Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 50
316
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Helsta vandamál við meðhöndlun sjúklinga með
staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli er að spá
fyrir hvaða sjúklingur sé líklegur til þess að fá
skæðan sjúkdóm og þarfnast því meðhöndlunar á
frumstigi. Flestar rannsóknir hafa sýnt fram á að
stökkbreytingar í krabbameinsbæligeninu p53 eru
frekar sjaldgæfar í blöðruhálskirtilskrabbameini og
mikilvægi þeirra í æxlismynduninni er ekki þekkt.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og
mikilvægi stökkbreytinga í p53 í blöðruhálskirtils-
krabbameinum.
Efniviður og aðferðir: Alls greindust 152 ein-
staklingar með krabbamein í blöðruhálskirtli á
tveggja ára tímabili (1983-1984). DNA úr æxlum
til stökkbreytigreiningar voru til úr 111 einstakling-
um. Tengsl stökkbreytinga við Gleason gráðun og
stig við greiningu ásamt lifun sjúklinganna var at-
huguð. Fjölþátta Cox greining var notuð við mat á
mikilvægi p53 stökkbreytinga með tilliti til lifunar.
Niðurstöður: Af 111 einstaklingum sem greind-
ust með krabbamein í blöðruhálskirtli yfir tveggja
ára tímabil voru 13 (11,7%) með stökkbreytingu í
p53. Þeir höfðu styttri lifun samanborið við þá sem
ekki höfðu genabreytinguna. I ljós kom að þennan
mun má skýra með því að æxlin með p53 stökk-
breytingu voru í öllum tilfellum langt gengin (há
stig og gráða) og í fjölþátta Cox greiningunni
tapaði p53 sjálfstæðu spágildi
Alyktanir: Stökkbreytingar í p53 geninu eru
fremur sjaldgæfar og verða seint í myndunarferli
krabbameina í blöðruhálskirtli og koma því ekki að
notum við greiningu æxlisins á frumstigi.
E-50. Nýblöðrur á þvagrás. Nýjung á ís-
landi
Eiríkur Jónsson, Guðmundur Geirsson, Geir
Olafsson
Frá þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Hefðbundin þvagveita (urinary
diversion) eftir brottnám þvagblöðru er ileal con-
duit (bricker blaðra). Þá er þvagi veitt um görn á
kviðvegg og sett stómía. Krafa sjúklinga um bætta
líkamsímynd og lífsgæði hefur leitt til annarra
úrræða þar sem ný þvagblaðra er búin til úr görn og
saumuð á þvagrás og þvagloka nýtt áfram við þvag-
stjórnun. Sjúklingar sem hafa nýrnabilun (kreatínín
>250 pmól/l), krabbamein við blöðruhálsinn, alvar-
legan garnasjúkdóm eða eru ófærir um að fram-
kvæma hreina sjálftæmingu (ef þörf krefur) ættu
ekki að fá nýblöðru. Langtíma aukakvillar við ný-
blöðrur umfram hefðbundna þvagveitu eru helstir:
næturþvagleki (um 20%), nýblöðru-þvagrásar-
þrengsli (10%) og nýblaðra getur sprungið við yfir-
þenslu (1-2%).
Efniviður og aðferðir: Alls hafa fjórir karlmenn
fengið nýblöðru á síðustu 12 mánuðum á þvagfæra-
skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þrír höfðu
staðbundið krabbamein í þvagblöðru og einn svæs-
inn interstitial cystitis.
Niðurstöður: 1 öllum tilvikum voru 40 cm af
dausgörn (ileum) notaðir við gerð nýblaðranna og
sjö þvagleiðarar saumaðir þannig að bakflæði yrði
ekki. Einn sjúklinganna hafði efri þvagleiðara-
þrengsli öðrum megin sem lagfærð voru við
aðgerðina. Hjá öðrum opnaðist skurður á fimmta
degi en að öðru leyti var lega áfallalaus. Blóðgjafir
0-4 einingar, aðgerðartími 5-8 klukkustundir og
legutími 14-21dagur. Þeir tveir sem hafa eftirlits-
tíma lengur en þrjá mánuði hafa góðan dag-kont-
ínens 0-1 bindi og eru þurrir á nætur með því að
vakna einu til tvisvar. Þeir tæma blöðruna án þess
að þurfa að nota þvagleggi.
Alyktanir: Öllum sjúklingum, án ofannefndra
frávísana sem standa frammi fyrir brottnámi þvag-
blöðru. ætti að bjóða upp á gerð nýblöðru.
E-51. Breytingar á nýgengi framhand-
leggsbrota í Malmö, Svíþjóð
Brynjólfur Jónsson', Urban Bengnér, Inga Red-
lund-Johnell2, Olof JohnelF
Frá 'Sjúkrahúsi Akraness, 2bœklunardeild liáskóla-
sjúkrahússins í Mahnö, Svíþjóð
Inngangur: Við samanburð á tíðni framhand-
leggsbrota í Malmö milli sjötta og níunda áratugs
þessarar aldar kom í ljós aukning á nýgengi fram-
handleggsbrota. Markmið þessarar athugunar var
að fylgja sama þýði eftir með tilliti til breytinga á
nýgenginu.
Efniviður og aðferðir: Safnað var gögnum um
öll brot á framhandlegg árið 1991 á röntgendeild-
inni í Malmö. Allar myndir voru skoðaðar en brot
vegna krabbameins og gömul brot útilokuð. Ný-
gengið var reiknað og borið saman við nýgengið
eins og það hefur verið birt áður fyrir árin 1953-
1957 og 1980-1981.
Niðurstöður: Hjá karlmönnum var 40-70%
aukning á nýgengi brota í aldurshópunum 10-19
ára og 50-69 ára, miðað við tölur frá níunda ára-
tugnum. Miðað við tölur frá sjötta áratugnum jókst
nýgengið 1,8-6 sinnum í öllum aldurshópum nema
hjá körlum sem voru 70 ára og eldri.
Hjá konum fannst 40-55% minnkun á nýgenginu
í aldurshópum 30-69 ára við samanburð milli ár-
anna 1980-1981 og 1991-1992. Hins vegar sýndi
samanburður við árin 1953-1957 engar marktækar
breytingar á nýgengi nema 2,5-3,4 falda aukningu í
aldurshópum yfir 70 ára.
Meðaltal frostdaga á ári á tímabilinu var 82,6 á
árunum 1953-1957, 107 árin 1980-1981 og 46,5
árin 1991-1992.
Umræða: Hin sýnilega aukning á tíðni fram-
handleggsbrota í Malmö virðist hafa stöðvast ef
borin eru saman tímabilin 1991-1992 og 1980-