Læknablaðið - 15.04.1998, Page 44
310
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
arskurðdeildar 1990 á einmenningstölvur í DOS
umhverfi. Arið 1992 var breytt yfir í Windows um-
hverfi og notað FileMaker Pro fyrir biðlista og
gagnageymsla flutt á miðlæga tölvu. Frá þeim tíma
upphófst skipulögð tölvuþróun sjúkraskrárinnar
með notkun uppskrifta (templates) fyrir öll blöð/
hluta sjúkraskrárinnar svo og öll vottorð Trygg-
ingastofnunar ríksisins. Arið 1996 kom fram þörf á
samtengingu mismunandi hluta sjúkraskrárinnar,
tengingu við þjóðskrá, auk þess að undirbúa þurfti
nýja sjúkdóms- og aðgerðarkóða. Þar sem sjúkra-
skrárkerfi Gagnalindar fyrir heilsugæslu, SAGA,
gat mögulega uppfyllt þær þarfir sem leitað var eft-
ir, var kerfi bæklunarskurðdeildar steypt í SÖGU
kerfið og virkni þess könnuð með sérstöku rann-
sóknarverkefni í sjúkrahúsumhverfi.
Efniviður og aðferðir: Þann 1. janúar 1997
hófst umbreyting allra blaða bæklunarskurðdeildar
yfir í SÖGU kerfið. Þann 1. júní var nýja kerfið
tekið til notkunar og reynt til 31. desember. Upphaf
skráningar byrjar með innlagningarbeiðni og stofn-
un biðlista og lýkur með læknabréfi og skráningu í
legudeildarkerfi spítalans. Innlagningarbeiðni er
tengd þjóðskrá, ICD-10, NOMESCO kóðum og
Sérlyfjaskránni. Þegar innlagnardagur er settur
stofnast vikuáætlun og þegar aðgerðardagur er val-
inn stofnast aðgerðaráætlun og sjúklingur fer út af
biðlista.Við stofnun sjúkraskrár flytjast nöfn og
kóðar á sjálfvirkan hátt frá innlagningarbeiðni.
Sjúkrasaga, heilsufarssaga, félagssaga, skoðun og
samantekt er óbreytt. Við stofnun aðgerðarlýsingar
þarf að setja texta í mat fyrir aðgerð og sérstakar at-
hugasemdir; flettitakkar auðvelda fimm staðlaðar
aðgerðarlýsingar. Að meðferð lokinni er stofnuð út-
skriftarnóta, þar sem fram kemur gangur eftir
aðgerð og fyrirhuguð meðferð eftir útskrift. Við
stofnun læknabréfs er tilbúin sjúkdómsgreining,
aðgerðarheiti, mat fyrir aðgerð, sérstakar athuga-
semdir og útskriftarnóta. Ef ekki finnst aðgerðar-
heiti er tekin sjúkrasaga í stað mats fyrir aðgerð.
Niðurstöður: Markmið tilraunakeyrslunnar
tókst en það var að samtengja alla þætti sjúkra-
skrárinnar í eina möppu með rétta kennitölu, sjúk-
dóms- og aðgerðarkóða. Auk þess náðist að upp-
fylla eitt af þjónustumarkmiðum Landspítalans sem
er að sjúkraskrá, læknabréfi og skráningu sjúklings
skuli ljúka innan tveggja vikna frá því að meðferð
lýkur. Þessi liður styttist að meðaltali um þrjá til
sex mánuði miðað við áður. Með tilliti til þess að
göngudeildarhlutinn hefur reynst vel á geðdeildinni
og aðrir hlutar, þar á meðal lyfja- og ungbarnaeftir-
lit ásamt skráningu á rannsóknarsvörum, hafa
reynst vel í heilsugæsluumhverfi, má yfirfæra kerf-
ið á allar deildir spítalans með minniháttar breyt-
ingu. Framtíðarsamskipti við heilsugæslu ættu því
að vera vandalítil.
E-34. Bylting í tölvuvæddri slysaskrán-
ingu
Brynjólfur Mogensen', Baldur Johnsen2, Einar
Hjaltason', Erna Einarsdóttir', Hildur Helgadótt-
ir', Jón Baldursson'
Frá slysa- og bráðasviði og 'upplýsingasviði
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Slys eru mjög algeng á íslandi og
má búast við því að um 60 þúsund manns slasist á
hverju ári. Mikil persónuleg og félagsleg vandamál
eru algeng í kjölfar slysa. Árlegur slysakostnaður
þjóðarinnar mælist vart undir 20 milljörðum króna.
Forsendan fyrir skynsamlegu forvarnarstarfi er
þekking, sem fæst með nákvæmri slysaskráningu.
Þannig er hægt að beita markvissum forvarnarað-
gerðum, sem miða að því að fækka og fyrirbyggja
framtíðarslys.
Efniviður og aðferðir: Á slysa- og bráðamót-
töku Sjúkrahúss Reykjavíkur var tekið í notkun 1.
janúar 1997 fullkomnasta tölvuvædda slysaskrán-
ingarkerfið sem völ er á. Um er að ræða norrænu
slysa-, óhappa- og ofbeldisskráninguna. Þar er
meðal annars leitast við að svara grundvallarspurn-
ingum sem eru: „Hvað var viðkomandi að gera
þegar slysið átti sér stað?“, „Hvar átti slysið sér
stað?“, „Við hvaða aðstæður átti slysið sér stað?“
og „Hvers vegna átti slysið sér stað?“ eða „Hver
var orsök slyssins?". Allar upplýsingar eru skráðar
í tölvu við komu hins slasaða. Á auðveldan hátt er
hægt að fá tölulegar og myndrænar upplýsingar um
nánast allt sem hefur verið skráð. Verður greint
nánar frá ofbeldi, umferðar-, barna- og frítímaslys-
um. Á sama tíma hefur verið þróuð tölvuvædd
bráðasjúkraskrá, sem mun auðvelda mikið störf
lækna, hjúkrunarfræðinga og ritara. Vinnuferlið og
þróunarvinnan hefur lagt miklar auka byrðar á
starfsfólk slysa- og bráðamóttökunnar, sem von-
andi fer að sjá fyrir endann á.
Ályktanir: Við vonumst til að með bestu mögu-
legri tölvuvæddri slysaskráningu og bráðasjúkra-
skrá getum við tekið púlsinn á því sem er að gerast.
Rannsóknarmöguleikarnir eru nánast ómældir. Við
eigum að geta veitt strax upplýsingar til forvarn-
araðila í því skyni að grípa í taumana, fækka og fyr-
irbyggja framtíðarslys. Við vonumst til að þjóðin
eigi eftir að njóta góðs af.
E-35. Magakrabbamein á íslandi. Hvar
stöndum við nú? Eitt hundrað níutíu og
þrjár aðgerðir á Landspítalanum og
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á ár-
unum 1980-1995
Skúli Gunnlaugsson', Auður Smith', Shree Datye2,
Margrét Oddsdóttir', Jónas Hallgrímsson', Jónas
Magnússon'
Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, 'handlœkn-