Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 75

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 567 Okkur hefur tekist að halda sjó í því mikla umróti sem orðið hefur í rannsóknarumhverfinu - Rætt við Svein Guðmundsson yfirlækni Blóðbankans Sveinn Guðmundsson yfirlœknir Blóðbankans á spjalli við hjúkrun- arfrœðing og blóðgjafa á blóðtökudeild. Það fer góðum sögum af starfsemi Blóðbankans við Barónsstíg. Þar hefur verið unnið gott starf í hartnær hálfa öld og þrátt fyrir þrengsli og lítinn húsakost er stofnunin í fararbroddi á sviði gæðamála innan ís- lenska heilbrigðiskerfisins. Og nýjustu fregnir herma að Blóðbankanum sé ætlað stórt hlutverk í nýrri þjón- ustu sem til stendur að veita á vegum Ríkisspítalanna og felst í stofnfrumumeðferð til lækningar krabbameini. Það þótti því við hæfi að Læknablaðið ræddi við Svein Guðmundsson yfirlækni Blóðbankans um starfsemina og þá fyrst hverjar væru helstu breytingar sem orðið hefðu á starfsemi stofnunarinnar und- anfarin ár. „Blóðbankaþjónusta hefur tekið mjög miklum breyting- um á síðustu 15-20 árum. Margt af því má rekja til þeirra áfalla sem heilbrigðis- þjónusta margra landa lenti í á árunum 1980-1985 þegar HlV-veiran kom til skjalanna. Sú staðreynd að hún berst meðal annars með blóðgjöfum varð til þess að flest lönd hafa tekið til hjá sér og fyrir bragð- ið hefur blóðbankaþjónustan styrkst og fengið ný verkefni. Nú þykir hún vera nauðsynleg styrktarstoð heilbrigðiskerfis- ins í hverju landi. Þetta hefur líka breytt hlut- verki blóðbanka, þeir eru ekki lengur einskorðaðir við að taka við blóði, geyma það og afhenda þegar á þarf að halda. Nú stunda þeir vinnslu á blóð- hlutum og sérunnum blóð- hlutum fyrir sjúklinga. Eg get nefnt sem dæmi að við erum að sía burt hvít blóðkom úr blóðhlutum, við geislum blóð fyrir sjúklinga sem eru með mikla ónæmisbælingu, til dæmis eftir beinmergsígræðslu, við búum til sérstakar nýbura- einingar fyrir lítil börn til þess að auka öryggi þeirra og þannig mætti lengi telja. Við sjáum líka fram á enn stærri skref í þessa átt. Það eru merki þess að í framtíðinni muni kröfur um aukna veiru- skimun blóðs aukast mjög. Nú skimum við blóð fyrir HIV- veirunni og lifrarbólgu B og C en við sjáum fram á að það verði farið að skima blóð fyrir fleiri veirum og gera þær óvirkar, ýmist með efna- eða geislameðferð eða hvoru tveggja í senn. Við sjáum einnig fram á aukna notkun frumuskilju sem við notum nú þegar til þess að vinna blóð- flögur og aðra blóðhluta. Stofnfrumuræktun og vefjaflokkanir Og þá er ég kominn að þeirri stóru breytingu sem er að verða hjá okkur. Blóðbank- ar hafa tekið að sér stórt hlut- verk í beinmergs- eða stofn- frumuflutningum vegna þeirr- ar reynslu sem þeir hafa af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.