Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 35

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 531 kjarnateymi, það er læknar, hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, talmeinafræð- ingar og félagsráðgjafar og 2. aðstoðargreinar, það er hjartasérfræðingar, heilaskurðlæknar, æðaskurðlæknar, lyflæknar, geðlæknar, nær- ingarráðgjafar, auk annarra stoðgreina (10). Rannsóknir á gagnsemi heilaslagdeilda Fyrstu rannsóknir: Fyrsta rannsókn sem gerð var á gagnsemi skipulegrar meðferðar heila- slaga var gerð á Norður-írlandi á fimmta ára- tugnum þegar Adams lýsti reynslu sinni af end- urhæfingu heilaslags á öldrunarlækningadeild. Skipuleg meðferð jók líkur á að sjúklingar næðu nægilegum bata til að geta útskrifast heim. Einnig virtist dauðsföllum fækka fyrstu tvo mánuðina eftir heilaslag (12). A sjötta áratugnum komu fram fleiri smáar rannsóknir, sem bentu til þess að skipuleg með- ferð heilaslaga gæti leitt til aukins bata. Hins vegar voru niðurstöður þessara rannsókna ekki nógu sannfærandi, því þær voru byggðar á samanburði við fyrri tíma árangur (sögulegur samanburður) (10). Heilaslaggjörgœsla: Eftir að sýnt hafði ver- ið fram á notagildi hjartagjörgæslu á sjöunda áratugnum kom fram önnur hreyfing, aðallega í Norður-Ameríku, þar sem kannað var hvort sérhæfð gjörgæslumeðferð heilaslaga fækki dauðsföllum (10,13,14). Fyrsta rannsókn slíkr- ar meðferðar er best (14). I henni var árangur meðferðar hjá sjúklingum sem lagðir voru inn á nýstofnaða heilaslaggjörgæslu borin saman við árangur á almennum sjúkradeildum. Með- ferð á heilaslaggjörgæslu hafði engin áhrif á dauðsföll eða fötlun. Dauði, sem bar skjótt að (innan 10 daga), stafaði oftast af heilaslaginu sjálfu (90%), en dauði síðar meir (eftir níu daga) stafaði af vandamálum er fylgja hreyf- ingarleysi, svo sem lungnareki, lungnabólgu og legusárum eða af þvagfærasýkingum samfara notkun inniliggjandi þvagleggja (15). Aðrar rannsóknir birtar um svipað leyti sýndu heldur ekki fram á neinn teljandi árangur. Allar rann- sóknir á heilaslaggjörgæslu voru hins vegar hvorki nægilega stórar né beittu þær nógu góð- um rannsóknaraðferðum til að sýna fram á notagildi slíkrar meðferðar á öruggan hátt (10). Hjartsláttartruflanir sjást hjá 50-70% sjúk- linga við bráðaheilaslag (16-20) samanborið við 15% tíðni hjá samanburðarhópi (20). Hjart- sláttartruflanir koma fyrir bæði hjá sjúklingum með og án hjartasjúkdóma og eru algengari við heilablæðingar en heilablóðþurrð (17-18). Ým- iss konar hjartsláttartruflanir geta sést (16,18, 19), en flestar eru horfnar á 12 klukkustundum (17). Flest dauðsföll hjá heilaslagsjúklingum eru vegna slagsins sjálfs, annað hvort vegna umfangs dreps/blæðingar eða staðsetningar í heilastofni (20,21). Þó svo að amerísku hjarta- læknasamtökin mælist til að fylgst sé með hjartslætti fyrstu 24 klukkustundir eftir heila- slag, þá er sú ráðlegging umdeild þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að það dragi úr fjölda dauðsfalla (17). Síðari rannsóknir: Þegar ekki tókst að sýna fram gangsemi meðferðar heilaslaga á gjör- gæslu var farið að leita nýrra leiða á sjöunda og áttunda áratugnum, þar sem meðferð heilaslag- sjúklinga var hafin snemma á sjúkdómsferlinu og langvarandi endurhæfingu beitt ef með þurfti. Niðurstöður slíkra rannsókna er að finna í greinum frá Norður-Ameríku, Englandi og Norðurlöndum. Röksemdin að baki þessarar meðferðar var að heilaslagsjúklingar fengju meðferð innan sérhæfðra deilda og að endur- hæfing byrjaði snemrna og væri órofin (22,23). A þessu tímabili var einnig farið að nota vand- aðri vísindavinnubrögð, það er að segja rann- sóknir með slembiúrtaki (randomized), en það leiddi til betri skilnings á styrkleika og veik- leika aðferðanna sem beitt var (10). í lok átt- unda áratugarins voru menn sammála um að heilaslagdeildir gætu ef til vill flýtt fyrir bata en hefðu sennilega engin áhrif á lífslíkur né fötlun síðar meir (24). Fjölrannsóknargreining á gildi heilaslagdeilda Hér á eftir verður farið yfir fjölrannsóknar- greiningu á heilaslagdeildum. Fyrsta fjölrann- sóknargreiningin birtist árið 1993 (25), en um- fjöllunin hér á eftir er byggð á síðari tíma greiningu frá árinu 1998 (10). Fjölrannsóknar- greining felst í því að niðurstöður margra smárra rannsókna eru lagðar saman til að auka styrkleika greiningar þannig að skýrari svör fá- ist. Verður nú farið yfir einstaka þætti þessarar athugunar. Fœkkun dauðsfalla: Á grundvelli þessarar greiningar virðast heilaslagdeildir fækka dauðs- föllum um 19% (4-32%; áhættuhlutfall (odds ratio) 0,81; 95% skekkjumörk (confidence interval) 0,68-0,96) (10) (mynd 1). Dauðsföll verða flest á fyrstu sex vikunum eftir heilaslag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.