Læknablaðið - 15.04.1998, Page 62
328
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
/
Forvarnir á Islandi gegn blindu vegna
sykursýki verða öðrum fyrirmynd
Einar Stefánsson og Friðbert Jónasson eru meðal þeirra augn-
lækna sem sinna leysimeðferð vegna augnsjúkdóma. Ljósm.: -jt-
Forvarnir á íslandi við
augnsjiikdómum sem leitt geta
til blindu hjá sjúklingum með
sykursýki hafa vakið athygli
erlendis og hefur meðal annars
verið vakin athygli á þeim í
greinum og fréttum í tímarit-
um um augnlækningar. Þannig
segir í frétt í Eye World að for-
ysta Islendinga í þessum efn-
um geti komið fleirum á það
spor að uppræta nánast blindu
mcðal sykursjúkra.
Augnlæknarnir Einar Stefáns-
son prófessor og Friðbert Jónas-
son greindu í samtali við Lækna-
blaðið frá þessu starfi sem geng-
ur út á að fylgjast reglulega með
sjúklingum sem greinast með
sykursýki og hefja meðferð ef
fram koma einkenni um augn-
sjúkdóma. Segja þeir lykilatriði
að geta hafið meðferðina á rétt-
um tíma, þegar bestar líkur séu á
lækningu.
Einar segir að Þórir Helgason
hafi árið 1976 byrjað forvarna-
starf með tilliti til sykursýki og
augnsjúkdóma en frá árinu 1980
hefur Friðbert haldið því áfram
og aðrir augnlæknar einnig kom-
ið við sögu.
„Ein af meginorsökum hlindu
í heiminum eru augnsjúkdómar
sem tengdir eru sykursýki,” seg-
ir Einar, „og á það við um
Bandaríkin, Vestur-Evrópu og
fleiri lönd og hún er algengasta
orsök blindu fólks á aldrinum 24
til 65 ára. Þetta er því gríðarlegt
heilbrigðisvandamál og því hef-
ur verið brýnt að reyna að finna
leiðir til að draga úr þessum
skaða.”
Friðbert og Einar segja að síð-
ustu sex til átta árin hafi verið
metinn árangur meðferðar meðal
sykursjúkra hérlendis sem fengið
hafa augnsjúkdóma. I ljós hafi
komið að tekist hafi að draga
mjög úr sjóndepru með því að fá
þessa sjúklinga reglulega til
skoðunar árlega eða annað hvert
ár. „Það er kannski einkum þetta
kerfi sem erlendum læknum
þykir sérstakt,” segja þeir Frið-
bert og Einar. „Hér hefur orðið
margföld lækkun á algengi sjón-
depru og blindu hjá sykursjúkunt
vegna þess að þessi sjúklinga-
hópur er sendur reglulega til
augnlækna sem geta gripið inn í
með viðeigandi meðferð, oftast
leysimeðferð.”
Augnlæknarnir segja að í þess-
um efnum skipti höfuðmáli varð-
andi árangur meðferðar að geta
hafið hana á réttum tíma. Þegar
ákveðin merki um breytingar í
sjónhimnu sjáist sé mikilvægt að
geta hafið meðferðina og því sé
reglulegt eftirlit nauðsynlegt. Þar
segja þeir Islendinga standa
framar öðrum þjóðum, hér sé
einfaldara að hvetja til forvarna
af þessum toga og læknar sem
meðhöndli sjúklinga með sykur-
sýki bendi þeim á mikilvægi
þess að fylgst sé með augnhag
þeirra. Þeir segja náið samstarf
milli lækna um þessi mál og því
hafi tekist að koma upp og við-
halda góðum forvörnum hér-
lendis hvað þetta varði. Hætta á
augnsjúkdómum helst í hendur
við hversu lengi sjúklingar hafa
haft sykursýki en aðrir þættir
geta einnig haft áhrif, svo sem
hár blóðþrýstingur, reykingar og
sérstaklega er hár blóðsykur
mikilvægur áhættuþáttur.
Alls um 2.500 sjúklingar
með sykursýki
Talið er að um 86% sykur-
sjúkra verði fyrir breytingum í
augum af völdum sykursýki og
þarf um 30-40% af þeim hópi að
fara í leysimeðferð einhvern tím-
ann. Segja þeir árangur meðferð-
ar mjög góðan ef tekst að veita
hana á réttum tíma. Hér á landi