Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 50

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 50
544 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 einungis umsagnarrétt en eng- an ákvörðunarrétt og má segja að áhrif lækna verði aðeins gegnum stjórnir heilbrigðis- stofnana. Vart er að treysta því að sú leið tryggi læknum telj- andi vægi þar sem áhrif lækna í stjórnun heilbrigðisstofnana hafa farið þverrandi undanfar- in ár en ítök pólitískra fulltrúa aukist. Framundan er útfærsla gagnagrunnsins ef fram fer sem horfir. Mörgum spurning- um er enn ósvarað svo sem í hvað þessi feikna kostnaður fari, sem I.E. hefur talað um og verður sú spurning áleitn- ari nú þegar nýr aðili, sem hefur sótt um rekstarleyfið, áætlar mun minni kostnað. Reyndar er óskiljanlegt, hvernig unnt er að áætla slík- an kostnað þegar ekki hefur verið ákveðið hvaða upplýs- ingar eiga að flytjast í fyrir- hugaðan gagnagrunn. Heil- brigðisyfirvöld hafa enn ekki tilgreint, hvað á að fara í grunninn, aðeins hefur verið talað um tölulegar upplýsing- ar. Verður farið langt aftur í tímann og hver tekur upplýs- ingarnar saman? Hvernig verður öryggi nákvæmlega háttað? Þessar spurningar og margar fleiri bíða svara sem ekki virðast fást fyrr en kemur að samningum við heilbrigð- isstofnanir. Auk þessa áréttar stjórn LI fyrri afstöðu sína um að hún telur sérleyfi til rekst- urs miðlægs gagnagrunns óásættanlegt. Stjórn LÍ hefur gagnrýnt að svo mörg og mikilvæg atriði skuli ekki hafa verið ljósari fyrr. Siðfræðiráð Læknafélags íslands hefur ráðlagt læknum að reiða ekki fram upplýsing- ar um sjúklinga sína nema með upplýstu samþykki þeirra. Sé ekki unnt að fá slíkt samþykki er það ófrávíkjan- leg krafa stjórnar LI að ekki verði unnið með heilsufars- gögn íslensku þjóðarinnar í fyrirhuguðum gagnagrunni nema til komi samþykki og eftirlit vísindasiðanefndar og tölvunefndar. Fyrr mun stjórn LI ekki mæla með því við fé- lagsmenn að þeir afliendi þriðja aðila trúnaðarupplýs- ingar um sjúklinga sína. Með kveðju Fyrir hönd stjórnar Læknafélags Islands Guðmundur Björnsson formaður Formannaráðstefna og málþing um rannsóknir í læknisfræði Frummœlendur á málþingi um rannsóknir í lœknisfrœði, talið frá vinstri: Hákon, Magnús og Vilhjálmur. Formannaráðstefna LÍ var haldin föstudaginn 14. maí síðastliðinn í húsakynnum fé- lagsins í Hlíðasmára 8. Þar fluttu formenn félaga og ann- arra deilda skýrslur um störfin á síðasta ári en að því loknu var fjallað um ýmis mál sem snerta lækna, svo sem ímynd Læknafélags Islands, lækna- vefinn, trúnaðarmannakerfi LÍ, samræmdar leiðbeiningar í læknisfræði, byggingu lækn- ingaminjasafns, útgáfumál og Læknatal. í tengslum við ráðstefnuna var haldið málþing laugar- dagsmorguninn 15. maí undir heitinu Rannsóknir í læknis- fræði: vísindi eða viðskipti? Um þetta efni fjölluðu þeir Hákon Hákonarson læknir, Magnús Jóhannsson prófessor og Vilhjálmur Rafnsson rit- stjóri Læknablaðsins. Skemmst er frá því að segja að erindi þremenninganna voru ákaflega fróðleg og upp- lýsandi og að þeim loknum urðu líflegar umræður. Hins vegar voru þátttakendur æði fáir. Um það ríkti hins vegar eining að viðfangsefni fundar- ins eigi erindi við alla lækna. Því fór Læknablaðið þess á leit við frummælendur að fá erindi þeirra til birtingar í blaðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.