Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 63

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 329 eru nú um 500 sjúklingar með insúlínháða sykursýki og um 2.000 með insúlínóháða sykur- sýki. I fyrrnefnda hópnum þurfa svo til allir á meðferð að halda en í hinum hópnum eru heldur yngri sjúklingar og er heldur lægra hlutfall meðal þeirra sem hætt er við augnsjúkdómum. í „Eye World” þar sem meðal annars er greint frá áætluninni „Sykursýki 2000” þar sem stefnt er að því að útrýma blindu af völdum sykursýki í Bandaríkjun- um er bent á að það sé ekki óraunhæfur draumur. „Hætta á blindu meðal sykursjúkra hefur nánast verið upprætt á Islandi, landi þar sem fyrir hendi er for- varnakerfi svipað því sem mælt er með í Bandaríkjunum í her- ferðinni Sykursýki 2000,” segir í ritinu. Þá kemur fram í grein í Ocular Surgery News þar sem greint er frá þessu starfi á Islandi að í Evr- ópu og Bandaríkjunum sé hlut- fall blindu meðal sjúklinga með sykursýki yfir 2% en á Islandi hafi það fallið úr 2,4% árið 1980 niður í 0,6% árið 1994. Þar segir að kostur við íslenska forvama- kerfið sé meðal annars sá að leit og meðferð sé í höndum sömu lækna og það stuðli að góðum árangri. -jt- NORVOLD Norrænt samstarf um rannsóknir á ofbeldi og heilsufarslegum afleiðingum þess Verið er að hefja samstarf um rannsóknir sem einkum munu beinast að heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi (nauðgun- um) á Norðurlöndunum. Verkefn- ið mun njóta stuðnings frá Nor- rænu ráðherranefndinni á næstu þremur ámm og er því stýrt af prófessor Berit Schei Þrándheimi, Guðrúnu Agnarsdóttur yfirlækni Reykjavík og Karin Helweg- Larsen réttarlækni Kaupmanna- höfn í samvinnu við aðra lækna á þessu sviði á Norðurlöndunum. Aðaláhersla verður lögð á að kanna umfang þessa vanda, gera sér grein fyrir því heilsufarslega tjóni sem af honum hlýst og kanna hvemig má bæta úr því eða koma í veg fyrir það. í því skyni verður tekið mið af þeim könnun- um sem þegar hafa verið gerðar eða eru í bígerð og gerðar kann- anir í þeim löndum þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um tíðni og afleiðingar slíks ofbeldis. Enn- fremur verður gerður samanburð- ur á því hvemig þolendum kyn- ferðisbrota er sinnt og sérstaklega hugað að starfi neyðarmóttaka þar sem þær er að finna á Norður- löndum í þeim tilgangi að skil- greina norrænan staðal um þjón- ustu við þolendur. Rannsóknir verða einnig gerðar á því hvernig réttarlæknisfræðileg þjónusta er skipulögð á Norðurlöndunum og hvemig megi bæta menntun heil- brigðisstarfsfólks til að taka á móti, rannsaka og meðhöndla þolendur kynferðisbrota. Oskað er eftir samstarfi sem flestra um þetta verkefni bæði þeirra rannsóknarhópa sem þegar vinna á þessu sviði og einnig ann- arra sem vilja taka þátt. Því er boðað til fundar þar sem NORVOLD verkefnið verður kynnt og staða mála í rannsókn- um á kynferðislegu ofbeldi á Norðurlöndunum. Fundurinn verður haldinn í Eg- tved Pakhus, Asiens Plads, Christianshavn í Kaupmanna- höfn, 20. apríl næstkomandi kl. 9.00 til 15.00. Þátttökugjald ásamt hádegisverði er 150 dansk- ar krónur. Allir eru velkomnir. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í fundinum fyrir 10. apríl eða áhuga á verkefninu til Karin Helweg-Larsen, DIKE, Svane- mpllevej 25, DK 2100, sími: 00 45 39 20 77 77, bréfsími: 00 45 39 20 80 10, netfang: khl@ dike.dk eða til Guðrúnar Agn- arsdóttur, sími: 567 4700, bréf- sími: 567 3979, netfang: gud runag@rhi.hi.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.