Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 86

Læknablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 86
576 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 „Jafnir hlutar af sméri, tólg, vallhumli og lyfjagrasi soðnir saman og síðan síað. Þótti græðandi.“ „Það þótti mjög gott að sjóða ósaltað snijör með smátt- skomu sortulyngi. Þetta var soðið saman í 2 klukkustundir. Ég man eftir að þetta smyrsl var notað á brunasár, sem ekki vildi gróa, en þessi samsuða græddi sárið fljótt og vel.“ „Smjörið átti að vera ósalt- að og nýtt af strokknum. Vall- humallinn tekinn í úthaga, ekki á túni, bestur um hágró- andann. Allrabest þó ef vall- humallinn var tekinn með dögginni á Jónsmessunótt.“ Smári, lyfjagras, sortulyng, Maríustakkur, mura og ljóns- lappi voru meðal þeirra jurta sem dæmi voru um að notaðar væru í samsuðu með vall- humli. Vallhumalssamsuða var fyrst og fremst til að græða með sár, ekki síst brunasár, hún þótti góð við af- rifum, forvöm gegn bæði sól- bruna og frostbruna, hún var borin í hársvörð við hvers kyns óværu þar, þótti vel gef- ast sem gigtarlyf og var notuð sem áburður við særinduin og útbrotum á ungbörnum. Sem sagt allra meina bót. Minnig kemur upp í hugann sem tengist þessu, frásögn móður minnar sem var alin upp á Vestdalseyri við Seyðis- fjörð. Þar dvaldist Grasa-Þór- unn, amma Astu Erlingsdóttur grasakonu, eitt ár hjá dóttur sinni þegar mamma var sex eða sjö ára gömul. Hún lækn- aði brunasár með vallhumals- smyrslum. Meðal annars eftir að hún „brenndi fólk“ til að ná úr því ígerðum en móðir mín varð einmitt vitni að slíku. Guðrún föðursystir hennar, ung kona, var lengi búin að vera með bólgna og stækkaða hálseitla. Þórunn var fengin til hjálpar. Hún vætti svellþykkt ullarstykki í steinolíu og lagði á hálsinn á henni þannig að tók frá neðri kjálka niður á öxl þeim megin sem slæmskan var. Guðrún lá uppi í rúmi á meðan þessu fór fram en Þór- unn sat við rúmstokkinn með prjóna sína. Guðrún fór fljót- lega að kveinka sér og vildi krafla í ullarstykkið en þá var sú gamla undireins komin með prjónana og bandaði höndunum á henni frá. Móðir mín mundi alltaf grænu nabb- ana sem lágu í ullinni þegar hún var tekin af og bruna- flagið á hálsinum. En Þórunn græddi brunann fljótt og vel með vallhumalssmyrslinu og eitlaóværan var úr sögunni. Nokkur dæmi voru í heim- ildum þjóðháttadeildar um að brennisteinsduft væri hnoðað upp í ósaltað smjör og þetta notað sem áburður einkum við útbrotum og kláða en einnig skrámum. Þótti óbrigðult. Einnig var dæmi um að viðar- koli væri hnoðað upp í ósalt smjör í sama skyni. Sumir töldu best væri að smjörið sem átti að nota í smyrsl væri ekki fullstrokkað, heldur tekið hálfstrokkað af strokkknum „hálfskila" eins og það var kallað. Rangvellingur sem fæddur var 1903 segir frá því þegar hann og systkini hans ung veiktust hastarlega af misling- um. Einn af bræðrunum missti hárið öðrum megin á höfðinu upp úr veikindunum. Nikulás Þórðarson hómópati á Kirkju- læk í Fljótshlíð ráðlagði þá móður hans að bera hálf- strokkað smjör á hárlausu hliðina og það ráð dugði, drengurinn fékk hárið aftur fjótt og vel. Nokkur dæmi voru um að aðrar tegundir mjólkurmatar en smjör væri notaður til lækninga. Þeir sem urðu fyrir eitrun eða tóku inn lyf í ógáti voru látnir drekka mikla mjólk - best dugði mjólk úr þrílitri kú, að því er sumir sögðu. Rangvellingur sagði frá því að mjólk hefði verið rauðseydd (soðin niður) og þannig notuð sem meðal við kviðsliti. Sjúklingurinn sem þannig var meðhöndlaður lá í rúminu í mánuð og drakk líter af þessari seyddu mjólk á dag. Þetta leiddi huga minn satt að segja að þeirri aðferð að sjóða brotin leirílát saman í mjólk, en það gerðu menn í gamla daga þegar slíkir hlutir voru dýrari en í dag. Bakstrar voru gerðir bæði úr áfum og sýru - sýra var reyndar brúkuð til flestra hluta á íslandi í gamla daga. Þetta var gerjuð skyr- mysa, sem fyrst verður áfeng, síðan gallsúr og þurfti að verða býsna gömul til að telj- ast gjaldgeng til súrsunar, drykkjar eða hvers kyns nota sem af henni voru höfð. Bakstrar hitaðir í sýru þóttu til dæmis góðir við takverk, tannpínu og hvers kyns bólg- um. Heimildarkona sem fædd var árið 1906 segir frá því að þegar hún var 10 ára gömul hafi hún þjáðst af mjög þrálát- um hósta og stundum hóstað heilu nætumar. Hún var um tíma hjá eldri hjónum þar sem konan læknaði þetta í skyndi. Hún sótti myglaða sýru, passaði að nóg af myglu væri með, sjóðhitaði þetta í potti og lét hana anda að sér gufunum. Það var ekki að orðlengja það, að sögn okkar konu batnaði henni bæði fljótt og vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.