Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 40

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 40
802 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 rúmlega 9% sjúklinga uppfylltu þessi skilyrði auk þess að nota asetýlsalisýlsýru. Umræða Sjúklingar með kransæðasjúkdóm búa við verulega aukna áhættu á endurteknum áföllum, oft lífshættulegum. Þetta gildir einnig um sjúk- linga sem gengist hafa undir kransæðaaðgerð eða kransæðavíkkun. A síðustu árum hafa komið fram öflug úrræði til að draga úr þessari áhættu þannig að um allan heim hljómar nú herkvöð þess efnis að leggja mjög aukna áherslu á annars stigs forvarnaraðgerðir. Þess- ari rannsókn er ætlað að leggja lóð á hinar ís- lensku vogarskálar með því að kanna hvernig staðið er að eftirliti, meðferð og annars stigs forvörnum á langvinnum sjúkdómi í heilsu- gæslunni. Okkur er ekki kunnugt um viðlíka rannsókn þar sem skoðað hefur verið hvernig þessu eftirliti er háttað á heilsugæslustöðvum Af þeim 402 sjúklingum sem þátt tóku í rannsókninni voru 40% að hluta til að minnsta kosti í eftirliti hjá heimilislækni, 11% sögðust ekki vera í neinu eftirliti og um 20% svöruðu ekki þessari spumingu. Það virðist því sem tæplega þriðjungur sjúklinga með kransæða- sjúkdóm sé í litlu sem engu eftirliti. Þetta virt- ist vera svipað milli greiningarhópanna. At- hygli vekur að þeir sjúklingar sem hafa ein- göngu hjartaöng eru oftast í eftirliti hjá heimil- islækni sínum eingöngu (29%) og hjá bæði hjartalækni og heimilislækni (16%). Ennfrem- ur kom í ljós að enginn sjúklingur sem farið hafði í kransæðavíkkun taldi sig vera eingöngu í eftirliti hjá heimilislækni. Svipuð niðurstaða fékkst varðandi þá er farið höfðu í kransæðaað- gerð þar sem 5% töldu sig eingöngu vera í eftirliti hjá heimilislækni. Þannig benda þessar niðurstöður til þess að þeir sem hafa farið í að- gerðir, kransæðaaðgerð eða kransæðavíkkun, og vænta má að hafi verri sjúkdóm séu að öllu jöfnu frekar í eftirliti hjá öðrum sérfræðingum en heimilislæknum. Þessi breytileiki þjónust- unnar gerir mat á eftirliti og meðferð þessa sjúklingahóps að sumu leyti erfitt. Ekki er víst að tæmandi upplýsingar séu fyrir hendi á heilsugæslustöðvunum vegna þeirrar þjónustu sem sjúklingarnir njóta hjá hjartasérfræðingum eins og reyndar kemur fram í svörum þátttak- enda. Ef hins vegar á að gera átak í annars stigs forvörnum verður að byggja á þessari stað- reynd hins íslenska heilbrigðiskerfis og þótt veilur kerfisins séu augljósar býður það upp á margar leiðir til að ná til sjúklinganna. Reykingar eru einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma (6-8). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ef einstaklingur sem fengið hefur hjartadrep hættir að reykja farnast honum betur en þeim sem halda áfram að reykja (9-11). Niðurstöður úr rannsókn Hjarta- vemdar sýna að 90% þeirra sem fengið hafa hjartadrep reykja eða hafa reykt (12). Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður okkar rann- sóknar en 77% þeirra sem flokkaðir voru í hóp 1 (hjartadrep) reyktu eða höfðu reykt. Rétt er þó að benda á að hluti þeirra sem fengið hafa hjartadrep hafnar einnig í hópa II og III, það er þeir hafa farið í kransæðaaðgerð og/eða -víkk- un. f þeim hópum höfðu 75% og 83% reykt eða reyktu ennþá. Athygli vekur hátt hlutfall þeirra sem hafa hætt reykingum meðal sjúklinga sem farið hafa í kransæðaðgerð (65%) eða krans- æðavíkkun (59%). Þessir sjúklingar fá oft sér- hæfðari meðferð eftir að hafa farið í aðgerð. Margir fara í endurhæfingu eftir aðgerð og virðist þessi eftirmeðferð skila sér í því að fleiri tileinka sér heilbrigðari lífsstíl. Mikilvægi tóbaksbindindis sem hluta forvarna á öllum stigum gegn hjarta- og æðsjúkdómum er ótví- ræð. Því veldur það óneitanlega nokkrum von- brigðum er í ljós kemur að 15% sjúklinga með staðfestan kransæðasjúkdóm reykja ennþá. Ljóst er að hér þarf að beita markvissari með- ferð, fræðslu og áróðri, því sennilega er ekki til betri og hagstæðari forvörn en að fá einstak- linga til að hætta reykingum. Heilsugæslu- læknar eru í lykilaðstöðu vegna tíðra samskipta við sjúklingana. Hlutverk hjartalækna, bæði hjartalyflækna og hjartaskurðlækna er einnig gnðarlega mikilvægt í tengslum við alvarlega atburði á sjúkdómsferlinu, til dæmis bráð hjartaáföll eða hjartaaðgerðir þegar búast má við að vilji sjúklinga til lífsstílsbreytinga sé hvað mestur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hátt kólesteról er jafnvel ennþá öflugri áhættu- þáttur meðal kransæðasjúklinga en þeirra sem engin merki hafa um sjúkdóminn (12,13). Höf- um við áður gert grein fyrir því hvernig kólest- eróllækkandi lyfjameðferð meðal kransæða- sjúklinga er háttað (4). Niðurstöðumar sýna að aðeins um 15% sjúklinganna eru með viðun- andi kólesterólgildi miðað við þær leiðbeining- ar sem gefnar hafa verið út. Upplýsingar um blóðþrýstingsgildi lágu fyr- ir um langflesta sjúklingana (92%) og voru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.