Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 38

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 38
704 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tafla V. Ahœnulilutfall og 95% vikmörk þessfyrir að Itefja aftur drykkju innan 28 mánaðafrá meðferð. Fjöldi Áhxttuhlutfall Efri 95% vikmörk Neðri 95% vikmörk Kyn: konur=l 0,86 1,73 0,42 Aldur: yngri en 29 ára=l 1,48 3,06 0,78 Fráskildir: ekki fráskildir= 1 2,86 6,78 1,21 Fullvinnandi: ekki fullvinnandi=l 0,58 1,12 0,30 Aldrei húsnæðislaus: húsnæðislaus einhvem tímann=l 1,13 2,70 0,48 Fjórar eða fleiri fyrri komur: færri komur en fjórar=l 2,42 5,4 1,09 Vímuefna- og aðrar geðgreinigar: aðeins vímuefnagreining=l 0,88 1,87 0.42 Vogur: 33A=1 0,52 1,17 0,23 Deild 16: 33A=1 1,10 2,70 0,45 Meðalaldur við innlögn, meðalaldur við upphaf áfengissýkinnar og fjöldi vinnuvikna fyrir meðferð var mismunandi á milli stofnana, en svipaður innan hverrar stofnunar (tafla IV) hjá þeim sem héldu bindindi og hinum. Meðal- aldurinn er hæstur á deild 33A og þeir sem þar leggjast inn hafa unnið skemmst. Fjöldi geð- greininga við innlögn var svipaður á öllum stofnunum bæði hjá þeim sem náðu bindindi og öðrum. Drykkjuvandinn, eins og hann birtist sem fjöldi afleiðinga drykkju, hefur verið meiri hjá þeim sem halda ekki bindindi, svipað á öll- um stofnunum (tafla IV). Ef notuð er lógistísk aðhvarfsgreining og þættir úr töflu I til að spá fyrir um hvað komi í veg fyrir tveggja ára bindindi, kemur í ljós að sterkustu spáþættirnir fyrir slíkt (tafla V) eru þeir að vera fráskilinn við komu (áhættuhlutfall (odds ratio, OR) =2,9) annars vegar og hins vegar að eiga fjórar eða fleiri fyrri komur að baki (áhættuhlutfall =2,4). Munur á árangri eftir stofnunum er hins vegar ekki marktækur ef tekið er tillit til allra þátta í töflu I. Þrátt fyrir þann mun á sjúklingum meðferð- arstaðanna sem hér hefur verið greint frá, var hlutfall sjúklinga sem lögðust inn aftur á 28 mánaða tímabili svipað á öllum stöðunum, Vogi, Vífilsstöðum og deild 33A, eða 42-46% fyrir karla og 46-54% fyrir konur. Umræða Um 16% áfengis- og annarra vímuefnasjúk- linga á íslandi, sem leituðu sér meðferðar frá desember 1991 til september 1992 hættu alveg neyslu, og er það sambærilegt við nokkrar er- lendar rannsóknir (14,15,17,18). Rannsókn sú sem hér hefur verið skýrt frá vanmetur árang- urinn, því að hlutfall síkomusjúklinga er hærra í henni vegna þess hvernig úrtakið er valið. í annan stað vegna þess að rannsókn á sjúkling- urn sem tekur yfir tiltölulega stutt tímabil eins og þessi gerir er líkleg til þess að hafa hlut- fallslega fleiri langveika sjúklinga en eru á meðal allra sem einhvern tímann leita sér með- ferðar (19). Þótt þetta skýri að einhverju leyti að heildarárangurinn skuli ekki vera betri en raun ber vitni, verður ekki fram hjá því litið að besti árangur einstakra hópa var bindindi hjá aðeins 39% meðal þeirra sem voru að koma í fyrstu skipti og höfðu ekki slitið hjúskap og leituðu til sjúkrahúss SAA að Vogi. Spurningin „Hefurðu neytt áfengis eða annarra vímu- eða fíkniefna síðan þú útskrifaðist" er frekar líkleg til að ofmeta árangurinn en vanmeta hann, það er gera má ráð fyrir að sjúklingar vilji gjarnan sýna að þeir hafi náð árangri. Svör síkomusjúk- linga og þeirra sem hafa brotið allar brýr að baki sér eru oftar játandi (93%) borið saman við þá sem hafa betri horfur. Ljóst er að árang- urinn samræmist niðurstöðum Vaillants frá 1995 um náttúrulegan gang áfengissýkinnar sem alvarlegs sjúkdóms, sem sveiflast á milli betri og verri tímabila (13). Sjúklingarnir leita meðferðar þegar verst gengur og fyrir þorra þeirra er lfklegt að næst á eftir fylgi betri tími. Þessi fullyrðing fær nokkurn stuðning þegar tafla II er skoðuð og litið er á þá sem halda bindindi annað árið eftir meðferð óháð hvernig þeim vegnaði fyrsta árið. Þar sést að það eru hlutfallslega lleiri sem eru í bindindi þá en fyrsta árið eftir meðferð. Rannsókn sú sem hér er skýrt frá er ekki rannsókn á meðferðarformum sem slíkum, heldur einvörðungu á því hver er árangur ís- lenskra sjúklinga, sem leituðu meðferðar. Það er líklegt, að sjúklingar sem leituðu á Vog, þar sem meira en tveir þriðju sjúklinga eru ekki sí- komusjúklingar, séu að einhverju leyti öðru vísi hvað varðar getu til að ná árangri auk þeirra þátta sem greinir þá frá sjúklingum sem leituðu á deildir Landspítalans. Hugsanlegt er að það hafi truflað árangur meðferðar sjúklinga á deild 33A og Vífilsstöðum, að þorri þeirra eru síkomusjúklingar og fráskildir sem hafa slæm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.