Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 4

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 4
* Þórður Harðarson, Árni Kristinsson, Stefán Jökull Sveinsson, Jóhann Ragnarsson: Ákjósanleg samsetning kaptóprils og hýdróklórtíasíðs við vægum háþrýstingi. Læknablaðið 1996; 82: 443-449. a Katózíð Úr Sérlyfjaskrá: TÖFLUR; C 09 BA 01. Hver tafla inniheldur Captoprilum INN 50 mg og Hydrochlorothiaridum INN 25 mg eða Captoprilum INN 25 mg og Hydrochlorothiazidum INN 12,5 mg. Eiginleikar Lyfið er blanda kaptópríls og hýdroklórtiazíðs og hafa þau eflandi áhrif hvort á annað. Kaptópríl hamlar hvata (ACE= angiotensin converting enzyme), er breytir angiotensini I i angiótensin II, sem er kröftugt æðaherpandi efni. Við þetta minnkar magn angiótensins II og aldósteróns í blóði en virkni reníns eykst. Lyfið hamlar einnig niðurbroti bradykínins, sem hefur æðavikkandi verkun. Aðgengi (nýting) kaptóprils er u.þ.b. 65%. Fæða minnkar frásogið og þess vegna skal taka lyfið inn 1 klst. fyrir máltið. Hámarksstyrkur i blóði næst innan klukkustundar, og lyfið skilst hratt út (helmingunartími er u.þ.b. tvær klukkustundir). Um 95% kaptópríls skilst út með þvagi, um 50% sem kaptóprfl og afgangurinn sem umbrotsefni (disúlfið sameindir). Skert nýrnastarfsemi hægir á útskilnaði lyfsins. Hýdróklórtiazið hamlar enduruppsogi natríumjóna í nýrnagöngum og eykur nýrnaútskilnað natriums, kaliums, klóríðs, magnesiums, bikarbónats og vatns. Minnkar nýrnaútskilnað kalsíums. Hýdróklórtíazið frásogast hrattfrá maga og þörmum. Frásog þess er talið vera um 65 til 70%. Áætlað hefur verið að helmingunartími i blóði sé um 5 klst. og helmingunartimi verkunar er allt að 15 klst Hýdróklórtíazið útskilst með þvagi i óbreyttri mynd. Hýdróklórtiazið fer yfir fylgju og skilst út með brjóstamjólk. Ábendingar: Háþrýstingur. Frábendingar: Ofnæmi fyrir öðru hvoru lyfinu. Þvagþurrð (anuria). Verulega skert lifrar- eða nýrnastarfsemi. Meðganga. Varúð: Lyfið getur valdið of mikilli blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum sem misst hafa salt og vökva úr líkamanum. Lyfið getur hækkað blóðsykur hjá sykursjúkum. Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi, æðasjúkdóma og sem eru á ónæmisbælandi meðferð. Sjúklingar með ósæðarþrengsli og útstreymishindrun i hjarta ættu ekki að nota lyfið. Katózíð töflur kunna ranglega að valda jákvæðri asetón niðurstöðu úr þvagprófi. Mælt er með mælingum á kalium i blóði hjá sjúklingum sem taka töflur í styrkleikanum 50/25. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið má alls ekki nota á meðgöngu. Lyf i þessum flokki (ACE-hemlar) geta valdið fósturskemmdum á öllum fósturstigum. Konur á barneignaraldri ættu ekki að taka lyfið nema að örugg getnaðarvörn sé notuð. Lyfið skilst út í brjóstamjólk, en áhrif á barnið eru ólíkleg, þegar lyfið er notað í venjulegum skömmtum. