Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 96

Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 96
752 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Iðorðasafn lækna 114 Sænskur köttur Síðasti pistill var skrifaður í sænskri smáborg og í félagi við sænskan kött. Honum leiddist sjálfsagt að sitja inni þennan eina rigningardag og að vera settur í það verkefni að fylgjast með stafavillum í íslenskum texta á tölvuskjá. Hann mjálmaði þó öðru hvoru, eins og til samþykkis, virtist íhuga innihald textans gaumgæfilega. Þegar skýja- hulunni létti og sólargeislarnir höfðu þurrkað nánasta um- hverfi, stökk hann niður af tölvuborðinu, trítlaði einbeitt- ur niður stigann og skaust út í garðinn. Hann sást síðan svífa í léttum boga yfir girðinguna og hverfa inn í skóginn til norðausturs. Það var ekki fyrr en mörgum sólarhringum seinna að hann birtist aftur ferðlúinn en geislandi af sín- um meðfædda virðuleika. Hann lét lítið uppi um ferðir sínar, en virtist síður en svo óánægður með útiveruna. Af kettinum segir síðan fátt fyrr en daginn sem yfirlýsing sænsku málnefndarinnar um að lögfesta ætti stöðu sænskr- ar tungu birtist. Þann morgun allan sat hann inni ábúðarfull- ur, nánast eins og sigri hrós- andi meðan hann fylgdist grannt með íslensku húsráð- endunum í viðureign sinni við sænsk dagblöð. Hnattvæðingin I Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins þann 15. ágúst er lagt út af yfirlýsingu hinnar sænsku málnefndar. Sagt er að Svíar hafi hingað til ekki haft miklar áhyggjur af stöðu tungu sinnar, en að þeir hafi vaknað upp við vondan draum vegna ýmissa breytinga sem þeir telja að rekja megi til hinnar svonefndu hnattvæð- ingar (E. globalization). Þeir óttast nú að yfirburðastaða enskrar tungu í alþjóðlegum samskiptum, sérstaklega með sjónvarps- og netvæðingu undanfarinna ára, muni verða til þess að sænsk menning, sænsk tunga og sænsk lífsgildi víki fyrir hinni einsleitu og yfirborðskenndu hugmynda- fræði ameríska fjölmiðla- og afþreyingariðnaðarins. Málnefndin vill lögfesta stöðu sænskrar tungu. Ekki er ljóst hversu langt slík „lög- festing“ muni ná, né hvaða gagn hún muni gera. Hitt er þó víst að áhyggjur af menning- arlegum áhrifum vegna und- anlátssemi við notkun ensku í sænska skólakerfinu fara vax- andi. Því er til dæmis lýst að kennslubækur á ensku séu í notkun í ýmsum greinum í grunnnámi. Islenska skóla- kerfið er vafalítið miklu betur statt hvað þetta varðar. ís- lenskir kennarar hafa margir verið ötulir við að þýða er- lendar bækur eða að skrifa kennslubækur á íslensku. Þetta er gömul hefð á lægri skólastigum, en háskólastigin hafa orðið útundan þar til á síðustu árum. Sú mikla breyt- ing, sem orðið hefur, sést vel þegar gengið er ineðfram bókahillunum í Bóksölu stúd- enta. Fjöldi kennslubóka og rita eftir íslenska háskóla- kennara hefur vaxið ár frá ári og kennararnir virðast nú setja metnað sinn í það að fræðileg umfjöllun geti farið fram á ís- lensku. Miklu skiptir að deildir há- skólanna geri þá kröfu að kennsluefni verði fyrst og fremst á íslensku og að þær byggi upp nauðsynlega að- stöðu fyrir kenn- arana. Heilbrigðisgreinarnar hafa því miður ekki verið í far- arbroddi hvað varðar kennslu- rit á íslensku. Það þarf að lag- færa. Höfundur Reykjavíkur- bréfsins gefur í skyn að laun kennara geti skipt máli ef gera á auknar kröfur um varðveislu íslenskrar menningar og tungu. Djísus, sjitt og fökk! Höfundur Reykjavíkurbréfs vill láta auka kennslu í ís- lensku í grunnskóla. Ekki skal úr því dregið hér, en spyrja má hvaðan íslensk börn fái fyrir- myndir sínar. Undirrituðum hefur oft legið við örvæntingu þegar hann hlustar á samræð- ur hjá sjónvarps- og mynd- bandakynslóðinni og henni er mikið niðri fyrir. Jafnvel for- eldrarnir, sem ekki áttu kost á að læra ofangreind áhersluorð í æsku, eru farin að apa þau eftir. Því hefur hann verið að viðra þá hugmynd í kunn- ingjahópi að nú sé komið að því að fara að talsetja erlent myndefni. Viðbrögðin eru enn oftast neikvæð og þá helst með þeiiri röksemdafærslu að það verði „svo fáránlegt að hlusta á John Wayne tala ís- lensku!“ Undirritaður heldur því hins vegar fram að sjón- varpsefnið sé ungu kynslóð- inni slík fyrirmynd að þetta verði að gera og að íslenskum leikurum verði ekki skota- skuld úr því að herma eftir er- lendum strigabössum. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.