Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 30

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 30
794 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 kvennanna. Við höfum ekki upplýsingar um töku getnaðarvarnartaflna í hópnum, en talið er að inntaka þeirra dragi úr tíðni krabbameins í eggjastokkum (36). Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga krabbameinsmynstrið í hópnum með það í huga hvort það benti til þjóðfélagslegrar lag- skiptingar. Rannsóknin miðaði ekki að því að kanna hvort áreiti í vinnuumhverfinu kynnu að hafa áhrif á krabbameinsmynstrið. A hinn bóginn er vitað að iðnverkakonur verða fyrir ýmiss konar áreitum í vinnuum- hverfi sínu sem gætu tengst tilurð krabba- meins. í könnuninni á vinnuaðstæðum fólks í fata- og vefjaiðnaði (25) og í vinnuverndar- átaki í verksmiðjuiðnaði sem Vinnueftirlit rík- isins stóð fyrir (26) kom fram að meðferð vara- samra efna var oft ábótavant og loftræsting reyndist ófullnægjandi. Það er því ekki hægt að útiloka að áreiti í vinnuumhverfinu geti stuðlað að krabbameinum í hópnum, til dæmis í heila og blóðmyndandi vef. Bent hefur verið á mögulegt sé að þættir í vinnuumhverfinu svo sem lífræn leysiefni gætu átt þátt í tilurð þess- ara krabbameina (37). Fáar rannsóknir hafa beinst sérstaklega að mengun í vinnuumhverfi kvenna og krabbameini í heila- og taugavef, en rannsókn frá Shanghai sýndi möguleg tengsl við mengun á vinnustað (38). A það var bent í inngangi að draga megi í efa að starfstitill sé eins áreiðanleg vísbending um þjóðfélagstöðu meðal kvenna og karla (2). Vel má til dæmis vera að konurnar í hópnum séu giftar mönnum í öðrum þjóðfélagshópi og það breyti stöðu þeirra. Einn af veikleikum rann- sóknarinnar er því að við vitum ekki um hjú- skaparstöðu kvennanna. I öðru lagi kunna kon- umar að hafa stundað önnur og óskyld störf meðfram starfi sínu sem iðnverkakonur sem hefði skipað þeim í annan þjóðfélagshóp. Barn- eignamynstur hefur áhrif á krabbameinsmynst- ur kvenna og miður að við þekkjum ekki til þessa í hópnum. Til viðbótar má nefna að mælikvarði okkar á það hversu miklar iðn- verkakonur er hér um að ræða eru greiðslur í lífeyrissjóð yfir tiltekið tímabil, en áreiðanleg- ar heimildir liggja ekki fyrir um hversu lengi konumar unnu við tiltekin störf. Þetta leiðir til þess að við vitum ekki hvaða áreitum þær kunna að hafa orðið fyrir í vinnuumhverfinu. En þar eð það var ekki markmið þessarar rann- sóknar að athuga sérstaklega áhrif áreita í vinnuumhverfinu heldur krabbameinsmynstur þjóðfélagshóps kemur þessi veikleiki ekki sér- staklega að sök. Enn má nefna að þekktir gallar eru á því að bera starfshóp saman við þjóð (39). Sú aðferð dregur úr líkum á því að unnt sé að sýna fram á áhættu í rannsóknarhópnum, þann- ig að gera má ráð fyrir að áhættan í hópi iðn- verkakvennanna sé fremur meiri en minni en niðurstöðurnar sýna. Styrkleikar rannsóknarinnar eru á hinn bóg- inn þeir að upplýsingar um að konurnar hafi starfað sem iðnverkakonur eru fengnar af skrif- legum, óháðum heimildum en eru ekki byggðar á svörum kvennanna sjálfra. Upplýsingar um krabbameinin eru byggðar á upplýsingum úr Krabbameinsskrá sem er talin áreiðanleg og mikill meirihluti tilkynntra tilfella er staðfestur með skoðun á vefjasýni (20). Þegar hugsað er til þess hvaða forvarnir gætu komið að gagni til að draga úr krabbameins- tíðni meðal iðnverkakvenna virðist einsýnt að affarasælt væri að þær reyktu minna. Með því er ekki sagt að önnur atriði geti ekki vegið þungt um tilurð krabbameina í hópnum svo sem aðrir lífsstflsþættir og ýmiss konar aðstæð- ur, þar með taldar aðstæður á vinnustað. Alyktanir Krabbameinsmynstrið bendir til svipaðrar lagskiptingar í íslensku þjóðfélagi og sést hefur annars staðar. Lungnakrabbamein og legháls- krabbamein voru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra. Brjóstakrabbameinsmynstrið sýndi ekki mismun á milli þjóðfélagshópa hérlendis. Engar skýringar liggja fyrir á því hvers vegna legbolskrabbamein var tíðara meðal iðnverka- kvenna en annarra. Ekki er unnt að útiloka að áreiti í vinnuumhverfinu geti átt þátt í tilurð krabbameina í þessum hópi. Þakkir Við viljum þakka Guðmundi Þ. Jónssyni og öðrum starfsmönnum Iðju fyrir velvilja og áhuga á þessari rannsókn og stjórn Lífeyris- sjóðs Iðju fyrir veittan aðgang að gögnum. Starfsmenn Krabbameinsskrárinnar, Hagstofu Islands og Reiknistofu lífeyrissjóða eiga einnig þakkir skildar fyrir gott samstarf og veittar upplýsingar. Síðast en ekki síst ber að þakka Tölvunefnd fyrir að hafa gefið leyfi sitt til þessarar rannsóknar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.