Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 70

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 70
826 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tíu ár frá stofnun leikskólans á Mýri Lcikskólinn Mýri við Skerplugötu heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þessu ári en nú er áratugur liðinn frá því Læknafélag Reykjavík- ur festi kaup á húsinu þar sem það stóð við norðaust- urhorn Tjarnarinnar. I þessu húsi hafði Félags- málastofnun haft aðsetur en árið 1989 þurfti það að víkja Unnur Jónsdóttir leikskólastjóri ásamt þremur vörpulegum slökkviliðsmönnum. A meðan var verið að leira af mikilli ástríðu og listfengi í nœsta herbergi. fyrir Ráðhúsinu. Læknafé- lag Reykjavíkur keypti hús- ið og flutti það á lóð í Litla- Skerjafirði. Þar hefur það síðan gegnt hlutverki leik- skóla. Rekstur þessa leikskóla hefur frá upphafi verið á veg- um foreldrafélags barnanna sem þar eru en félagið leigir húsið af Læknafélagi Reykja- vrkur. I ársbyrjun 1997 tók gildi samningur sem foreldra- félagið gerði við Leikskóla Reykjavíkur (sem þá hét raun- ar Dagvist barna) um að borg- in styrki reksturinn og sjái um innritun, innheimtu leikskóla- gjalda og veiti skólanum fag- lega ráðgjöf. Foreldrafélagið annast eftir sem áður daglegan rekstur og að sögn Unnar Jónsdóttur sem verið hefur leikskólastjóri á Mýri frá upphafi skapar það skólanum sérstöðu hversu virkir foreldrar hafa alltaf ver- ið í starfseminni. „Þeir vinna hér dag og dag, sinna ýmiss konar viðhaldi og standa auk þess fyrir uppákomum. Ein þeirra er sláturgerð sem fram fer á hverju hausti en börnin njóta afaraktursins allan vet- urinn,“ segir Unnur og bætir því við að hún sé þess fullviss að foreldrastarfið skili sér aft- ur í uppeldi barnanna. Pláss er fyrir 42 börn á Mýri og skiptist leikskólinn í þrjár deildir. Stöðugildi eru tæplega 10. Fyrir áratug stofnaði Lækna- félag Reykjavíkur til leik- skólarekstrar af brýnni þörf því þá fengu ekki aðrir inni fyrir börn sín á leikskólum borgarinnar en sérstakir for- gangshópar. Nú eru aðstæður og viðhorf öll breytt og lækn- ar eða börn þeirra koma ekki mikið við sögu á Mýri því þar munu nú vera tvö læknisbörn, reyndar systkin. Félagið hefur Mýri er reisulegt luis með sál, að sögn Unnar leikskólastjóra. því lýst áhuga sínum á að hætta öllum afskiptum af leik- skólarekstri og fór þess á leit við Leikskóla Reykjavíkur að stofnunin keypti húsið. Fyrir því er lfklega ekki áhugi en nú er verið að kanna möguleika á því að flytja leikskólann í ann- að húsnæði. Að sögn Unnar verður eftir- sjá að þessu húsi því það hefur sál og sjarma. En allt er í heiminum hverfult og svo er að sjá sem dagar leikskólans í þessu húsi verði brátt taldir. -ÞH

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.