Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 821 1943 er greinarstúfur sem ber fyrirsögnina Vanmáttugur fé- lagsskapur og er skrifuð af þáverandi ritstjóra blaðsins Olafi Geirssyni: „A rúmlega einu ári hafa, a.m.k. fjórir af okkar fámennu stétt orðið fyrir langvinnu heilsutjóni, á bezta aldurs- skeiði, svo þeir hafa orðið að leggja niður störf og jafnvel segja lausum embættum. Manni flýgur í hug í þessu sambandi hve hörmulega van- máttugur stéttarfélagsskapur lækna er, þegar þannig er ástatt. Engir sjúkrasjóðir né almennar tryggingar gegn sjúkdómum, þ.e.a.s. mun lak- ara ástand en hjá fjölda ann- arra stéttarfélaga. Er ekki kominn tími til að athuga þetta mál nánar?“ A aðalfundi 12. október 1925 er rætt um styrktarsjóð ekkna og á fundi 11. desember sama ár er samþykkt skipu- lagsskrá fyrir sjóðinn. Tann- læknar og dýralæknar voru með í sjóðsstofnuninni en ekki liggur fyrir hvenær leiðir skildu. Hugmyndin um lífeyr- issjóð lækna (heimilislækna) kom fram í febrúar 1944 og samþykkt var að stofna hann í september sama ár. í janúar 1945 er skipuð nefnd til að undirbúa elli- og örorkutrygg- ingarsjóð og á aðalfundi sama ár er samþykkt reglugerð fyrir sjóðinn og kosin stjórn. A sama fundi var tilkynnt að læknum hefði verið dæmdur orlofsréttur. Elli- og örorku- tryggingarsjóðurinn var fyrst og fremst tryggingasjóður fyr- ir heimilislækna og sérfræð- inga utan sjúkrahúsa, en þegar sjúkrahúslæknar sögðu sig úr lögum við opinbera starfs- menn, misstu þeir um leið þær tryggingar sem fólgnar voru í Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Því var Lífeyrissjóður lækna stofnaður í janúar 1967, en vegna þess að hann var vanmáttugur í byrjun keyptu lausráðnir sjúkrahúslæknar sér hóptryggingu, sem mun hafa verið í gildi fram á síð- ustu ár. Að líkindum eru tryggingamál lækna nú í all- góðu horfi en auðvitað má alltaf gera betur. Skipulag heilbrigðis- mála, þar á meðal sjúkrahúsmála Þegar flett er gegnum 90 ára fundargerðir LR er ljóst að nær allar nýjungar og breyt- ingar á skipulagi í heilbrigðis- málum, þar á meðal bygging- ar heilbrigðisstofnana í Reykjavík, hafa annað hvort átt upptök sín á fundum fé- lagsins eða verið ræddar innan þess. Þótt breyting hafi orðið á á síðustu árum leita yfirvöld enn ráða læknasamtakanna þegar mikilvæg mál varðandi heilbrigðisþjónustuna eru á döfinni. Upphaf þessa sam- ráðs má rekja til þess að lækn- ar töldu sig til kallaða að vekja athygli stjórnvalda á því sem þeir töldu vera til bóta fyrir hina sjúku í landinu. Þetta birtist fyrst í fundargerð frá apríl 1919, en þar segir að beðið hafi verið verið um álit LR á fyrirhugaðri Landspít- alabyggingu og í framhaldi af því skýtur Landspítalamálinu aftur og aftur upp á fundum félagsins allt þar til spítalinn tók til starfa 1930. A sama hátt kemur hugmyndin um Borgarspítala í Reykjavík fyrst fram á fundi í júlí 1948. Upp úr því hefst umræða um skipan sjúkrahúsmála í Reykjavík, sem farið hefur fram á vegum LR fram á þann dag sem þetta er skrifað. Á vegum félagsins hafa starfað nefndir sem fjallað hafa um hlutverk sjúkrahúsanna og um sameiningu þeirra, sem nú er að verða að veruleika. Lækna- félagið hefur frá upphafi haft þá stefnu að „pólíklíníkur" skuli ekki reknar í tengslum við sjúkrahúsin. Þá hefur LR alltaf gert fyrirvara um sam- einingu sjúkrahúsa á Reykja- víkursvæðinu í eitt vegna hættunnar á miðstýringu emb- ættisvaldsins. Lög þau og lagafrumvörp sem frá upphafi hafa verið til umræðu á fundum LR eru of mörg til þess að þau verði tal- in hér. Það bíður söguritarans. Loks er þess að geta að hugmyndir um stofnum sjúk- dómatengdra almannasam- taka hafa nokkrum sinnum komið upp á fundum LR, má þar nefna Krabbameinsfélagið og Geðverndarfélagið. Læknahús - Domus Medica I fundargerð frá 13. desem- ber 1920 er í fyrsta skipti rætt um húsnæði fyrir samtök lækna. Sú hugmynd var þó kveðin í kútinn því menn sáu ofsjónum yfir kostnaði. Hugmyndin um Domus Medica stingur aftur upp koll- inum á fundi í maí 1938. Síð- an lá málið í þagnargildi í mörg ár en í lok fjórða áratug- arins var ljóst að með fjölgun í stéttinni og vaxandi umsvif- um læknafélaganna var óhjá- kvæmilegt að að hafa aðstöðu til skrifstofuhalds. Á fram- haldsaðalfundi í apríl 1950 er veitt heimild til skrifstofu- rekstrar og til að ráða lög- fræðilegan ráðunaut. Á sama fundi er gerð samþykkt um húsbyggingarsjóð og á fram- haldsaðalfundi í mars 1951 er samþykkt skipulagsskrá fyrir byggingarsjóð LR. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.