Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 60

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 60
326 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Kjaramál Athugasemdum frá heilsugæslulæknum komið til kjaranefndar Heilsugæslulæknar hafa gagnrýnt harðlega niðurstöðu kjaranefndar um kjör heilsu- gæslulækna og í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi í Félagi íslenskra heimil- islækna í byrjun mars segir að laun margra lækna muni lækka eða standa í stað. Stjórn félagsins var falið að ná fram breytingum á úrskurði kjara- nefndar. Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður viðræðunefndarinnar, tjáði Læknablaðinu að síðustu vikurnar hefði verið safnað ábendingum, athugasemdum og gagnrýni á úrskurð kjaranefndar. Tvær nefndir heilsugæslulækna, önnur fyrir landsbyggðina og hin höfuðborgarsvæðið, hafa safnað þessum atriðum saman og Gunn- ar Ingi hefur einnig fengið fjöl- margar ábendingar frá kollegum sínum. „Þessu verki er ekki fulllokið en ég hef fengið nægilega mörg efnisatriði - og raunar mun fleiri en ég átti von á - tii að setja sam- an rökstudda greinargerð sem ég sendi kjaranefnd 19. mars,” sagði Gunnar í stuttu samtali við Læknablaðið nú rétt fyrir mán- aðamót. Hann kvaðst einnig vita til þess að nefndin hefði fengið bréf beint frá nokkrum læknum sem benda vildu á einhver atriði sem þyrftu skoðunar við. Gunnar sagði viðræðunefndina ekki hafa beint vilyrði fyrir því að kjara- nefnd myndi endurskoða úrskurð sinn í nokkru en hann sagði vega meira að fá ábendingar um þau atriði sem mönnum fyndist vanta í úrskurðinn en það sem menn væru óánægðir með. Sagði hann fulltrúa kjaranefndar vita að ekki hefði verið tekið á öllum atrið- um. „Enda væri það með ólík- indum ef þessi fyrsti úrskurður nefndarinnar hefði verið svo fullkominn að ekkert væri hægt að gagnrýna.” A landsfundi heimiiislækna sem vera átti laugardaginn 28. mars var hugmyndin að geta sagt fregnir af viðbrögðum kjara- nefndar. Gunnar sagði að eitt af því sem brynni á mönnum og áríðandi væri að fá svör við fyrir I. apríi væri fyrirkomulag á þjónustu þeirra stöðva sem haft hefðu opið um kvöld og helgar. Ljóst væri að sú þjónusta legðist niður að óbreyttu og yrði ekki haldið áfram nema breytingar yrðu gerðar á tilteknum atriðum úrskurðarins. Forráðamenn heimilislækna segjast leggja mikið uppúr því að læknar í röðum þeirra hækki í launum til jafns við aðra sér- fræðinga í læknisfræði. Hafa þeir meðal annars bent á að heilsugæslulæknar njóti ekki helgunarálags eins og sé í samn- ingum sjúkrahúslækna. I ályktun fundar FÍH á dögunum segir einnig að úrskurður kjaranefndar feli í sér kjararýrnun fyrir fjölda heiisugæslulækna og er hann tal- inn ógna framtíð heilsugæslunn- ar um land allt. Meðal óánægjuatriða hjá heilsugæslulæknum er fyrirsjá- anlegt ofurálag sem verður á vissum heilsugæslustöðvum á sumrin þegar fólk streymir á sumarbústaðasvæðin án þess að læknar fái nokkra umbun fyrir. Þar sem verktakagreiðslur eru orðnar aðeins lítill hluti launa njóti þeir einskis fyrir slíkt tíma- bundið aukaálag, vegna úrskurð- ar kjaranefndar hafi læknar litla möguleika á að mæta slíku tíma- bundnu álagi. Þessa gæti gætt á stöðvunum í Borgarnesi, Sel- fossi, Hellu. Laugarási, Hvols- velli og víðar. Þá segir Gunnar ljóst að erfitt verði að ráða afleysingamenn í orlofi lækna, sem tilskilið sé samkvæmt úrskurðinum, spurn- ing sé á hvaða kjörum þeir verði ráðnir. „Heilsugæslulæknum er nú skylt að fara í orlof, sem þeir hafa mikið til sleppt fram að þessu, og það skapar þá stöðu að stjórnir heilsugæslustöðvanna verða að keppa við spítalana um lækna í afleysingastörf. Ekki liggur fyrir á hvaða kjörum hægt verður að ráða afleysingamenn og gangi það illa eru menn komnir í mikinn vanda. Heilsu- gæslulæknarnir standa frammi fyrir því að fara í frí án tillits til þess hvort tekist hefur að manna stöðvarnar á meðan og láta skeika að sköpuðu.” -jt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.