Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 529 formi (teymisvinnu). Staðsetning deildar sem veitir meðferð (taugalækninga-, lyflækninga-, öldrunarlækninga- eða endurhæfingardeilda) hefur ekki áhrif á árangur meðferðar. Árangur heilaslagdeilda er bestur þegar meðferð er veitt á staðbundinni deild og betri en þegar nýtt er hreyfanlegt teymi sérfræðinga. Kostnaður vegna bráðasjúkrahúslegu/-end- urhæfingar á heilaslagdeild eykst sennilega ekki þar sem sjúkrahús-/endurhæfingardvöl hefur reynst sú sama eða örlítið styttri en við hefð- bundna meðferð. Langtímakostnaður er minni þar sem færri sjúklingar þurfa á langtímavistun að halda. Inngangur Þar sem ekkert eitt gott íslenskt orð er til yfir enska orðið stroke, legg ég til að orðið heila- slag verði notað. Hérlendis er málvenja að nota heilablóðfall sem samheiti yfir heiladrep og heilablæðingar. Heilablóðfall hefur óljósa merk- ingu meðal almennings, vísar fremur til heila- blæðinga en dreps (heilablóðþurrðar) og veldur því notkun þess ruglingi hvað orsök heilaskaða varðar. Heilaslag (stroke) felur í sér bæði heila- blóðfall (80% heilaslaga) og heilablæðingu (20%), en oft er ekki hægt að greina þessa tvo sjúkdóma í sundur, út frá sögu og skoðun. Heilaslag er þriðja algengasta dánarorsök á Vesturlöndum, á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Tíðni heilaslags á íslandi er ekki þekkt, en í flestum vestrænum ríkjum er árlegt nýgengi heilaslaga yfir 200 á 100.000 íbúa (1), fyrir Island þýddi það yfir 540 miðað við 270.000 íbúa. Sænsk rannsókn frá 1978 (Umeá) fann að árlegt nýgengi heilaslaga væri 250-300 í samfélagi með 110.000 íbúa (2). í danskri rannsókn, frá Bispebjerg og Fredriksberg frá árinu 1995, var gefið upp að árlega legðust inn um 3,6 einstaklingar með heilaslag af hverjum 1000 íbúum (3). Þessar niðurstöður gætu bent til þess að 540-970 einstaklingar fái heilaslag árlega á Islandi, en sé meðaltal frá Norðurlönd- um notað nær 770. Sú tala verður notuð við áætlun þarfa fyrir meðferð á íslandi. Dánartíðni eftir heilaslag er urn 16% eftir 30 daga og 23% eftir 18 mánuði frá upphafi ein- kenna (4,5). Af þeim sem lifa af heilaslag ná 10% fullum bata, 48% hafa helftarlömun og 22% geta ekki gengið. Þriðjungur til fjórðung- ur er háður öðrum um aðstoð og þriðjungur sjúklinga á við þunglyndi að stríða (6). Fjöldi sjúklinga sem er með fötlun vegna heilaslags á hverjum tíma er áætlaður um og yfir sex á 1000 íbúa, eða rúmlega 1600 sjúklingar á Islandi (7). Þar til fyrir nokkrum árum hafði ekki verið sýnt fram á neina góða bráðameðferð sem drægi úr örorku eftir heilaslag og enn var umdeilt hvort betra skiplag meðferðar skilaði betri árangri. Þetta leiddi til efasemda um gildi meðferðarúrræða og stefnuleysis í meðferð, allt frá uppgjöf (sjúklingur látinn ná bata eða deyja í heimahúsi) til gjörgæslumeðferðar á sérhæfðum heilaslagdeildum (8). Árið 1995 voru hins vegar birtar niðurstöður stórrar amer- ískrar rannsóknar sem sýndi að sjúklingar með heilablóðþurrð sem fengu tissue plasminogen activator (t-PA) í bláæð innan þriggja klukku- stunda frá upphafi einkenna höfðu betri færni þremur mánuðum eftir áfallið en sjúklingar sem ekki fengu slíka meðferð (9). Það var ekki fyrr en árið 1992 að sýnt var fram á að skipu- lögð meðferð á heilaslögum skilaði sér í betri fæmi og fækkun dauðsfalla heilaslagsjúklinga. Hugsanlegar skýringar á þessu eru: 1. að marg- ar fyrri rannsóknir voru ekki nægilega vel hann- aðar eða of smáar til að gefa áreiðanleg svör og 2. að ekkert skipulegt mat (fjölrannsóknargrein- ing, meta-analysis) rannsókna var til (10,11). Heilaslagdeildir Ýmis form skipulagðrar meðferðar heila- slaga (heilaslagdeild) hafa verið reynd á síð- ustu 30 árum. Skilgreining á heilaslagdeild hefur verið mismunandi, það er að segja: 1. hreyfanlegt teymi sérfræðinga sem gefa leið- beiningar varðandi mat og meðferð heilaslag- sjúklinga víðsvegar um sjúkrahús, 2. ákveðinn staður innan sjúkrahúsa þar sem heilaslag- og aðrir sjúklingar eru meðhöndlaðir af teymi sér- fræðinga og 3. ákveðinn staður sem sér einung- is um þá sjúklinga sem hafa einkenni heila- slaga, er þurfa á endurhæfingu og annarri sér- fræðilegri þjónustu að halda. Rannsóknir síðari ára hafa aðallega beinst að síðastnefnda fyrir- komulaginu (10). Teymisvinna á heilaslagdeildum byggist á skipulagðri meðferð er miðar að vanda og þörf- um hvers sjúklings. Helstu þættir heilaslag- meðferðar eru: 1. ítarlegt mat á veikindum og örorku sérhvers sjúklings, 2. náin samvinna einstakra starfsstétta, 3. að skilgreina hvers konar endurhæfingu sjúklingar þarfnast og hvaða markmiði stefnt skal að og 4. þátttaka í fræðslu og rannsóknum er varða heilaslög (10). Meðferðaraðilar heilaslagdeilda eru: 1.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.