Læknablaðið - 15.06.1999, Qupperneq 89
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
577
Iðorðasafn lækna 112
Flekkblæðing
Aðalsteinn Jens Loftsson,
lyfjafræðingur, sendi tölvu-
póst fyrr í vetur og var þá að
fást við þýðingu úr dönsku.
Þar kom fyrir ekkymose sem
er dregið af gríska heitinu
ecchymosis. í læknisfræði-
orðabókum Stedmans og Wil-
eys kemur fram að ecchymos-
is tákni litarbreytingu í húð,
fjólubláan blett sem stafi af
blóðleka úr œðum og sé stærri
en depilblœðing, petechia.
Ecchymosis er samsett úr
þremur hlutum, forskeytinu
ek (út), nafnorðinu chymos
(vökvi, safi) og viðskeytinu -
osis (ástand, sjúklegt fyrir-
bæri). Iðorðasafn lækna til-
greinir tvö íslensk heiti: 1.
flekkblœðing, 2. blóðhlaup.
íslensk læknisfræðiheiti Guð-
mundar Hannessonar útskýra
blóðhlaup þannig: blœðingar
án áverka í og undir skinni,
slímhúð eða úrhimnu, er líkj-
ast marblettum. Urhimna er
gamalt heiti á tunica serosa,
sem nú nefnist hála eða hál-
hjúpur. Lækningabók Jónas-
sens frá 1884 gerir hins vegar
ráð fyrir því að blóðhlaup
komi úr rifnum æðum við
„röskun líkamsparta" af völd-
um ytri áverka. Meiðslið, sem
þá kemur fram, er nefnt mar.
Jónassen notar ekki orðið blæð-
ing í lýsingum sínum, en það
orð kemur fyrir í bókinni
Hjúkrun sjúkra eftir Steingrím
Matthíasson sem er frá 1923.
Blæðingar
í tilefni af þessari beiðni
voru leituð uppi ýmis læknis-
fræðileg heiti sem notuð hafa
verið um blæðingar. Fyrst má
nefna að íslenska samheita-
orðabókin tilgreinir samheit-
in: blœðing, blóðlát, blóð-
missir, blóðrás, blóðrennsli.
Rétt er að vekja athygli á því
að frá fornu fari var blóðrás
notað um blóðmissi eða blóð-
rennsli úr líkamanum, þó að
nú sé það orð nær eingöngu
notað um hringrás blóðsins.
Heitið blóðfall hefur einnig
verið notað um blæðingu, fyrst
og fremst innri blæðingu, en
þó sérstaklega heilablæðingu.
í íðorðasafni lækna má
finna erlendu heitin angio-
staxis (fossblæði), apoplexy
(blóðfall, innblæðing), con-
tusio (mar), diapedesis (rauð-
kornaútstreymi), ecchymosis
(flekkblæðing, blóðhlaup),
extravasation (utanæðablæð-
ing, utanæðablóð), hemato-
cele (blóðgúll), hematoma
(margúll), hematorrhea (foss-
blæðing), hemorrhagia (blæð-
ing), hemorrhea (blóðlituð
útferð) og petechia (dílablæð-
ing). í íslenskum læknisfræði-
heitum Guðmundar Hannes-
sonar fundust að auki suffusio
(stór blæðingarblettur undir
húð, án greinilegra takmarka;
marblettur) og sugillatio (mar-
blettur, minni en suffusio).
Úr öðrum íslenskum orða-
bókum voru tínd saman ýmis
vel þekkt heiti á staðgreindum
blæðingum: blóðfall, blóð-
gangur, blóðhnútur, blóð-
hósti, blóðhráki, blóðhrækj-
ur, blóðliður, blóðmiga, blóð-
nasir, blóðspýja, blóðspýt-
ing, blóðspýtingur, blóð-
sveppur, blóðuppgangur og
blóðþvag. Gaman væri að
heyra af öðrum orðum sem
læknar nota.
Work-up
Sigurður Þ.
Guðmunds-
son, læknir,
bar fram
beiðni um íslenskun á sam-
setningunni work-up. Iðorða-
safn lækna tilgreinir work-up
sem nafnorð, þaulskoðun, og
work up sem sagnorð þaul-
skoða. Hvort tveggja er mikið
notað í enskum læknisfræði-
textum til að tákna skoðun og
rannsókn á tilteknum sjúk-
lingi. Sigurður sagðist ekki
fella sig við að nota nafnorðið
uppvinnslu eða sögnina að
vinna upp. Hann óskaði því
eftir betri tillögum.
Genbrigðalyf
Asmundur Brekkan hringdi
og var að leita að þægilegu
yfirheiti til að nota um þau lyf
sem ætluð væru gegn sjúk-
dómsbreytingum er rekja
mætti til gallaðra gena. Hon-
um fannst lítið til þess koma
að nefna þau genalyf. Eftir
talsverðar umræður og um-
hugsun varð niðurstaðan sú að
heitið genbrigðalyf kæmi vel
til greina. íslensk orðabók
Máls og menningar tilgreinir
sögnina að brigða, breyta,
rjúfa, svíkja, og nafnorðin
brigð og brigði, svik, rof, slit
og stökkbreyting.
Flæðistjóri
Með tölvupósti var spurt
hvort perfusionist mætti nefn-
ast flæðistjóri. Spurningunni
er hér með komið á framfæri.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)