Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 82

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 82
346 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lyfjamál 65 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Ráðuneytið og landlæknir vekja athygli á nýjum félagsskap sem stofnað var til á síðasta ári; Félag um rannsóknir á lyfjanotk- un (Icelandic Drug Utilization Research Group). Félagið er þegar aðili að Evrópusamtökum sem starfa að þessu áhugamáli, European Drug Utilization Rese- arch Group (EURO-DURG). Félagið stendur að fræðslu- fundi í Lyfjafræðisafninu við Neströð, Seltjarnarnesi föstu- daginn 24. apríl kl. 16:30. Dr. Keith Beard, verðandi forseti International Society for Pharmacoepidemiology (ISPE) flytur erindi. Keith Beard er yfir- læknir á öldrunarsviði við Vict- oria Infirntary í Glasgow, Skotlandi. Hann kemur hingað til lands til að kanna aðstæður vegna hugsanlegs ráðstefnuhalds ISPE hér á landi árið 2000 eða síðar. Titill erindis hans er: Drug safety - Who cares? Can the issues facing prescribers, patients, pur- chasers, industry, regulators and government be recon- ciled? Allir sem stunda rannsóknir á lytjanotkun og í faraldsfræði lyfja og aðrir sem áhuga hafa eru að sjálfsögðu velkomnir á fræðslufundinn. Bætur vegna aukaverkana lyfja Tjón sem rakið verður til mis- taka læknis, til dæmis ef gefið er rangt lyf eða of stór skammtur af lyfinu eða vegna gáleysis lyfja- fræðings, er unnt að bæta því að um mistök er að ræða. Tjón og jafnvel varanleg örorka sem ein- ungis verða rakin til skaðlegra eiginleika lyfsins, það er svo- kallaðra aukaverkana, falla ekki undir tjón vegna læknisaðgerðar né mistaka starfsfólks. Sjúkling- ur getur þó átt skaðabótakröfu á hendur framleiðanda eftir regl- um um skaðsemiábyrgð sem eru oftast langsóttar - sjúklingur gengur því óbættur hjá garði. A fundi landlæknis, trygginga- yfirlæknis og fulltrúa Heilbrigð- isráðuneytisins náðist fram til- laga um að eftirfarandi setning standi í tillögu að frumvarpi um sjúklingatryggingu sem nú er í smíðum. „Bœtur eftir lögum þesswn greiðast ekki fyrir tjón sem rekja má til skaðlegra eigin- leika lyfs sem notað er við rann- sókn eða sjúkdómsmeðferðar. Með þessi mál skal fara sam- kvœmt lögum um skaðsemi- ábyrgð.“ Rökrétt afleiðing þess ef frumvarpið verður samþykkt er að lyfjaumboðsmenn verða sér út um lyfjatryggingar. Tillaga þessi er meðal annars kornin fram vegna ýmissa mála sem rekið hefur á fjörur landlæknis- embættisins og ekki fengist lausn á. í annan stað leggur landlæknir til að 3. liður í gr. 2 falli burt „þegar mat sem síðar fer fram leiðir í Ijós að komast hefði mátt hjá tjóni með því að beita ann- arri aðferð eða tœkni sem völ er á og hefði því lœknisfrœðileg sjónarmið gert sama gagn við meðferð sjúklings". Þetta ákvæði er meðal annars í sænskum lögum og þýðir að ef svokallaðri bestu aðferð er beitt fær sjúklingur ekki bætur þó að veruleg örorka verði í kjölfar að- gerðar. I íslenskum lögum finn- ast ekki slíkar takmarkanir og þar af leiðir hefur sjúklingur fengið bætur vegna varanlegrar örorku sem metin hefur verið yfir 10% þrátt fyrir að "bestu að- ferð hafi verið beitt”! Ólafur Ólafsson landlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.