Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 303 telpum og tveimur drengjum) vegna hryggskekkju á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tveir sjúklinganna féllu úr úrtakinu vegna tæknilegra örðugleika við notkun blóðskilju. Aðgerð var framkvæmd í tveimur þrep- um hjá einum sjúklingi, fyrst fremra hryggjarlið- þófabrottnám og síðar aftari aðgerð og reiknast það sem tvær aðgerðir í þessu úrtaki. Blóðskilja var notuð við báðar aðgerðirnar. Leitast hefur verið við að nota blóðskilju við þessar aðgerðir. Annar sjúk- lingur fór í hryggjarliðþófabrottnám og aftari að- gerð strax á eftir. Þessi sjúklingur hafði einnig safn- að þremur einingum af eigin blóði fyrir aðgerðina. Aldursdreifing sjúklinganna var 12-52 ár, meðal- aldur 18 ár (miðgildi 15 ár). Af sjúklingunum sem rannsóknin nær til voru 25 á aldrinum 12-21 árs, einn var 27 ára, einn 42 ára og einn 52 ára. Niðurstöður: Meðalblæðing í aðgerð var 2486 ml (800-6000 ml) og eftir aðgerð 1160 ml (240- 3235 ml). Heildarblæðing var því 3646 ml. Hér er ekki skráð blæðing í einn brjóstholskera og skrán- ing frá einum bakkera eftir aðgerð er ekki til. Gefnar voru í aðgerð að meðaltali 1,9 (0-6) ein- ingar rauðkornaþykknis frá blóðgjöfum. í aðgerð voru gefnar að meðaltali 1,5 einingar endurunnins blóðs. Eftir aðgerð voru gefnar að meðaltali 1,7 (0- 4) einingar rauðkornaþykknis frá blóðgjöfum. Alyktanir: Nálægt helmingi meira blæðir í að- gerð en eftir hana. Allt að helmingur blóðgjafar í aðgerð er eigið endurunnið blóð. Einn sjúklingur þurfti enga blóðgjöf, 12 sjúklingar fengu eina til tvær einingar blóðgjafablóðs. Tveir sjúklingar fengu þrjár einingar og þrír sjúklingar fjórar ein- ingar. Hægt er að safna allt að fjórum einingum eig- in blóðs fyrir aðgerð og miðað við niðurstöður ættu allt að 67% sjúklinganna ekki að þurfa blóðgjafa- blóð. E-19. Mænuvökvadeyfing með 26G Sprotte nál og utanbaststækni við 100 keisaraskurði á kvennadeild Landspítal- ans. Mat á árangri deyfinga og tíðni höf- uðverkja eftir deyfingarnar Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson, Astríður Jóhann- esdóttir Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Verulegur munur er á höfuðverkja- tíðni eftir mænuvökvadeyfingar. Mismunandi tíðnitölur eru einkum taldar háðar aldri og kyni sjúklings, nálarstærð og nálaroddagerð auk stungu- tækni. Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna tíðni höfuðverkja eftir aðgerðir og meta hve oft höfuðverkur telst spínalhöfuðverkur. Jafnframt var gerð úttekt á höfuðverkjatíðni almennt og borin saman við höfuðverk eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað konur á aldrinum 19-42 ára sem gengust undir keisaraskurð voru með í rannsókninni. Utanbastsrými var fundið á hefðbundinn hátt og 26G nál stungið um utan- bastsnálina inn í mænuvökva og staðdeyfilyfi sprautað. Utanbastsleggur var lagður hjá 42 þessara kvenna. Tækni við stunguna var metin auðveld, fremur auðveld, erfið eða mistókst. Almenn höfuðverkjatíðni var skráð sem: vikulega, mánaðarlega, árlega eða sjaldnar. Höfuðverkur eft- ir aðgerð var skráður sem dæmigerður, ólíklegur eða ekki spínalhöfuðverkur. Niðurstöður: Þrjátíu og tvær konur fengu höfuðverk eftir aðgerð. Af þeim höfðu tvær dæmi- gerðan spínalhöfuðverk. í báðum tilfellum var um að ræða auðvelda tækni og þær höfðu mánaðarlega vanabundinn höfuðverk. Aldur þessara kvenna var 21 og 34 ára. Þrjátíu konur fengu höfuðverk sem ekki var talinn spínal. í öllum þeim tilfellum var tæknin metin auðveld eða fremur auðveld. Vana- bundinn höfuðverkur kom fyrir oft hjá 22 (73%) þeirra en sjaldan hjá átta (26%). Konur án höfuðverkjar eftir aðgerð voru 68 og af þeim höfðu 44 (65%) vanabundinn höfuðverk sjaldan og 24 (35%) oft. Tækni við deyfingu þeirra var auðveld í 62 tilfellum og erfið eða ómöguleg í sex tilfellum. I 13 tilfellum var lagður utanbastsleggur hjá konum sem fengu höfuðverk og 29 sem ekki fengu höfuðverk. í sex tilfellum reyndist deyfing ófull- nægjandi og var þá utanbastsleggurinn notaður (2), stungið aftur (2) eða svæft (2). Alyktanir: Notkun grannra spínalnála hefur lækkað tíðni spínalhöfuðverkjar eftir aðgerðir. Töl- ur úr sambærilegum rannsóknum sýna að tíðni spínalhöfuðverkjar er 0-2,5% og tíðni ófullkominn- ar deyfingar um 4% við keisaraskurði. 1 ofan- greindri rannsókn var fylgni milli höfuðverkjar eft- ir aðgerð og vanabundins höfuðverkjar. Hins vegar var ekki fylgni milli tæknilegra vandkvæða'eða gjöf deyfingar í utanbastslegg og höfuðverkjar eft- ir aðgerð. Notkun utanbaststækni og grannrar mænuvökvanálar sameinar kosti beggja aðferða. Stytta má biðtíma deyfingar, öruggari deyfing fæst, minni hætta verður á alvarlegum höfuðverk svo og má verkjastilla sjúkling með notkun utanbasts- leggjar eftir aðgerð. E-20. Mænuvökvadeyfing með utan- baststækni. Skal nota loft eða saltvatn til að leita að utanbastsrými? Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson, Astríður Jóhann- esdóttir Frá svœfmgadeild Landspítalans Inngangur: Mænuvökvadeyfing með notkun grannrar nálar sem stungið er gegnum Tuohy nál hefur vissa kosti umfram hefðbundna mænuvökva- ástungu. Við leit að utanbastsrými með viðnáms- hvarfi hafa svæfingalæknar ýmist notað loft eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.