Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 70

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 70
334 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Um skottulækningar Árni Björnsson „Skalat maðr rúnir rista nema ráða vel kunni“ Erindið er helgað fyrsta íslendingnum sem vitað er að hafi andmælt skottulækningum. Þeir sem þekkja Egils sögu (1) þekkja að sjálfsögðu söguna um Verrnalandsferð hans en þá ferð fór hann til að innheimta skatt fyrir Hákon Aðalsteinsfóstra Noregskonung. Egill valdist til fararinnar vegna orðstírs síns sem hetja og kappi. En bændur á Vermalandi höfðun legið á því lúalagi að láta skattheimtumenn konungs hverfa og því heimtust skattar þaðan illa. Svo var Há- koni konungi ekki sérstök eftir- sjá að Agli, því hann og ættmenn hans höfðu stundum reynst kon- ungum Noregs óþægur ljár í þúfu. Oþarft er að orðlengja það að Egill vann í ferð þessari mörg frægðarverk. Hann felldi þar einn 11 fyrirsátarmenn bænda. Spjó uppí gestgjafa sinn Amóð skegg, eftir skyrát og ótæpilega öldrykkju, og krækti svo úr hon- um auga að skilnaði, en skilaði skattinum að lokum með skilum í hendur konungs. Eitt frægðarverk hans í þessari ferð stingur þó nokkuð í stúf við hin. A heimleiðinni koma þeir fé- lagar á bæ og biðjast gistingar, er hún fúslega heimil og þeim veitt- ur góður beini. Félagamir taka eftir því að heimilisfólkið á bæn- Fyrirlestur fluttur á vegum Hollvinafélags læknadeildar Háskóla íslands. um er óglatt í bragði og komast að raun um að það stafar af sjúk- leika heimasætunnar, sem liggur rúmföst og virðist sárþjáð. Egill spyr “hvárt nokkurs hafi verið leitað til um lækningar”. Honum er sagt að bóndasonur af næsta bæ, sem reyndar hefur litið meyna hýru auga, hafi rist henni rúnir á tálkn (hvalskíði?) sem hún nú liggi á, en við það hafi líðan hennar versnað. Egill gengur til meyjarinnar, fer um hana höndum og dregur undan henni tálkn með rúnaristum. Hann skefur rúnimar í eld og kastar þar í tálkninu ásamt sæng- urfötum meyjarinnar. Að því búnu ristir hann rúnir á nýtt tálkn, kemur því fyrir undir meynni og henni batnar snar- lega. Svo kveður hann vísu. Skalat maðr rúnir rista nema ráða vel kunni það verðr mörgum manni er of myrkvan staf villist. Sá ek á telgdu tálkni tíu luunstafi ristna það hefur lauka lindi langs oftrega fengið. Ekki veit ég hvort fræðimenn um Egils sögu hafa velt því fyrir sér hvaðan þessi frásögn er kom- in inn í hetjusögu eins og Eglu, því hvergi annars staðar er þess getið að Egill hafi verið læknis- fróður eða stundað lækningar. Gæti verið að höfundur sögunnar hafi þurft að finna vísunni stað? Hinsvegar er boðskapur hennar sígildur, svo nú sem á dögum Egils. Það getur verið varasamt að fikta við hluti sem maður kann ekki alltof vel. Skilgreining hugtaka Hvað eru skottulækningar? Orðið á ekkert skylt við orðið skott, heldur mun átt við eitthvað sem er stutt eða skammt, saman- ber skottutúr og Sveinn skotti, líklega er orðið skylt enska orð- inu sliort. Ekki er vitað hvers vegna lækningar sem ekki eru byggðar á fræðilegum grunni fengu þetta nafn. Hugsanlega vegna þess að þekkingargrunn- urinn er stuttur, hugsanlega vegna þess að áhrif þeirra entust skammt. Til eru önnur orð yfir skottulækningar, svo sem kukl eða kvakl, en það er þýðing á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.