Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 9

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 509 Bandaríkjamenn hafa farið aðra leið sem fólgin er í því að útskrifa sjúklinga á ódýrari sjúkra- hús eftir fárra daga legu, en gagnsemi þeirrar aðferðar hefur ekki verið staðfest. Ný rannsókn frá Svíþjóð (5) sem birtist í apríl á þessu ári var fyrsta rannsóknin sem gerð var á heilaslag- deildum og náði hún til allra slíkra deilda í Sví- þjóð. Rannsóknin staðfesti að sjúklingar sem meðhöndlaðir eru á sérstökum heilaslagdeild- um eru líklegri til þess að útskrifast heim en þeir sem meðhöndlaðir eru á almennum sjúkra- deildum. Árangurinn kemur fram í styttri legu á sjúkrahúsi og sjúklingar eru iíklegri til þess að útskrifast heim. Veigamiklar nýjungar í meðferð sjúklinga með slag hafa komið fram á síðustu árum. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að leysa upp blóðsega hjá hluta sjúklinga ef meðferð er haf- inn innan þriggja klukkustunda frá upphafi ein- kenna. Sérhæfð meðferð á heilaslagdeild skilar betri árangri en meðferð á almennum legu- deildum. Mikilvægt er að nýta sér til hins ítr- asta þessar nýjungar í meðferð sjúklinga með slag. Elías Ólafsson taugalækningadeild Landspítalans HEIMILDIR 1. Yamamoto H, Bogousslavsky J. Mechanisms of second and further strokes. J Neurol Neurosurg Psychiatry 1998; 64: 771-6. 2. The National Institute of Neurological Disorders and Stroke rt-PA Stroke Study Group. Tissue plasminogen activator for acute ischemic stroke. N Engl J Med 1995; 333: 1581-7. 3. Lees KR. Does neuroprotection improve stroke outcome? Lancet 1998; 351: 1447-8. 4. Muir KW, Grosset DG. Neuroprotection for acute stroke: making clinical trials work. Stroke 1999; 30: 180-2. 5. Stegmayr B, Asplund K, Hulter-Ásberg K, Norrving B, Peltonen M, Terént A, et al. Stroke Units in Their Natural Habitat: Can Results of Randomized Trials Be Reproduced in Routine Clinical Practice? Stroke 1999; 30: 709-14. Nýtt útlit á Læknablaðið Ritstjórn Læknablaðsins hefur í samráði við útgáfustjóm blaðsins ákveðið að breyta útliti Læknablaðsins við lok þessa árs. Hafinn er undirbúningur að útlitsbreytingu og er stefnt að því að Læknablaðið koma út í A4-broti í byrjun næsta árs. Stærð blaðsins hefur verið óbreytt um langt árabil og hægt er að færa gild rök fyrir því að íhaldsemi skuli höfð í heiðri vegna stærðar og útlits prentefnis. Mjög mörg tímarit og læknablöð, sem verið hafa af ýmsum stærð- um, hafa tekið upp A4-brotið á síðustu árum. Auk þess að stækka blaðið í A4-brot verður jafnframt hannað nýtt útlit og efni blaðsins endurskipulagt. Þetta tekur til skipunar efnis- yfirlits, uppsetningar fræðilegra greina og með- ferðar félagslegs efnis undir hinum ýmsu milli- fyrirsögnum. Þetta mun að sjálfsögðu í engu breyta þeirri vinnureglu að senda fræðigreinar til ritrýnis utan ritstjórnar fyrir birtingu. Þróun lesefnis á pappír hefur á seinni ámm verið í þá átt að spássíur og auð svæði á hverri blaðsíðu hafa stækkað í hlutfalli við lesefnið og er líklegt að sama verði raunin á í endurhönn- uðu Læknablaði. Stefnt er að því að stærri og stærri hluti blaðsins birtist á rafrænu formi í tengslum við heimasíður blaðsins og Læknafé- lags íslands. Samspil útgáfu læknablaða á pappír og á rafrænu formi hefur þróast þannig að styttri birting eða ágrip koma á pappír en lengri og ítarlegri form sömu greina hafa kom- ið á rafrænu formi og munar þar mestu um lengri aðferðar- og niðurstöðukafla (1). Ljóst er að enn á eftir að gera tilraunir uin samtvinn- un þessara útgáfuforma og að þessi mál eru í mótun. Ritstjórn blaðsins hefur ákveðið að leita eftir hugmyndum um efnistök og þætti í blaðinu með hliðsjón að nýrri útlitshönnun. Umbrot blaðsins fer nú fram á skrifstofu blaðsins en ekki í prentsmiðju eins og áður var. Aðlaga þarf nýtt útlit að umbrotsforritinu jafnframt sem auglýsendur þurfa aðlögunartíma að A4 stærð- inni. Vilhjálmur Rafnsson HEIMILD 1. Delamothe T, Miillner M, Smith R. Pleasing both authors and readers. A combination of short print articles and longer electronic ones may help us do this. BMJ 1999; 318: 888-9.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.