Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
301
krabbameinsæxlum. Annars vegar er um að ræða
DCC aðferð, sem hefur verið notuð á Rannsókna-
stofu HI í meinafræði frá 1982 og hins vegar
mótefnalitun á vaxinnsteyptum æxlisvef á vefja-
sneiðum (IHC).
Efniviður og aðferðir: Efniviður voru brjósta-
krabbamein sem bárust á tímabilinu frá nóvember
1996 til desember 1997. Þegar mögulegt reyndist
var tekinn vefur til hefðbundinnar DCC ákvörðunar
á viðtökum fyrir estrógeni og prógesteróni og jafn-
framt var framkvæmd mótefnalitun á vefja-
sneiðum.
Niðurstöður: Alls voru æxlin 92 og reyndist
unnt að meta hormónaviðtakamagn við vefjalitun í
öllum tilvikum en ekki tókst að ákvarða með DCC
aðferð magn estrógenviðtaka í tveimur æxlum og
heldur ekki prógesterónviðtaka í sjö æxlum. Gott
samræmi kom fram í rannsókninni milli aðferðanna
tveggja. Betra samræmi fékkst fram í ákvörðun
estrógenviðtaka, eða 94%, en í ákvörðun pró-
gesterónviðtaka 80%.
Spágildisútreikningar sýndu að næmi DCC
aðferðarinnar miðað við IHC aðferð var 96% fyrir
estrógeni en 76% fyrir prógesteróni, en sérhæfni
reyndist 95% fyrir estrógeni og 93% fyrir pró-
gesteróni. Næmi IHC aðferðar miðað við DCC
mælingar reyndist 99% fyrir estrógeni en 95% fyr-
ir prógesteróni og sérhæfni reyndist 86% fyrir
estrógeni en 68% fyrir prógesteróni. Af mælingun-
um reyndust 8,6% vera með andstæðum niður-
stöðum, þar af voru 12 ákvarðanir prógesterónvið-
taka neikvæðir í DCC aðferð en jákvæðir í IHC
aðferð.
Alyktanir: Við mælum með að mótefnalitunin
leysi af hólmi DCC aðferðina við ákvörðun horm-
ónaviðtaka í brjóstakrabbameinum.
E-14. Sýnitaka úr brjósti með ABBI
tæki
Þorvaldur Jónsson', Höskuldur Kristvinsson2
Frá 'skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
2handlœkningadeild Landspítalans
Kembileit að krabbameini með röntgenmynda-
töku hefur talsvert breytt forsendum fyrir töku
skurðsýna úr meinsemdum í brjóstum kvenna
vegna þess að myndataka greinir oft grunsamlegar
meinsemdir sem eru ekki þreifanlegar. Til þessa
hefur þurft að fjarlægja slíkar meinsemdir með
fleygskurði í svæfingu eftir að svæðið hefur verið
merkt við röntgenrannsókn, og oft þarf að taka
röntgenmynd af sýni á eftir til þess að staðfesta að
breytingin hafi verið fjarlægð.
A síðasta ári var tekið í notkun hérlendis ABBI
tæki (Advanced Breast Biopsy Instrument) þar sem
brjóstmynda- og skurðsýnitökutæki er sameinað í
eitt. Þessi tækni gerir kleift að framkvæma sýni-
tökuaðgerð á óþreifanlegu brjóstameini á markviss-
ari hátt en fyrr og framkvæma aðgerð í staðdeyf-
ingu. Sýnitaka með ABBI hefur verið framkvæmd
með sömu ábendingum og gilda fyrir fleygskurð,
það er brjóstamein sem ekki þreifist við klíníska
skoðun en er grunsamlegt fyrir illkynja sjúkdóm,
annaðhvort á röntgenmynd eða frumusýni, en
frumusýni hefur þó ekki verið óyggjandi fyrir
krabbamein.
Til þessa hefur í 17 tilfellum verið reynt að fram-
kvæma aðgerð í ABBI tæki, hjá 11 konum vegna
örkalkana í brjósti en hjá sex vegna hnúts. Aðgerð
var ekki möguleg hjá fimm konum. Hjá einni sást
meinsemd ekki við myndatöku, hjá annarri var
meinsemd illa staðsett í brjóstinu, en hjá þremur
var brjóst of lítið til þess að hægt væri að beita tæk-
inu. Þessar konur fóru í hefðbundinn fleygskurð.
ABBI sýnitaka var þannig framkvæmd hjá 12 kon-
um. Grófnálarsýni var tekið hjá einni, en kjarnabor-
un framkvæmd hjá 11. Allar aðgerðir leiddu til end-
anlegrar greiningar.
Ein kona fékk fylgikvilla í formi blóðgúls sem
tæmdur var með ástungu. Vefjarannsókn sýndi
góðkynja mein hjá átta konum og var frekari
aðgerða ekki þörf hjá þeim. Illkynja mein fannst
hjá fjórum konum og var síðan framkvæmd hjá
þeim hefðbundin skurðaðgerð í samræmi við vefja-
greiningu. Sýnt verður myndband um notkun ABBI
tækis.
E-15. Nýjung í kransæðaaðgerðum.
Sjúkratilfelli
Tóinas Kristjánsson, Bjarni Torfason
Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans
Undanfarin misseri hefur rult sér til rúms ný teg-
und kransæðaskurðaðgerða. Þetta er byltingar-
kennd breyting á hefðbundnu aðgerðinni. Aðgerðin
er framkvæmd í gegnum lítinn brjóstholsskurð, þó
bringubeinsskurður (sternotomy) komi einnig til
greina. Vinstri innri brjóstslagæð (LIMA) er notuð
til tengingar á LAD handan æðaþrengslanna. Teng-
ingin er saumuð á sláandi hjarta. Komist er hjá því
að lama hjartað og nota hjartalungnavél.
Þessi nýjung hentar best sjúkiingum með sjúk-
dóm, einangraðan við nærlægt (proximal) LAD.
Kostir umfram hefðbundna aðgerð eru minni al-
menn bólguviðbrögð þar sem komist er hjá notkun
hjartalungnavélar. Þetta þýðir minni verki og styttri
legutíma, auk þess sem sjúklingar komast fyrr til
vinnu.Um er að ræða kærkominn valkost sem aðal-
lega mun nýtast sjúklingum sem nú eiga aðeins völ
á kransæðablásningu (PTCA) eða lyfjameðferð.
Einnig kemur þessi nýja meðferð til greina sam-
tvinnuð við PTCA hjá mjög mikið veikum sjúk-
lingum. Til að lýsa þessu nánar verður sjúkratilfelli
kynnt.