Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 25

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 789 Table I. Observed (Obs) and expected (Exp) numbers of cancers, standardised incidence ratio (SIR) and 95% confidence intervals among 13,934female industrial workers (person-years 209,970.0), follow-up time 1975-1997. No lag-time apptied. All cancers (ICD code, 7th revision) Obs no of cancers Exp no of cancers SIR Lower Upper All cancers (140-205) 724 682.45 1.06 0.99 1.14 Stomach (151) 24 29.48 0.81 0.52 1.21 Colon (153) 48 38.05 1.26 0.93 1.67 Rectum (154) 12 13.19 0.91 0.47 1.59 Pancreas (157) 14 17.33 0.81 0.44 1.36 Lung(162) 88 70.05 1.26 1.01 1.55 Breast (170) 192 182.97 1.05 0.91 1.21 Cervix (171) 41 31.14 1.32 0.94 1.79 Corpus uteri (172) 44 34.14 1.29 0.94 1.73 Ovary (175) 34 48.61 0.70 0.48 0.98 Kidney (180) 16 21.64 0.74 0.42 1.20 Bladder(181) 17 12.47 1.36 0.79 2.18 Mal melanoma of skin (190) 18 19.26 0.93 0.55 1.48 Skin (191) 13 11.38 1.14 0.61 1.95 Brain (193) 34 26.53 1.28 0.89 1.79 Thyroid (194) 35 31.73 1.10 0.77 1.53 Connective tissue (197) 6 4.62 1.30 0.47 2.83 Non spec (199) 13 17.51 0.74 0.39 1.27 Lymphosarcoma (200) 14 12.20 1.15 0.63 1.93 Hogkin's disease (201) 4 4.11 0.97 0.26 2.49 Other lymphomas (202) 0 0.18 - - - Multiple myeloma (203) 8 6.65 1.20 0.52 2.37 Leukemia (204) 14 9.55 1.47 0.80 2.46 All other cancers 35 39.66 0.88 0.61 1.23 sem dóu á árabilinu 1970-1974 höfðu verið teknar af skrám sjóðsins, var ákveðið að fylgi- tíminn yrði 1975-1997, það er talning mannára í hópnum hófst fyrst 1975. Þau krabbamein og dauðsföll sem urðu fyrir þann tíma teljast því ekki með, en með því að afmarka hópinn strax 1970 var hægt að ná stærra hópi. Þar eð búast má við að það taki nokkum tíma fyrir krabba- mein að myndast, eru rök fyrir því að afmarka hópinn nokkru fyrr en fylgitími hefst. Konur með erlendum nöfnum, sem dvöldust tíma- bundið á landinu og erfitt var að henda reiður á, vom felldar úr rannsóknarhópnum og einni konu með íslensku nafni var sleppt, þar eð kennital- an passaði ekki við nafn samkvæmt þjóðskrá. Þegar þetta hafði verið gert voru 13.934 konur eftir í hópnum. Með samkeyrslu við Krabba- meinsskrána (20) sást hvaða krabbamein höfðu komið upp í hópnum á fylgitímabilinu. Fjöldi krabbameina í rannsóknarhópnum var síðan borinn saman við fjölda krabbameina meðal ís- lenskra kvenna á sama aldri á sama tfmabili með óbeinni stöðlun. Reiknuð vora stöðluð ný- gengihlutföll (standardised incidence ratios, SIRs) og 95% öryggisbil (confidence interval, CI) (21). Fyrst var reiknað á hópinn í heild (tafla I), en síðan var heildarhópurinn skoðaður og notaður 10 ára biðtími (lag-time), það er beðið var með að fylgjast með hverri konu þar til 10 árum eftir fyrstu greiðslu hennar í sjóðinn (tafla II). Eftir þetta var hópurinn takmarkaður við þær konur sem greitt höfðu til lífeyrissjóðs- ins eftir að þær urðu 20 ára, þótt þær hefðu getað byrjað fyrr. Þetta var gert til að útiloka skólastúlkur sem vinna tímabundið við verk- smiðjustörf en tilheyra hópnum ekki að öðru leyti. Eftir þessa takmörkun var hópurinn skoð- aður, bæði án biðtíma (tafla III) og með 10 ára biðtíma (tafla IV). Loks var litið sérstaklega á krabbamein í hópi þeirra kvenna sem höfðu greitt til Lífeyrissjóðs Iðju/Framsýnar lengur en á 10 ára tímabili og notaður 10 ára biðtími (tafla V). Greiðslur þurftu ekki að vera sam- felldar heldur var litið til fyrstu og síðustu greiðslu í sjóðinn. Á þennan hátt reyndum við að komast nær þeim hópi sem ætla má að unnt sé að kalla raunverulegar iðnverkakonur. Tím- ann frá fyrstu greiðslu til hinnar síðustu skil- greindum við sem starfstíma (employment- time) (tafla V). Þetta var gert á þennan veg vegna þess að ekki lágu fyrir aðgengilegar upplýsingar um hversu lengi né við hvað hver og ein kona hafði unnið á hverju ári, en við töldum að konur sem höfðu verið viðloðandi sjóðinn í lengri tíma væru líklegri til að tilheyra félagslegum hópi iðnverkakvenna en þær sem skemur höfðu greitt til sjóðsins. Samkvæmt lögum Landssambands iðn-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.