Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 81

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 81
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 837 Olafur Sigurðsson Fæddur 4. ágúst 1915 - Dáinn 13. ágúst 1999 Kveðja frá Félagi íslenskra lyflækna í júní 1998 var 13. þing Fé- lags íslenskra lyflækna haldið á Akureyri. Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta og Vaðlaheiðin speglaðist í Poll- inum. A þessu þingi voru tveir læknar kjömir heiðursfélagar, hinir fyrstu í sögu félagsins. Annar þeirra var Olafur Sig- urðsson. Eins og kunnugt er var Ól- afur Sigurðsson um áratuga skeið ótvíræður forystumaður og brautryðjandi í lyflækning- um norðan heiða. Ófáir eru þeir læknar, sem á náms- og þroskabrautinni hafa notið styrkrar handleiðslu hans. Ól- afur var hreint ótrúlega vel að sér í fræðigrein sinni og þrátt fyrir mikið annríki hafði hann alltaf tíma til þess að miðla þekkingu til yngra fólksins á sinn rólega og hæverska hátt. Sjúklingamir voru ekki bara „sjúkratilfelli" heldur persón- ur með sál. Hann var fágæt- lega ættfróður og vissi oft meira um uppmna og umhverfi sjúklinganna en þeir sjálfir. Þórarinn Björnsson, heit- inn, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, sagði eitt sinn í ræðu: „Læknarnir þurfa ekki aðeins alla þekkinguna, þeir verða lfka að eiga listina, kunnáttuna að fara með fólk- ið. Návist þeirra þarf að vera eins og smyrsl - færa frið og líkn og gefa kraft um leið. Þeir þurfa í senn styrk og mýkt, nærfærinn kraft. Anda göfugrar þjónustu, þar sem færni og hjartahlýja fara sam- an.“ Þannig læknir var Ólafur Sigurðsson. Félag íslenskra lyflækna vottar látnum heiðursfélaga þökk og virðingu og sendir eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum hlýjar samúðar- kveðjur. Astráður B. Hreiðarsson formaður Félags íslenskra lyflækna Fræðsluvikan hefurfengið nafn LÆKNADAGAR verða 17.-21. janúar árið 2000 Fræðslustofnun lækna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.