Læknablaðið - 15.04.1998, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
343
frá grunni. Slík þróun er yfir-
gripsmikið verk og krefst þátt-
töku margra, enda einnig dýrt og
tímafrekt. Islenskir læknar ættu
frekar að einbeita sér að því að
staðfæra og aðlaga þær verklags-
reglur, sem til eru meðal ná-
grannaþjóðanna eftir því sem
hentar. Hafa ber í huga að verk-
lagsreglur um sama efni geta
verið mismunandi milli einstakra
hópa lækna og ekki alltaf hægt
eða æskilegt að ná um slíka hluti
fullt samráð. Einnig ber að und-
irstrika að góð dómgreind lækn-
is og einstaklingsmiðuð meðferð
sjúklinga mun alltaf eiga rétt á
sér. Þá er oft um að ræða sér að-
stæður, þar sem þarf að fara út
fyrir verklagsreglur.
HEIMILDIR
1. Marvick J, Grol R, Borgiel A.
Quality Assurance for Family
Doctors. Report of the Qualitv
Assurance Working Party World
Organisation of Family Doctors,
1992.
2. Grol R, Larvrence M. Quality
Iinprovement by Peer Revicvv.
Oxford University Press, 1995.
3. Grol R, Wcnsing M, Jacobs A,
Baker R. Quality Assurance in
General Practice. Thc Statc of
the Art in Europe, WONCA
European Working Party on Qu-
ality in Family Practice (EQuiP),
Dutch College of General Pract-
ice (NHG), 1993.
4. The Development and Implem-
entation of Clinical Guidelines.
Royal College of General Practit-
ioners. Report from General
Practice 26, 1995.
Enn og aftur
Reykingar á sjúkrahúsum
Ég hef í seinni tíð haft vaxandi
mætur á Ólafi Ólafssyni land-
lækni. Lítilmagna þjóðfélagsins
ver hann með oddi og egg og ekki
skirrist hann við að senda stjórn-
völdum tóninn þegar svo ber und-
ir. Nú hefur landlæknir fundið sér
nýja skjólstæðinga sem sé volaða
tóbaksfíkla sem oft eru litnir
hornauga og af sumum taldir
óalandi og óferjandi. Að mati
Ólafs hafa hinir nýju vinir hans
fullan rétt á því að svæla sitt tó-
bak inni á sjúkrastofnunum og
ekki nóg með það heldur ... „ber
yfirmönnum sjúkrahúsa að
koma upp reykingaafkima fyrir
þá sem í vanda eru staddir
vegna þessa“. Landlæknir blæs á
aukaatriði svo sem það að hvergi
fyrirfinnst lagabókstafur um
þessa skyldu yfirmanna sjúkra-
stofnana. Auðvitað varð ég jafn
undrandi og aðrir á þessum skoð-
unum sem birtust í marshefti
Læknablaðsins sem dreifibréf
landlæknis.
Aðalröksemd Ólafs virðist sú
að allir eigi að hafa rétt á þeirri
bestu heilbrigðsþjónustu sem völ
er á. Auk þess að vera óskiljanleg
felur röksemdin í sér öfugmæli
því varla verður reykskonsa
kennileiti þeirrar „bestu heil-
brigðisþjónustu sem völ er á.“
Auðvitað dettur engum í hug að
úthýsa nikótínistum þegar hægt
er að hjálpa þeim með úrræðum
nútíma læknisþjónustu.
Undirritaður hefur lengi barist
fyrir afnámi reykinga á sjúkra-
stofnunum svo sem með erinda-
flutningi á leiðbeinendanám-
skeiðum Heilbrigðisráðuneytisins
víða um landið. Engar óyfirstíg-
anlegar hindranir standa í vegi
þess að gera sjúkrastofnanir
reyklausar. A meðan reykinga-
mönnum fækkar, fjölgar úrræð-
um þeim til hjálpar. Hörðustu tó-
baksmenn fá nú fíkn sinni svalað
á auðveldan hátt með nikótínlyíj-
um auk þess sem vel menntað
starfsfólk sjúkrahúsa hjálpar
mörgum með fræðslu og ráðlegg-
ingum.
A Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað, mínum núverandi
vinnustað, hefur síðastliðna átta
mánuði verið algert reykbann
meðal sjúklinga og enn lengur
meðal starfsfólks. Reykingamenn
eru að sjálfsögðu velkomnir hing-
að eins og aðrir sem á okkar hjálp
þurfa að halda enda eiga allir
sama rétt á lækningu. Hins vegar
eru reykingar bannaðar á sjúkra-
húsinu rétt eins og áfengisneysla
enda er hér hvorki reykkompa né
vínstúka. Þeir skjólstæðingar
okkar sem reykja fá hins vegar
fræðslu og nikótínlyf eftir þörfum
enda taka þeir reykbanninu vel og
þess hefur ekki orðið vart að þeim
hafi fundist á rétt sinn gengið. Að
fenginni reynslu hvarflar ekki að
starfsmönnum FSN að snúa til
fortíðar með því að útbúa afdrep
fyrir reykingamenn enda höfum
við ekki húsnæði fremur en aðrir
til að bruðla með.
Sú skoðun landlæknis að áfram
skuli opnar reykkompur á sjúkra-
stofnunum er tímaskekkja sem
vonandi dregur ekki kjarkinn úr
þeim sem senda vilja skilaboð til
almennings um skaðsemi reyk-
inga.
Björn Magnússon
yfirlæknir Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað