurtek- innar aðgerðar voru eftirfarandi: 1. Kyngingartregða (dysphagia) sem byrjaði sex mánuðum eftir aðgerð vegna paraesophageal hern- ia. Reyndist við endurtekna aðgerð ári eftir þá fyrstu hafa „slipped Nissen“, losaralega fundopl- ikasjón sem lá svolítið fyrir neðan vélindis-maga- mótin. 2. Vaxandi erfiðleikar og verkir við kyngingu sem byrjuðu um sex mánuðum eftir aðgerð. Við endurtekna aðgerð, einu og hálfu ári eftir þá fyrstu, kom í ljós að þindaropið er svolítið gapandi og tota af fundoplikasjóninni teygir sig þar upp. 3. Erfiðleikar við kyngingu frá aðgerð. Endurtek- in aðgerð þremur mánuðum eftir þá fyrstu sýndi að vinstri hluti fundoplikasjónarinnar var lufsuleg og hangandi niður á magavegginn. 4. Verkir ofarlega f uppmagálssvæði (epigastri- um) frá aðgerð. Vélindismynd og speglun sýna að rétt ofan við fundoplikasjónina er svæði (pseudodi- verticulum) sem fyllist af skuggaefni og lofti og tæmist illa. Við aðgerð, sex vikum eftir þá fyrstu, kom í ljós að snúningur/tog var við vinstri hluta vélindis-maga-mótanna og strengir þar mynduðu útskot (recessus). 5. Verkur í uppmagálssvæði í eitt og hálft ár eft- ir aðgerð. Við endurtekna aðgerð sást ekkert at- hugavert. Fundoplikasjón tekin niður og breytt. 6. Erfiðleikar við kyngingu frá aðgerð. Fyrir 20 árum farið í skreyjutaugarskurð (vagotomy) (HSV) og þrengingu á þindaropi. Vélindamynd og -spegl- un sýndi veruleg þrengsli á aðgerðarsvæðinu. Víkkun á svæðinu þremur til fjórum mánuðum eft- ir aðgerð gafst vel. 7. Vandamál við kyngingu frá aðgerð. Endurtek- in þrýstingsmæling þremur mánuðum eftir aðgerð sýndi miklar ranghreyfingar í vélinda sem líkjast “early vigorous achalasia”. Er á prókínetískum lyfjum til reynslu. Langvarandi alvarleg vandamál eftir fundoplika- sjónir um kviðsjá eru um 5%. Vandamál sem ekki lagast á fyrstu sex til átta vikunum eftir aðgerð eða koma upp mánuðum eftir aðgerð þarf að rannsaka ítarlega með vélindis-maga mynd, speglun og þrýstingsmælingu. I fjórum af sjö ofangreindum tilfellum fannst hinsvegar orsök vandamálanna ekki fyrr en í endurtekinni aðgerð. Þannig verður að líta á nýja aðgerð sem rannsóknaraðferð sem beita má ef einkenni eru viðvarandi án skýringar. Þetta ber að hafa í huga ef vandamálin eru alvarleg og endurtaka aðgerðina þrátt fyrir eðlilegar rann- sóknir. E-06. Heilkenni Gardners. Sjúkratilfelli Guðrún Aspelund', Tómas Jónsson', Jón Gunn- laugur Jónasson2, Hallgrímur Guðjónsson' Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, 2Rann- sóknastofu Háskólans í meinafrœði, 'lyflœkninga- deild Landspítalans Gardners heilkenni er afbrigði af ættgengu ristil- sepageri (polyposis coli) þar sem afbrigðileiki fylg- ir í mjúkvefjum og/eða bein- og tannvef. Oftast erf- ist sjúkdómurinn ríkjandi en stök tilvik þekkjast. Afbrigðileikar utan garnar geta birst áður en ristilsepar myndast. Ristilsepar hafa yfirleitt mynd- ast við 25 ára aldur en geta komið fyrr. Viðkomandi fá allir ristilkrabbamein fyrir fertugt ef ekki er gert ristilnám í varnarskyni. Við segjum frá 32 ára konu sem 25 ára fékk framfall á ristilsepa gegnum endaþarmsop. Hún hafði ekki önnur einkenni frá meltingarfærum. Ristilspeglun sýndi óteljandi sepa af kirtilfrumu- gerð í ristli. Einnig voru separ í maga og skeifu- görn. Engar illkynja breytingar fundust. Fjöl- skyldusaga var neikvæð. Röntgenmynd af höfuð- kúpu sýndi beingadd út úr hnakkabeini. f heilsu- farssögu var helst íhugunarefni að þegar sjúklingur var 18 ára var fjarlægður fjöldi tannhnúta úr efri og neðri kjálka. Sjúklingur var álitinn hafa Gardners heilkenni. Vegna krabbameinshættu var ráðlögð skurðaðgerð í forvarnarskyni auk reglulegs eftirlits hvað varðaði efri hluta meltingarvegar. Einnig var

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.