Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 48
314
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
greinum og sjúkdómum. Ljóst er að sjúklingar eru
samvinnufúsir við eftirlit af þessu tagi og jafnframt
virðist tíðni sýkinga vera vel innan eðlilegra marka
á deildinni.
E-44. TRAM flipa-aðgerð hjá konum
með lægra miðlínuör á kviðvegg. Kynn-
ing tveggja sjúkratilfella
Jóhanii R. Guðmundsson', Sigurður E. Þorvalds-
sonRafn A. Ragnarsson'
Frá 'lýtalœkningadeild Landspítalans, 'skurðlœkn-
ingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Endursköpun brjósts með eigin vef í kjölfar
brottnáms gefur jafnan eðlilegra brjóst en endur-
sköpun með sílíkon gervibrjóst eða vefþenslupoka.
Á Islandi hefur aðallega verið notast við TRAM
flipa (transverse rectus abdominis myocutaneous
flap) sem getur annað hvort verið fluttur sem frýr
llipi, tengdur við æðar í holhönd eða sem stilkaður
flipi á magálsvöðva. I báðum tilvikum er óhindrað
blóðflæði yfir miðlínu nauðsynlegt til að tryggja
blóðflæði til alls flipans. Miðlínuör hefur því verið
frábending fyrir þessa aðgerð.
Með áveituaðgerð, það er smáæðatengingu á
milli flipahelminganna, hefur fundist lausn á þessu
vandamáli sem skýrt verður með tveimur nýlegum
sjúkratilfellum.
E-45. Reðurgroppuinnspýtingar við
getuleysi. Framskyggn rannsókn á 97
sjúklingum
Guðmundur Vikar Einarsson
Frá þvagfœraskurðdeild Landspítalans
Inngangur: Getuleysi karla eykst stöðugt eftir
50 ára aldur. Með nýjurn meðferðum hefur vanda-
málið komið meira upp á yfirborðið. I 12 ár hafa
verið notaðar lyfjainnspýtingar, fyrst með papaver-
íni en síðustu árin prostaglandin E|. Erfitt er að
meta árangur en helst er að nota þann mælikvarða
hvort sjúklingar séu ánægðir.
Efniviður og aðferðir: Fylgst var með 97 karl-
mönnum sem lærðu að sprauta sig sjálfir í reður-
groppu (corpus cavernosum) með prostaglandin El
(Caverject®). Rannsóknin tók rúm þrjú ár. Skráður
var aldur sjúklings og reynt að gera sér grein fyrir
orsök getuleysisins og hvort sjúklingur hefði notað
papaveríni áður. Þegar sjúklingnum var kennt að
sprauta sig var um leið skoðað hvort reðurinn tútn-
aði. Skráð var hversu mikið magn sjúklingurinn
þurfti að nota og hvort ánægja væri með risið. Leit-
ast var eftir því að ftnna hvort einhver merki sí-
stöðu (priapismus) hefðu átt sér stað. Aukaverkan-
ir voru skráðar.
Niðurstöður: Aldur sjúklinganna dreifðist frá 35
til 85 ára aldurs og þar af voru 68 á aldrinum 51-70
ára. Algengustu orsakirnar virtust vera slagæða-
þrengingar en aðrar orsakir voru færri og af ýmsum
toga, svo sem sálrænar (10), taugasjúkdómar (5),
sykursýki (4), Mb. Peyronies (3) og fleiri. Flestir
notuðu fyrst 5 pg í byrjun en stærsti hlutinn jók það
síðan í 10 pg en sumir þurftu 20 pg. Af 70 sjúk-
lingum voru 57 ánægðir með árangurinn, fimm
sæmilega, þrír ef til vill ánægðir og fimm voru
óánægðir. Þeir sem voru óánægðir kvörtuðu um
skort á sáðláti (1), of langa reðurstöðu (1), dýrt lyf
(2), yfirlið vegna hræðslu við nálar (1), verk (1) og
boginn reður (1). Einn fékk fimm til sex klukku-
tíma reðurstöðu sem var lokið þegar hann kom á
sjúkrahúsið til skoðunar. Tuttugu og sjö sjúklingar
komu ekki í eftirlit og er ekki vitað um árangur
þess hóps.
Ályktun: Erfitt er að gefa hlutlægt mat við
meðferðir vegna getuleysis. Þó virðist samkvæmt
ofangreindum niðurstöðum að prostaglandin E1 sé
áhrifaríkt lyf þegar sjúklingurinn fær góða kennslu
í upphafi. Til þess að forðast aukaverkanir virðist
mikilvægt að byrja með litla skammta, sérstaklega
hjá þeim sem hafa gott slagæðakerfi. Með tilliti til
þess hversu margir voru ánægðir með árangurinn
þá er fyllsta ástæða til að halda áfram notkun
reðurgroppuinnspýtinga.
E-46. Frainskyggn rannsókn á reður-
prótesu með dælu
Guðmundur Vikar Einarsson, Gitðjón Haraldsson
Frá þvagfœraskurðdeild Landspítalans
Inngangur: Getuleysi karla er algengt eftir 50
ára aldur. 1 mörg ár hafa reðurprótesur verið notað-
ar en reðurgroppuinnspýtingar (cavernous) hafa
dregið nokkuð úr notkun þeirra. Undanfarin ár hef-
ur notkun reðurprótesu með dælu aukist. Á Land-
spítalanum höfum við í nokkur ár sett inn slíkar
prótesur. Við ákváðum í upphafi að skrá og fylgjast
með árangri þessara meðferða.
Efniviður og aðferðir: í rannsókinni voru 15
sjúklingar sem höfðu reynt aðrar aðferðir til hjálp-
ar getuleysinu. svo sem testósterón, reðurgroppu-
innspýtingar, annaðhvort með prostaglandin E1 eða
papaveríni, og reðurrisdælur (vacuum constrictions
devices) með teygju. Skráður var aldur sjúklings,
fyrri meðferðir, tegund og lengd prótesu, lengd
reðurs, aukaverkanir í aðgerð, sýklalyf fyrir, í og
eftir aðgerð, undirbúningur fyrir aðgerð, lengd
sjúkrahúsdvalar, aukaverkanir eftir aðgerð og
fylgst með hvort hann væri ánægður með prótesuna
Niðurstöður: Fiestir sjúklinganna voru á aldrin-
um 61-70 ára (9) en enginn var eldri en 71 árs.
Flestir þeirra höfðu slagæðaþrengingar (ather-
osclerosis), en tveir höfðu fengið geislameðferð við
blöðruhálskirtilskrabbameini, einn var með helftar-
lömun eftir mænuskaða og annar sykursýki. Flestir
höfðu reynt að nota bæði reðurinnspýtingar og