Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 63

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 329 eru nú um 500 sjúklingar með insúlínháða sykursýki og um 2.000 með insúlínóháða sykur- sýki. I fyrrnefnda hópnum þurfa svo til allir á meðferð að halda en í hinum hópnum eru heldur yngri sjúklingar og er heldur lægra hlutfall meðal þeirra sem hætt er við augnsjúkdómum. í „Eye World” þar sem meðal annars er greint frá áætluninni „Sykursýki 2000” þar sem stefnt er að því að útrýma blindu af völdum sykursýki í Bandaríkjun- um er bent á að það sé ekki óraunhæfur draumur. „Hætta á blindu meðal sykursjúkra hefur nánast verið upprætt á Islandi, landi þar sem fyrir hendi er for- varnakerfi svipað því sem mælt er með í Bandaríkjunum í her- ferðinni Sykursýki 2000,” segir í ritinu. Þá kemur fram í grein í Ocular Surgery News þar sem greint er frá þessu starfi á Islandi að í Evr- ópu og Bandaríkjunum sé hlut- fall blindu meðal sjúklinga með sykursýki yfir 2% en á Islandi hafi það fallið úr 2,4% árið 1980 niður í 0,6% árið 1994. Þar segir að kostur við íslenska forvama- kerfið sé meðal annars sá að leit og meðferð sé í höndum sömu lækna og það stuðli að góðum árangri. -jt- NORVOLD Norrænt samstarf um rannsóknir á ofbeldi og heilsufarslegum afleiðingum þess Verið er að hefja samstarf um rannsóknir sem einkum munu beinast að heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi (nauðgun- um) á Norðurlöndunum. Verkefn- ið mun njóta stuðnings frá Nor- rænu ráðherranefndinni á næstu þremur ámm og er því stýrt af prófessor Berit Schei Þrándheimi, Guðrúnu Agnarsdóttur yfirlækni Reykjavík og Karin Helweg- Larsen réttarlækni Kaupmanna- höfn í samvinnu við aðra lækna á þessu sviði á Norðurlöndunum. Aðaláhersla verður lögð á að kanna umfang þessa vanda, gera sér grein fyrir því heilsufarslega tjóni sem af honum hlýst og kanna hvemig má bæta úr því eða koma í veg fyrir það. í því skyni verður tekið mið af þeim könnun- um sem þegar hafa verið gerðar eða eru í bígerð og gerðar kann- anir í þeim löndum þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um tíðni og afleiðingar slíks ofbeldis. Enn- fremur verður gerður samanburð- ur á því hvemig þolendum kyn- ferðisbrota er sinnt og sérstaklega hugað að starfi neyðarmóttaka þar sem þær er að finna á Norður- löndum í þeim tilgangi að skil- greina norrænan staðal um þjón- ustu við þolendur. Rannsóknir verða einnig gerðar á því hvernig réttarlæknisfræðileg þjónusta er skipulögð á Norðurlöndunum og hvemig megi bæta menntun heil- brigðisstarfsfólks til að taka á móti, rannsaka og meðhöndla þolendur kynferðisbrota. Oskað er eftir samstarfi sem flestra um þetta verkefni bæði þeirra rannsóknarhópa sem þegar vinna á þessu sviði og einnig ann- arra sem vilja taka þátt. Því er boðað til fundar þar sem NORVOLD verkefnið verður kynnt og staða mála í rannsókn- um á kynferðislegu ofbeldi á Norðurlöndunum. Fundurinn verður haldinn í Eg- tved Pakhus, Asiens Plads, Christianshavn í Kaupmanna- höfn, 20. apríl næstkomandi kl. 9.00 til 15.00. Þátttökugjald ásamt hádegisverði er 150 dansk- ar krónur. Allir eru velkomnir. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í fundinum fyrir 10. apríl eða áhuga á verkefninu til Karin Helweg-Larsen, DIKE, Svane- mpllevej 25, DK 2100, sími: 00 45 39 20 77 77, bréfsími: 00 45 39 20 80 10, netfang: khl@ dike.dk eða til Guðrúnar Agn- arsdóttur, sími: 567 4700, bréf- sími: 567 3979, netfang: gud runag@rhi.hi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.