Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 297 sem voru meðhöndlaðir án aðgerðar fengu að meðaltali 3,5 einingar. Hjá þeim sem fóru í aðgerð voru 48% sára í maga, 45% í skeifugörn og 6% í ásgörn. Hjá hinum voru 63% sára í maga, 34% í skeifugörn og 3% í ásgörn. Sex létust vegna blæðingar frá sári í efri hluta meltingarvegar, fjórir sem fóru í aðgerð, tveir sem fóru ekki í aðgerð. Af þessum sex höfðu fimm alvarlega meðfylgjandi sjúkdóma. Heildardánartíðnin er 5,5%, 9,5% hjá þeim sem fara í aðgerð en 2,9% hjá hinum. Meðaltalsfjöldi aðgerða á tímabilinu er 1,8 aðgerð á ári, síðustu 10 árin er meðaltalið 1,2 aðgerðir á ári og síðustu fimm árin 0,6 aðgerðir á ári. Alyktanir: Þeir sem fara í aðgerð eru eldri og hafa fyrri sögu um sár í meltingarvegi. Sár í skeifu- görn þarf oftar að skera en sár í maga eða ásgörn. Dánartíðni er hærri hjá þeim sem fara í aðgerð. E-05. Hvað gerðist? „Analysis of fail- ures of laparoscopic fundoplications“ Margrét Oddsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jón- as Magmisson Frá handlœkningadeild Landspítalans Frá 1994 hafa verið gerðar á Landspítalanum 171 fundoplikasjón um kviðsjá. Af þessum 171 sjúk- lingi hafa sjö haft veruleg vandamál eftir aðgerðina sem leitt hafa til inngripa og innlagna. Fimm hafa verið skornir aftur, einn þurft að fara í útvíkkun á vélindis-magamótum og einn er á lyfjum vegna ranghreyfinga í vélinda. Vandamál sem leiddu til inngripa eða endurtek- innar aðgerðar voru eftirfarandi: 1. Kyngingartregða (dysphagia) sem byrjaði sex mánuðum eftir aðgerð vegna paraesophageal hern- ia. Reyndist við endurtekna aðgerð ári eftir þá fyrstu hafa „slipped Nissen“, losaralega fundopl- ikasjón sem lá svolítið fyrir neðan vélindis-maga- mótin. 2. Vaxandi erfiðleikar og verkir við kyngingu sem byrjuðu um sex mánuðum eftir aðgerð. Við endurtekna aðgerð, einu og hálfu ári eftir þá fyrstu, kom í ljós að þindaropið er svolítið gapandi og tota af fundoplikasjóninni teygir sig þar upp. 3. Erfiðleikar við kyngingu frá aðgerð. Endurtek- in aðgerð þremur mánuðum eftir þá fyrstu sýndi að vinstri hluti fundoplikasjónarinnar var lufsuleg og hangandi niður á magavegginn. 4. Verkir ofarlega f uppmagálssvæði (epigastri- um) frá aðgerð. Vélindismynd og speglun sýna að rétt ofan við fundoplikasjónina er svæði (pseudodi- verticulum) sem fyllist af skuggaefni og lofti og tæmist illa. Við aðgerð, sex vikum eftir þá fyrstu, kom í ljós að snúningur/tog var við vinstri hluta vélindis-maga-mótanna og strengir þar mynduðu útskot (recessus). 5. Verkur í uppmagálssvæði í eitt og hálft ár eft- ir aðgerð. Við endurtekna aðgerð sást ekkert at- hugavert. Fundoplikasjón tekin niður og breytt. 6. Erfiðleikar við kyngingu frá aðgerð. Fyrir 20 árum farið í skreyjutaugarskurð (vagotomy) (HSV) og þrengingu á þindaropi. Vélindamynd og -spegl- un sýndi veruleg þrengsli á aðgerðarsvæðinu. Víkkun á svæðinu þremur til fjórum mánuðum eft- ir aðgerð gafst vel. 7. Vandamál við kyngingu frá aðgerð. Endurtek- in þrýstingsmæling þremur mánuðum eftir aðgerð sýndi miklar ranghreyfingar í vélinda sem líkjast “early vigorous achalasia”. Er á prókínetískum lyfjum til reynslu. Langvarandi alvarleg vandamál eftir fundoplika- sjónir um kviðsjá eru um 5%. Vandamál sem ekki lagast á fyrstu sex til átta vikunum eftir aðgerð eða koma upp mánuðum eftir aðgerð þarf að rannsaka ítarlega með vélindis-maga mynd, speglun og þrýstingsmælingu. I fjórum af sjö ofangreindum tilfellum fannst hinsvegar orsök vandamálanna ekki fyrr en í endurtekinni aðgerð. Þannig verður að líta á nýja aðgerð sem rannsóknaraðferð sem beita má ef einkenni eru viðvarandi án skýringar. Þetta ber að hafa í huga ef vandamálin eru alvarleg og endurtaka aðgerðina þrátt fyrir eðlilegar rann- sóknir. E-06. Heilkenni Gardners. Sjúkratilfelli Guðrún Aspelund', Tómas Jónsson', Jón Gunn- laugur Jónasson2, Hallgrímur Guðjónsson' Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, 2Rann- sóknastofu Háskólans í meinafrœði, 'lyflœkninga- deild Landspítalans Gardners heilkenni er afbrigði af ættgengu ristil- sepageri (polyposis coli) þar sem afbrigðileiki fylg- ir í mjúkvefjum og/eða bein- og tannvef. Oftast erf- ist sjúkdómurinn ríkjandi en stök tilvik þekkjast. Afbrigðileikar utan garnar geta birst áður en ristilsepar myndast. Ristilsepar hafa yfirleitt mynd- ast við 25 ára aldur en geta komið fyrr. Viðkomandi fá allir ristilkrabbamein fyrir fertugt ef ekki er gert ristilnám í varnarskyni. Við segjum frá 32 ára konu sem 25 ára fékk framfall á ristilsepa gegnum endaþarmsop. Hún hafði ekki önnur einkenni frá meltingarfærum. Ristilspeglun sýndi óteljandi sepa af kirtilfrumu- gerð í ristli. Einnig voru separ í maga og skeifu- görn. Engar illkynja breytingar fundust. Fjöl- skyldusaga var neikvæð. Röntgenmynd af höfuð- kúpu sýndi beingadd út úr hnakkabeini. f heilsu- farssögu var helst íhugunarefni að þegar sjúklingur var 18 ára var fjarlægður fjöldi tannhnúta úr efri og neðri kjálka. Sjúklingur var álitinn hafa Gardners heilkenni. Vegna krabbameinshættu var ráðlögð skurðaðgerð í forvarnarskyni auk reglulegs eftirlits hvað varðaði efri hluta meltingarvegar. Einnig var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.