Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 48

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 48
542 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir Formannsspjall Betra er heilt en vel gróið Frá örófi alda hefur hugs- unin um forvarnir gegn sjúk- dómum verið ofarlega í hug- um lækna. Hlutverk læknisins er og hefur verið að lækna, líkna og fræða um eðli sjúk- dóma og varnir gegn þeim. Með hugtakinu forvarnir er í raun átt við með hvaða hætti hægt er að nýta sér þekkingu og reynslu manna til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Hug- myndafræðin er reyndar ekki ný af nálinni því sjálfum föður læknisfræðinnar Hippókratesi varð tíðrætt um efnið. Jónas Kristjánsson læknir og forvígismaður náttúru- lækningahreyfingarinnar á Is- landi var maður langt á undan sinni samtíð. I byrjun þessarar aldar þótti Jónas hafa mjög skeleggar skoðanir á heilsu- vernd og af mörgum nota nokkuð sérstakar aðferðir við framkvæmd þeirra. Þannig átti hann í harðvítugum deil- um við kollega samtímans sem jafnvel kölluðu boðskap hans kreddufullan. Boðskapur hans var einfaldur, með heil- brigðu lífemi, líkamshreyfmgu, hollu mataræði og slökun mætti koma í veg fyrir sjúk- dóma. Til gamans má geta þess að þetta var á þeim tíma þegar tóbak var auglýst í Læknablaðinu. í dag lesum við orð Jónasar Kristjánssonar læknis í stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um heilbrigði fyrir alla árið 2000. A seinni árum hafa verið gerðar margar vandaðar far- aldsfræðilegar rannsóknir víða um heim sem allar benda ótví- rætt til þess að með heilbrigð- um lifnðarháttum getum við komið í veg fyrir sjúkdóma, ótímabæran dauða og aukið lífsgæði. Vinna læknasamtak- anna í forgagnsröðun í heil- brigðisþjónustu hefur beint sjónum okkar að gildi for- varna. Þar eru forvarnir með sannað gildi ofarlega á blaði. Framsýnar og einstakar rann- sóknir Hjartaverndar á Islend- ingum eru talandi dæmi um rannsóknarstarf á gildi for- varna. Mjög merkt og þakklátt brautryðjendastarf hefur verið unnið af áhugasamtökum á Is- landi um vímuvarnir og nægir þar að nefna SÁÁ, þótt fjöldi annarra samtaka eigi mikinn heiður skilið. I samskiptum lækna og sjúklinga skiptir miklu máli frumkvæði lækn- isins að umræðu um forvarnir í sérhverju viðtali. Af hálfu hins opinbera hefur vaxandi skilningur verið á gildi for- varna þótt lengi vel hafi sá skilningur verið meiri í orði en á borði. Frú Ingibjörg Pálma- dóttir hefur í embætti heil- brigðisráðherra unnið ötullega að því að stuðla að forvarnar- starfi. Miklar vonir eru bundn- ar við starf Slysavamarráðs og nýskipaðs Áfengis- og vímu- varnarráðs. Það ber að þakka það sem vel er gert. Af hálfu hins opinbera hef- ur þungi í tóbaksvamarstarf- inu verið á tóbaksvarnarnefnd. Tóbaksvarnarstarf er senni- lega einn mikilvægasti mála- flokkurinn í heilsuvernd. Ár- angurinn þyrfti að vera betri. Starf tóbaksvamamefndar er hins vegar ekki öfundsvert því það er hugsun hins opinbera að nefndin eigi að sjá um tóbaksvarnir af sinni hálfu og hefur með því móti keypt sér syndakvittun í þeim mála- flokki. Þessu verður að breyta, tóbaksvarnir verða að lúta sömu lögmálum og önnur markaðsstarfsemi, þar sem samkeppni og eðlilegt eftirlit stuðlar væntanlega að bættum árangri. Einn ötulasti talsmaður tób- aksvarna í læknastétt hefur verið Þorsteinn Blöndal, hans mikla og óeigingjarna starf í því sambandi verður seint full- þakkað. Það er skoðun Lækna- félags íslands að í þessum málaflokki megi gera enn bet- ur og lýsir félagið sig reiðubú- ið til samstarfs við heilbrigð- isyfirvöld á þeim vettvangi. Stjórn Læknafélags Islands hefur ákveðið að framvegis skuli árlega aðallega vera unn- ið að einu verkefni í heilsu- vernd. Á þessu ári verður áhersla lögð á tóbaksvarnir, með ósk um samstarf við heil- brigðisyfirvöld, tóbaksvarnar- nefnd og félagsskapinn Lækn- ar gegn tóbaki sem Pétur Heimisson læknir á Egilsstöð- 'um hefur stýrt. Mikið skortir enn á að kennslu læknanema og fræðslu til lækna um for- varnir sé nægjanlegur gaumur gefinn. Það á að vera náms- efni í læknadeild með hvaða Framhald á nœstu síðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.