Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 299 óúthreinsuðum. Lyfjameðferð án úthreinsunar varð lengur óvissari (dræmari svörun á SR og CRP), út- setti nýru og þarma fyrir mikið álag og tók upp dýrt legurými. Alit: Osannað er hver réttasta meðferðin er við sýkingar í hryggsúlu. Spenging var hér bráð meðferð til verkjastillingar og til að fyrirbyggja varanlega lömun. Spurning er hvað vinnst með aðgerð þar sem sýktur vefur hefur verið fjarlægður og ferskt bein sett í staðinn. Er(u) aðgerð(ir) ónauðsynleg(ar) með öllu ef frumgreining og lyfja- meðferð væri betri? E-09. Yfirlit yfir starfsemi beinbanka Sjúkrahúss Reykjavíkur Eiríkur Gunnlaugsson, Aslaug Olafsdóttir, Brynj- ólfur Jónsson, Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: Beinígræðsla er algeng í bæklunar- lækningum ti! að auka gróanda og uppfyllingar ef vöntun er á beini. Beinið er fengið úr sjúklingnum sjálfum eða frá öðrum mönnum, lifandi eða látnum. Þörfin fer vaxandi. Algengast er að safnað sé lær- leggshausum sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerð á mjöðm. Tilgangur rannsóknarinnar er að gefa yfir- lit yfir starfsemi beinbanka Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru skrár beinbankans frá 1991 til 1996 með tilliti til úr hverjum beinið var, hvernig það var fengið, hver blóðflokkur beingjafa var og hvert afdrif beinsins varð. Niðurstöður: A tímabilinu voru fengin bein úr 153 einstaklingum, 152 fóru í gerviliðaaðgerð á mjöðm og einn í gerviliðaaðgerð hné. Arið 1991 voru gjafar 14, 1992 voru þeir 13, 20 árið 1993, 37 árið 1994, 26 árið 1995 og 43 árið 1996. Karlar voru 69 og konur 84. Meðalaldur karla var 65 ár en kvenna 68 ár. Blóðflokkar gjafa skiptust í O Rh+ 46%, O Rh+ 9%, A Rh+ 25% en aðrir voru sjald- gæfari. Alls þurfti að farga 70 beinum, 41 vegna já- kvæðra blóðvatnsprófa og/eða ræktana. Með lifrar- bólgu greindust 11 en enginn með HIV. Bakteríur ræktuðust úr 31 beini. Þær algengustu voru Cor- ynebacterium og Streptococcus coag. neg. Níu beinum þurfti að farga vegna ónógrar sýnatöku, fimm vegna fyrri sögu um illkynja sjúkdóm, átta vegna langrar geymslu og sex af ýmsum ástæðum. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur voru notuð 75 bein en átta send á önnur sjúkrahús. Beinin voru geymd í 128 daga (15-362). Meðalaldur beinþega var 52 ár (9-95). Helstu ábendingar fyrir beinígræðslur voru: 24 vegna endurtekinna gerviliðaaðgerða á mjöðm, átta vegna brota fyrir neðan gervilið í mjöðrn, fimm vegna ógróanda í lærlegg og 18 í hrygg- skekkjuaðgerðir. Ekki er vitað til að neinn hafi hafnað beini. Ekki hafa komið upp svo vitað sé neinar alvarlegar aukaverkanir. Alyktanir: Starfsemi beinbankans hefur farið vel af stað. Við álítum að þörfin fyrir beinígræðslu fari vaxandi, fyrst og fremst vegna aukins fjölda endurtekinna gerviliðaaðgerða sem þurfa á mikilli ígræðslu að halda. E-10. Arangur borunar á beindrepi í lærleggshöfði Gísli Jens Snorrason, Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: Beindrep í lærleggshöfði án áverka er fremur óalgengt. Flestar ástæðurnar eru af völd- um einhvers sjúkdóms og/eða meðferðar. Hjá sum- um finnst engin orsök. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna hversu margir höfðu fengið beindrep í lærleggshöfuð og árangur af borun. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með ICD greininguna 733,4 frá 1982-1997. Sjúkraskrár voru kannaðar, ástæður beindrepsins og árangur borunar. Niðurstöður: Á tímabilinu höfðu alls 26 sjúk- lingar fengið greininguna. Af þeim höfðu sex farið í borun á 10 mjöðmum. Meðalaldur var 43 (23-62), fjórir karlar og tvær konur. Fjórir höfðu verið á há- skammta sterameðferð og af þeim voru þrír með sjúkdóminn beggja vegna. Hjá tveimur sjúklingum var orsök óþekkt og var annar þeirra með sjúkdóm- inn í báðum mjöðmum. Sjúklingarnir höfðu haft einkenni frá um það bil fjórum til fimm mánuðum upp í fimm ár. Fjórir sjúklingar höfðu einkenni beggja vegna og hjá þeim voru báðar mjaðmir boraðar. Árangur borunar var misjafn. Af þeim sem boraðir voru beggja vegna var árangur mjög góður í báðum mjöðmum hjá einum. Hjá öðrum var ár- angur mjög góður í annarri mjöðminni en lélegur í hinni þar sem laus biti var til staðar þegar borað var. Hjá tveimur sjúklingur var árangur lélegur beggja vegna, annar var á þungri meðferð vegna nýrnaígræðslu en hjá hinum var orsök óþekkt. Ann- ar tveggja einstaklinga sem fóru í einborun varð góður. Af þessum sjúklingum hafa þrír fengið gervilið, einn báðum megin og tveir öðrum megin. Ályktanir: Samtals voru 10 mjaðmir boraðar vegna beindreps með 40% góðum árangri sem er viðunandi ef grunnorsökin er höfð í huga. Það er mikilvægt að greina sjúkdóminn sem fyrst áður en mjöðmin skemmist.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.