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Almennar Ofnæmi, hósti, svimi, höfuðverkur, sinadráttur, vöðvastirðleiki og þreyta. Getuleysi. Hækkun þvagsýru, blóðsykurs og kalsiums i blóði. Lækkun kalíums, magnesiums og klóríðs í blóði. Húð: útbrot kláði. Sjaldgætar(0,1-1%):Mmennar. Þreyta, slen, lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Ogleði. Ofnæmisbjúgur. Sinadráttur. Meltingarfæri: Truflun á bragðskyni, sár í munni, magabólga, magaverkir og niðurgangur. Húð: UtbroL Nýru: Brengluð nýrnastarfsemi..M/ög sjaldgæfar (<0,1%): Almennar Ofnæmi. Eitlastækkanir. Þyngdartap. Æðabjúgur (þrútnir fætur, handleggir, tunga, slímhúðir, barki og raddbönd). Æðar: Æðabólgur. Innkirtlar: Brjóstastækkun. Húð: Aukið Ijósnæmi. Lifur: Gula, brisbólga. Öndunarfæri: Herpingur i lungnapipum. Versnun á astma. Stoðkerfi: Verkir i vöðvum og liðum. Taugar Truflun á húðskyni. Geð: Oepurð, rugl. Þunglyndi. Nýru: Hvítumiga, nýrungaheilkenni (nephrotic syndrome). Hækkað kaliumgildi i blóði. Skert nýrnastarfsemi. Mergur: Hvítkornafæð. Mergskemmdir. Kreatínín, urea, lifrarenzým og bilirúbin geta hækkað, en komast i fyrra horf, ef lyfjagjöf er hætt. Milliverkanir: Kalium í blóði getur hækkað, ef lyfið er gefið samtimis þvagræsilyfjum sem draga úr kalíumútskilnaði. Bólgueyðandi gigtarlyf, Ld. indómetasín, minnka áhrif lyfsins. Blóðþrýstingslækkandi virkni Katózíðs getur seinkað þegar sjúklingar skipta úr meðferð með klónidini og byrja á meðferð með Katózíði. Hjá sjúklingum sem taka bæði kaptóprfl og annaðhvort allópúrinól eða prókainamíð er vitað um tilfelli af hlutleysiskyrningafæð (neutropenia) og/eða Stevens-Johnson heilkenni. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi hefur blanda af kaptópríli með azatíópríni eða sýklófosfamiði verið tengd mergskemmdum. Probenesið minnkar nýrnaútskilnað kaptóprils. Ofskömmtun og ertranir Gefa skal saltvatnslausn. Einkenni ofskömmtunar kaptóprils er lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Einkenni ofskömmtunar hýdróklórtiazíðs eru elektrólýtatruflamr, sjúklingur verður ruglaður og slappur, fær vöðvasamdrátt og siðar krampa og e.Lv. meðvitundarleysi. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur af Katózíð 50/25 mg er 1 tafla á dag. Ef nauðsynlegt reynist má auka skammtinn i 2 töflur. Venjulegur skammtur af Katózið 25/12.5 mg er 1 tafla á dag og hentar sjúklingum sem þurfa minni skammta, t.d. öldruðum. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Útlit Töflur 25 mgt1Í5 mg: Hvitar, kringlóttar, kúptar með deilistriki, 09 mm. Töflur 50 mg+25 mg: Hvitar, kringlóttar, kúptar með deilistriki, 011 mm. Pakkningar og verð: Töflur 25 mg+12,5 mg: 30 stk. (þynnupakkning) 1.334 kr. og 100 stk. (þynnupakkning) 3.456 kr. Töflur 50 mg+25 mg: 30 stk. (þynnupakkning) 2.077 kr. og 100 stk. (þynnupakkning) 5.112 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþótttaka: B. Mnl 1999 KAPTOPRIL HYDROKLORTIAZIÐ Þau vinna betur saman Kaptópríl og hýdróklórtíazíð hafa magnandi áhrif hvort á annað og sameina krafta sina i þessu i nýja lyfi. Katózíð er hagkvæmur kostur og stuðlar að aukinni meferðarfylgni. TVEIR STYRKLEIKAR Katózíð 25mg+12,5mg Katózíð 50mg+25mg í íslenskri rannsókn segir meðal annars: „í stuttu máli sýnir rannsókn okkar að 12,5 mg sé oft ákjósanlegur skammtur hýdróklórtíasiðs í vægum háþrýstingi ásamt litlum skömmtum angíótensín ummyndunarblokka. Hjáverkanir eru óverulegar." *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.