Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 52

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 52
546 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði Dögg Pálsdóttir hrl. Læknar og lög um gagnagrunn Lögfræðileg álitsgerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði Álitsgerð Daggar Pálsdótt- ur hrl. um gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem hún vann fyrir Læknafélag íslands, er birt í heild á heimasíðu LI: www.icemed.is Dögg Pálsdóttir hrl. 1. Inngangur Með samþykkt laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, nr. 139 22. desember 1998 (hér eftir nefnd gagna- grunnslög) hefur Alþingi ákveðið að ráðist skuli í gerð og starfrækslu miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði með heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrám landsmanna. Fátítt er að lagafrumvörp fái jafnítarlega umfjöllun og umræðu á Alþingi og gagna- grunnslögin fengu. Fram hef- ur komið að skoðanir eru skiptar um ágæti laganna. Eitt helsta ágreiningsefnið er sú forsenda þeirra að gera ráð fyrir ætluðu samþykki sjúk- linga fyrir flutningi heilsu- Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður lauk prófi frá lagadeild Háskóla ís- lands 1980. Hún stundaði framhalds- nám í vátryggingarétti við Stokk- hólmsháskóla 1980-1981 og lauk meistaragráðu í heilbrigðisfræðum (MPH) frá Johns Hopkins-háskólan- um í Baltimore vorið 1986. Dögg starfaði um 15 ára skeið í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, síðast sem skrifstofustjóri lögfræði-, trygg- inga- og alþjóðamála. Hún var for- maður nefndar sem samdi frumvarp að lögum um réttindi sjúklinga. Frá 1996 hefur Dögg rekið lögmannsstofu í Reykjavík, fyrst ein en frá vori 1999 í samstarfi við Kristínu Briem hrl. og Steinunni Guðbjartsdóttur hdl. Dögg vinnur að samningu lögfræðilegs skýringarrits um réttindi sjúklinga og nýtur til þess styrks úr Vísindasjóði. farsupplýsinga í gagnagrunn- inn. Bent hefur verið á að í þessu kunni að felast brot gegn friðhelgi einkalífs. Telja má víst að hefðu lögin gert upplýst samþykki sjúklings að skilyrði fyrir flutningi heilsu- farsupplýsinga í gagnagrunn- inn væru engin þeirra álita- efna sem hér á eftir verða rak- in fyrir hendi. Læknafélag íslands fól mér að taka saman álitsgerð um lækna og gagnagrunnslögin. í grein þessari er stuttlega fjall- að um nokkur álitaefni í þessu sambandi (1). 2. Samningar rekstrar- leyfishafa við vörslu- aðila sjúkraskráa Gagnagrunnslögin gera ráð fyrir að rekstrarleyfishafi, sem hefur samkvæmt lögun- um einkarétt á gerð og starf- rækslu gagnagrunnsins í allt að 12 ár í senn, fái upplýsing- ar úr sjúkraskrám til flutnings í grunninn. Fyrst verður þó að semja við lögbundna vörslu- aðila sjúkraskráa samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, en það eru heilbrigðisstofnan- ir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn. Ljóst er af gagnagrunnslögunum að vörsluaðilum er ekki skylt að ganga til þessara samninga. Sérstök nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns hef- ur umsjón með gerð samn- inga. Hún á að gæta hagsmuna heilbrigðisyfirvalda, heil- brigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- manna og vísindamanna við þá samningsgerð. Athygli vekur að lögin fela engum það hlutverk að gæta hagsmuna sjúklinga, sem þó verður að telja eigendur upplýsinganna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.