Læknablaðið - 15.04.1998, Page 46
312
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
E-38. Vefjahitameðferð með leysigeisla í
heilbrigðri lifur svína. Ahrif blóðflæðis
á stærð vefjaskemmdar og útlit í óm-
skoðun
Páll Helgi Möller', Pétur Hannesson2, Unne Sten-
ram’, Kjell Ivarsson’, Johan Olserud’, Karl-Cöran
Tranberg’
Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, ’röntgen-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ’handlcekninga- og
meinafrœðideild Háskólasjúkrahússins í Lundi,
Svíþjóö
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna hvaða áhrif blóðflæði hefur á stærð vefja-
skemmdar og útlit ómskoðunar eftir vefjahitameð-
ferð með leysigeisla.
Efniviður og aðferðir: Svín voru meðhöndluð
með vefjahitameðferð með leysigeisla (markhita-
stig 43°C) með eða án blóðflæðis til lifrar (afköst
leysigeisla 3W) eða með blóðflæði til lifrar (afköst
leysigeisla 5W). Vefjahitameðferð með leysigeisla
var framkvæmd með Nd:YAG leysi og hitastigs-
stýrðri endurgjöf. Omskoðun var framkvæmd að
meðferð lokinni. Stærð vefjaskemmdar var metin
með smásjárskoðun og ónæmisvefjafræðilegri
aðferð með brómódeoxýúrídíni til að meta lífvæn-
leika frumnanna.
Niðurstöður: Omríkar breytingar sáust þegar
lokað var fyrir blóðflæðið eða þegar kolun átti sér
stað. Ef kolun átti sér ekki stað eða þegar ekki var
lokað fyrir blóðflæðið sáust ómsnauðar breytingar.
Mesta breidd vefjaskemmdar án blóðflæðis var
21,4±0,9 (means±SEM) mm sem var tvisvar sinn-
um stærra en við óskert blóðflæði (p<0,01). Með
því að auka afköst leysigeislans úr 3 í 5 W við
óskert blóðflæði, átti sér stað mikil kolun og lítils-
háttar stækkun vefjaskemmdar. Þegar skoðað var
meðaltal vefjaskemmdar, spáði ómskoðun við lok-
að blóðflæði réttilega fyrir um stærð hennar en
áætlaði hana stærri við óskert blóðflæði. Om-
skoðun gat ekki spáð fyrir um stærð vefjaskemmd-
ar í einstökum rannsóknum.
Alyktanir: Blóðflæði hefur veruleg áhrif á stærð
vefjaskemmdar í lifur við vefjahitameðferð með
leysigeisla og hefur áhrif á útlit vefjaskemmdar við
ómskoðun. Ómskoðun eftir vefjahitameðferð með
leysigeisla er ekki fullnægjanleg aðferð til að segja
lil um stærð vefjaskemmdar.
E-39. „Mini-laparoscopy“
Anna Gunnarsdóttir, Margrét Oddsdóttir, Jónas
Magnússon
Frá handlœkningadeild Landspítalans
Kviðsjáraðgerðir eru í sífelldri þróun. Bæði eru
æ fleiri aðgerðir framkvæmanlegar um kviðsjá og
einnig eru tækin og tæknin í örri þróun. „Mini-la-
paroscopy" eru kviðsjáraðgerðir með mun minni
áhöldum en hefðbundið er. Helsti kostur þessara
áhalda eru minni skurðir en helsti ókosturinn er að
enn eru áhöldin nokkuð frumstæð.
Nú í vetur voru gerðar á handlækningadeild
Landspítalans tvær gallkaganir þar sem reynd voru
2,5 mm áhöld í stað 5-10 mm áhalda sem venjulega
eru notuð. Aðgerðirnar gengu vel.
Sýndar verða myndir úr aðgerðunum. Þá verða
notkunarmöguleikar ásamt kostum og göllum
ræddir.
Fínlegri áhöld eru án efa það sem koma skal í
kviðsjáraðgerðum þar sem þróunin er í þá átt að
gera fleiri og stærri aðgerðir með minni inngripum.
E-40. Gallsteinn í kviðslitssekk. Fylgi-
kvilli eftir gallkögun
Guðrún Aspelund', Páll Helgi Möller', Margrét
Oddsdóttir', Helgi J. Isaksson2, Jónas Magnússon'
Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, ’Rann-
sóknastofu Háskólans í meinafrœði
Sextíu og sjö ára karlmaður fór í gallkögun 1997.
Hafði haft einkenni um endurtekin gallsteinaköst
og ómskoðun sýndi I cm stóran stein og þykk-
veggja gallblöðru. I aðgerðinni kom gat á gall-
blöðruna og hún tæmdist af galli. Sjúklingur út-
skrifaðist á þriðja degi eftir aðgerð.
Við eftirlit 10 dögum eftir aðgerð kvartaði sjúk-
lingur yfir óþægindum um neðanverðan kvið,
vinstri nára og pung. Við skoðun sást mar í nára og
pung vinstra megin og kviðslit í vinstri nára. Óm-
skoðun og sneiðmynd sýndi vökva, líklega gamalt
blóð, umhverfis kólf (funiculus spermaticus) sem
teygði sig niður í pung og endaði í vel afmörkuðum
sekk sem innihélt um 1 cm stóran stein að útliti eins
og gallsteinn.
Mánuði eftir gallkögunina kom sjúklingur til
viðgerðar á kviðslitinu. 1 aðgerð kom í ljós
þykknaður kviðslitssekkur, sem innihélt fitu en
einnig brúnleitan vökva og tvo steina, um 0,5-1 cm
í þvermál. Vefjagreining sýndi kviðslitsvef með
ósérhæfðri bráðri og langvinnri bólgu. Innihald
sekksins reyndist vera kalkað fitudrep og gall-
steinn.
Við gallkögun er algengt að gat komi á gall-
blöðru þannig að gall og steinar fari út í kviðarhol.
Mælt er með að skolað sé vel og sogað ef gat kem-
ur á gallblöðru í aðgerð og reynt að ná út öllum
steinum. Einnig að gallblöðru sé fylgt eftir kviðsjá
þegar hún er tekin út í gegnum kviðvegg, nota poka
og stækka skurð eða soga innihald úr gallblöðru ef
hún er þanin eða með stóra steina.