Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 56

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 56
322 Umræða og fréttir Formannsspjall LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Stjórnunarhlutverk lækna Á allra seinustu árum hefur orðið mikil breyting á starfsum- hverfi lækna, sérstaklega á sjúkrahúsum. Fagstéttir, sem áður tóku við þar sem læknirinn leið- beindi, hafa nú í sumum tilfellum meira sjálfstæði en áður. Ekki má gleyma hvernig þetta er til komið. Með aukinni tækni og umfangi hefur það orðið lækn- inum nauðsynlegt að láta afmörk- uð verkefni í hendur annarra, án þess að ábyrgðarsvið hans hafi þrengst. Læknar bera samkvæmt lögum ábyrgð á greiningu og meðferð þeirra sem til þeirra leita - á því liggur enginn vafi. Þeir bera þannig hina endanlegu ábyrgð á allri ákvarðanatöku í meðferðar- og umönnunarferli sjúklinga sinna. Læknanámið er í eðli sínu stjórnunarnám og læknisstarfið í eðli sínu stjómunarstarf þar sem læknirinn lærir að skipuleggja starf sitt og annarra meðal annars með virkri teymisvinnu. Eiginlegt stjórnunamám þar sem læknirinn lærir að leiða rekstur á starfsemi tengdri lækningum hefur vantað í nám lækna. Nefnd á vegum læknasamtakanna og Háskóla Is- lands, undir forystu Sigurðar Thorlacius núverandi trygginga- yfirlæknis, lagði til fyrir nokkrum árum að stjórnunarnám lækna yrði bætt og það yrði gert í sam- vinnu við Endurmenntunarstofn- un. Af þessu hefur ekki orðið nema að litlu leyti. Er þetta mjög miður og úr því verður að bæta. Læknar gera sér sjálfir fyllilega grein fyrir því að þeir verða að Frá ljósmyndastofu Landspítalans. axla þá ábyrgð að stjórna lækn- inga- og meðferðarstarfsemi, enda er henni best fyrir komið í þeirra höndum. Læknar sem sinna stjórnun njóta ekki sannmælis hjá kolleg- um sínum. Þeim er oft, beint eða óbeint, gert erfitt fyrir að rækja hlutverk sitt og eru minntir á íjar- lægð sína frá sjúklingum. Þetta verður ekki hvati fyrir þá lækna sem vilja og geta sinnt stjórnunar- stöðum. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að styðja við kollega okkar sem taka á sig þá ábyrgð að vera í forsvari í heil- brigðisþjónustu og í stjórnsýsl- unni. Þeirra hlutverk er mjög mikilvægt fyrir umfang og eðli- lega þróun lækninga. Fræðslustofnun lækna mun á næstu misserum athuga mögu- leika á auknu stjórnunarnámi lækna og er það vel. Þá er pen- ingagjöf prófessors Tómasar Helgasonar til læknasamtakanna til eflingar stjómunarnámi lækna ómetanleg í þessu tilliti. Stjórnunarhlutverk lækna er óumdeilt. Læknar þurfa að taka virkari þátt í stjómun heilbrigðis- stofnana. Tryggja verður að fag- leg sérþekking þeirra hafi nauð- synleg áhrif á daglegan rekstur heilbrigðisstofnana og þróun heilbrigðiskerfisins. Guðmundur Björnsson form@icemed.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.