Læknablaðið - 15.04.1998, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
307
E-26. Samanburður á notkun sevóflúr-
ans, mídazólams og própófóls við inn-
leiðslu og svæfingu vegna 82 dagdeild-
araðgerða
Gísli Vigfússon
Frá Domus Medica
Inngangur: Dagdeildarsvæfingar (outpatient
anaesthesia) við aðgerðir eiga vaxandi vinsældunt
að fagna. Kostir þeina eru minni kostnaður fyrir
heilbrigðiskerfið, styttri legutími og minni sýking-
arhætta. Á síðustu árum hafa komið á markaðinn
bæði innöndunarlyf og innleiðslulyf sem sameina
þá kosti að vera skjótvirk, stuttvirk og valda færri
aukaverkunum en eldri lyf. Borin voru saman inn-
leiðsla svæfingar, viðhald svæfingar, vöknun, dvöl
á gæsluskála, aukaverkanir og útskriftartími við
notkun mídazólams, sevóflúrans og própófóls.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingum var skipt í
þrjá hópa. Allir hóparnir voru meðhöndlaðir fyrir
svæfingu með verkja- og ógleðistílum, einnig
fengu þeir mídazólam 5 mg og fentanýl í æð. I hópi
I (29) var svæfing innleidd með própófóli 2 mg/kg
og svæfingu viðhaldið með súrefni/glaðlofti og
sevóflúrani 1,5-3%. í hópi II (26) var innleitt með
sevóflúrani 8% og svæfingu síðan viðhaldið á sama
hátt og hópi I. í hópi III (27) var svæfing innleidd
með própófóli og síðan viðhaldið með súr-
efni/glaðlofti og própófóli eftir þörfum. I öllum
hópum var notaður kokmaski (larynxmask) og
hringrásarkerfi með C02-eyði. í hópi II var tími þar
til augnlokaviðbrögð hurfu og kokmaski var rétt
staðsettur skráður. I öllum hópum var tími frá
síðustu gjöf lyfs þar til sjúklingur var vaknaður
skráður. Einnig tími frá aðgerð til útskriftar og
fylgikvillar svæfingar. Borinn var saman kostnaður
milli hópa.
Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var um 30 ár
og meðalaðgerðartími um 60 mín. Meðaltími í hópi
II þar til augnlokaviðbrögð hurfu og kokmaski var
staðsettur var ein og tvær mínútur. Fjórir sjúkling-
ar í hópi II hóstuðu og hjá tveimur þeirra kom til
blóðþrýstingsfalls við innleiðslu. 1 hópi I og III var
innleiðsla vandræðalaus. Meðaltími þar til
gjöf lyfs var hætt og þar til sjúklingur
svaraði kalli var sjö mínútur í hóp II, 7,5
mínútur í hópi I og 14 mínútur í hópi III. I
hópi I höfðu 28% ógleði, 33% í hópi III og
42% í hópi II. Meðaltími fram að útskrift
var svipaður í öllum hópunum eða um 100
mínútur. Kostnaður á tímaeiningu reyndist
25% lægri í hópi II en í hinum hópunum.
Ályktanir: Allar aðferðir reyndust vel
við dagdeildarsvæfingar. Aukaverkanir
bæði við innleiðslu svæfingar og eftir svæfingu
reyndust mun meiri í hópi II borið saman við hópa
I og III.
E-27. Mat á horfuni sjúklinga sem leggj-
ast inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur með APACHE II stigun
Einar Örn Einarsson, Kristinn Sigvaldason, Niels
Chr. Nielsen
Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur
Inngangur: Á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur leggjast inn um 600 sjúklingar árlega.
Ástand þessara sjúklinga við innlögn er misjafnt og
þörf fyrir meðferð mismikil. Vitneskja um ástand
og horfur sjúklinga sem leggjast inn á gjörgæslu-
deildir hérlendis er af skornum skammti og al-
mennt er lítið vitað um árangur meðferðar.
APACHE er kerfi sem þróað hefur verið til að meta
ástand sjúklinga við innlögn. Það byggir á stigagjöf
fyrir meðvitund (GCS), aldur, langvinna sjúkdóma
og ástand sjúklings samkvæmt rannsóknarniður-
stöðum og lífsmörkum fyrsta sólarhring á gjör-
gæslu. Út frá APACHE stigun er hægt að reikna út
horfur sjúklinga. Þetta kerfi hefur náð mikilli út-
breiðslu og er víða notað til að bera saman gjör-
gæsludeildir með tilliti tii álags og hvort árangur
meðferðar sé sambærilegur milli stofnana. Athugun
á horfum sjúklinga með tilliti til APACHE II stig-
unar hefur ekki áður verið framkvæmd á íslandi og
því ekki vitað hvort kerfið hæfi íslenskum
aðstæðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
horfur sjúklinga sem innritast á gjörgæsludeild með
tilliti til APACHE II stigunar. Einnig var kannað
hvort horfur sjúklinga hafi breyst á tímabilinu eða
hvort framfarir í meðferð hafi skilað sér í bættum
horfum.
Efniviður og aðferðir: Flestir sjúklingar eldri en
16 ára sem lögðust inn á gjörgæsludeild SHR árin
1994-1997 hafa fengið APACHE II stigun. Könnuð
voru afdrif þessara sjúklinga. Reiknuð var fylgni
APACHE II stigunar og dánarhlutfalls. Fundið var
út meðaltal APACHE stigunar hvers árs og athugað
hvort breytingar hafi orðið á. Skráður var legutími
sjúklinga og tími í öndunarvél.
Á árunum 1994-1997 lögðust 2.262 sjúklingar
Niðurstöður:
Ár Fjöld innlagna Meðal- legutími Fjöldi í öndunarvél Meðal- tími í vél Dánar- hlutfall APACHE- II stis
1994 545 4 208 4,1 8,8 11.9
1995 563 3,6 197 4 9,2 11,7
1996 597 3,4 225 4,1 8,2 10,3
1997 557 3,7 215 5,6 7,5 ii
inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Flestir 1996 eða 597 sjúklingar og fæstir 1994 eða
545 sjúklingar. APACHE stig var skráð fyrir 1.892