Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 40
802 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 rúmlega 9% sjúklinga uppfylltu þessi skilyrði auk þess að nota asetýlsalisýlsýru. Umræða Sjúklingar með kransæðasjúkdóm búa við verulega aukna áhættu á endurteknum áföllum, oft lífshættulegum. Þetta gildir einnig um sjúk- linga sem gengist hafa undir kransæðaaðgerð eða kransæðavíkkun. A síðustu árum hafa komið fram öflug úrræði til að draga úr þessari áhættu þannig að um allan heim hljómar nú herkvöð þess efnis að leggja mjög aukna áherslu á annars stigs forvarnaraðgerðir. Þess- ari rannsókn er ætlað að leggja lóð á hinar ís- lensku vogarskálar með því að kanna hvernig staðið er að eftirliti, meðferð og annars stigs forvörnum á langvinnum sjúkdómi í heilsu- gæslunni. Okkur er ekki kunnugt um viðlíka rannsókn þar sem skoðað hefur verið hvernig þessu eftirliti er háttað á heilsugæslustöðvum Af þeim 402 sjúklingum sem þátt tóku í rannsókninni voru 40% að hluta til að minnsta kosti í eftirliti hjá heimilislækni, 11% sögðust ekki vera í neinu eftirliti og um 20% svöruðu ekki þessari spumingu. Það virðist því sem tæplega þriðjungur sjúklinga með kransæða- sjúkdóm sé í litlu sem engu eftirliti. Þetta virt- ist vera svipað milli greiningarhópanna. At- hygli vekur að þeir sjúklingar sem hafa ein- göngu hjartaöng eru oftast í eftirliti hjá heimil- islækni sínum eingöngu (29%) og hjá bæði hjartalækni og heimilislækni (16%). Ennfrem- ur kom í ljós að enginn sjúklingur sem farið hafði í kransæðavíkkun taldi sig vera eingöngu í eftirliti hjá heimilislækni. Svipuð niðurstaða fékkst varðandi þá er farið höfðu í kransæðaað- gerð þar sem 5% töldu sig eingöngu vera í eftirliti hjá heimilislækni. Þannig benda þessar niðurstöður til þess að þeir sem hafa farið í að- gerðir, kransæðaaðgerð eða kransæðavíkkun, og vænta má að hafi verri sjúkdóm séu að öllu jöfnu frekar í eftirliti hjá öðrum sérfræðingum en heimilislæknum. Þessi breytileiki þjónust- unnar gerir mat á eftirliti og meðferð þessa sjúklingahóps að sumu leyti erfitt. Ekki er víst að tæmandi upplýsingar séu fyrir hendi á heilsugæslustöðvunum vegna þeirrar þjónustu sem sjúklingarnir njóta hjá hjartasérfræðingum eins og reyndar kemur fram í svörum þátttak- enda. Ef hins vegar á að gera átak í annars stigs forvörnum verður að byggja á þessari stað- reynd hins íslenska heilbrigðiskerfis og þótt veilur kerfisins séu augljósar býður það upp á margar leiðir til að ná til sjúklinganna. Reykingar eru einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma (6-8). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ef einstaklingur sem fengið hefur hjartadrep hættir að reykja farnast honum betur en þeim sem halda áfram að reykja (9-11). Niðurstöður úr rannsókn Hjarta- vemdar sýna að 90% þeirra sem fengið hafa hjartadrep reykja eða hafa reykt (12). Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður okkar rann- sóknar en 77% þeirra sem flokkaðir voru í hóp 1 (hjartadrep) reyktu eða höfðu reykt. Rétt er þó að benda á að hluti þeirra sem fengið hafa hjartadrep hafnar einnig í hópa II og III, það er þeir hafa farið í kransæðaaðgerð og/eða -víkk- un. f þeim hópum höfðu 75% og 83% reykt eða reyktu ennþá. Athygli vekur hátt hlutfall þeirra sem hafa hætt reykingum meðal sjúklinga sem farið hafa í kransæðaðgerð (65%) eða krans- æðavíkkun (59%). Þessir sjúklingar fá oft sér- hæfðari meðferð eftir að hafa farið í aðgerð. Margir fara í endurhæfingu eftir aðgerð og virðist þessi eftirmeðferð skila sér í því að fleiri tileinka sér heilbrigðari lífsstíl. Mikilvægi tóbaksbindindis sem hluta forvarna á öllum stigum gegn hjarta- og æðsjúkdómum er ótví- ræð. Því veldur það óneitanlega nokkrum von- brigðum er í ljós kemur að 15% sjúklinga með staðfestan kransæðasjúkdóm reykja ennþá. Ljóst er að hér þarf að beita markvissari með- ferð, fræðslu og áróðri, því sennilega er ekki til betri og hagstæðari forvörn en að fá einstak- linga til að hætta reykingum. Heilsugæslu- læknar eru í lykilaðstöðu vegna tíðra samskipta við sjúklingana. Hlutverk hjartalækna, bæði hjartalyflækna og hjartaskurðlækna er einnig gnðarlega mikilvægt í tengslum við alvarlega atburði á sjúkdómsferlinu, til dæmis bráð hjartaáföll eða hjartaaðgerðir þegar búast má við að vilji sjúklinga til lífsstílsbreytinga sé hvað mestur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hátt kólesteról er jafnvel ennþá öflugri áhættu- þáttur meðal kransæðasjúklinga en þeirra sem engin merki hafa um sjúkdóminn (12,13). Höf- um við áður gert grein fyrir því hvernig kólest- eróllækkandi lyfjameðferð meðal kransæða- sjúklinga er háttað (4). Niðurstöðumar sýna að aðeins um 15% sjúklinganna eru með viðun- andi kólesterólgildi miðað við þær leiðbeining- ar sem gefnar hafa verið út. Upplýsingar um blóðþrýstingsgildi lágu fyr- ir um langflesta sjúklingana (92%) og voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.