Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 76

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 76
832 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Með breskum hermönnum í Bosníu-Hersegóvínu - Viðar Magnússon læknir dvaldi um hálfs árs skeið með friðargæslusveitum Nokkrir íslenskir læknar hafa tekið þátt í starfi frið- argæsluliðs í stríðshrjáðum ríkjum fyrrum Júgóslavíu, einkum Bosníu-Hersegóv- ínu. I vor var auglýst eftir læknum og hjúkrunarfræð- ingum til starfa í Bosníu en þá bar svo við að enginn læknir sótti um. Það kann að hafa haft áhrif að auglýs- ingin birtist meðan stríðið í Kosovo var í algleymingi en ef til vill á skortur á upplýs- ingum um það hvað þarna er um að ræða einhvern þátt í þessum dræmu undirtekt- um. Læknablaðinu þótti því rétt að hitta að máli einn þeirra lækna sem dvalið hafa í Bosníu og forvitnast um það hver reynsla hans var. Viðar Magnússon deildar- læknir á Sjúkrahúsi Reykja- víkur dvaldist í Bosníu um hálfs árs skeið frá mars fram í september 1998. Hann sagðist hafa starfað í samninganefnd unglækna veturinn 1997-1998 og verið orðinn þreyttur á samningaþófinu. Þegar honum var bent á auglýsingu í Morg- unblaðinu þar sem óskað var eftir læknum til starfa í Bosn- íu ákvað hann að sækja um. Þá brá svo við að færri komust að en vildu. Viðar lenti á bið- lista en fékk að vita með viku fyrirvara að hann gæti fengið starfið. „Eg ákvað að slá til og fór til Bretlands í febrúar þar sem ég var við þjálfun í hálfan Hgl W"’1 wt Viðar Magn- ússon lœknir með eitt fjöl- margra sundurskot- inna luísa í baksýn en af þeim er yfrið nóg í Bosníu. annan mánuð. Skipulagið er þannig að maður hlýtur þjálf- un hjá þeirri herdeild sem maður á að þjóna. Það fá því ekki allir þjálfun á sama stað. Ég tilheyrði sjúkraherdeild sem hafði aðsetur í Preston í Mið-Englandi. Við lærðum eitt og annað sem tengdist hernum, skipulagi hans og hvernig við áttum að haga okkur í herdeild. Einnig hlut- um við þjálfun í ýmsu sem við gætum þurft að takast á við í Bosníu, til dæmis var fjallað ítarlega um jarðsprengjur sem reyndist nytsamlegur fróð- leikur því maður þurfti að gæta sín vel. Síðast en ekki síst fengum við þjálfun í slysalækningum sem þó var sérsniðin að stríðsaðstæðum og áverkum sem menn geta hlotið í stríði. Það fannst mér góð og þörf þjálfun sem bætti töluverðu við þekkingu mína. í lok mars flugum við til Split í Króatíu í Hercules her- flutningavél sem var mjög sér- stæð reynsla. I Split hefur breski flugherinn bækistöðvar en þaðan fórum við í rútu til Bosníu. Við vissum ekkert hvert við vorum að fara því það var kolniðamyrkur. Við vöknuðum svo á herspítala sem breski herinn starfrækir í Sipovo. Þetta var einskonar tjórðungssjúkrahús fyrir bresku herdeildimar með lyf- lækni, skurðlækni, svæfingar- lækni og tveimur aðstoðar- læknum, auk hjúkrunarliðs og sjúkraflutningamanna. Spítal- inn var í raun í tjaldi en því hafði verið tjaldað inni í yfir- geftnni verksmiðju. Þessi spítali varð svo bæki- stöð mín rneðan ég var í Bosn- íu. Við vorum þarna tveir ís- lenskir læknar, ég og Ingþór Friðriksson. Hann sinnti á tímanum tveimur útstöðvum í bænum Banja Luka í Bosníu og Split í Króatíu. Ég hafði hins vegar óskað eftir því að fá að ferðast um landið eins og kostur var og lenti því í að sinna afleysingum fyrir bresku læknana á mörgum herstöðv-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.