Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 7

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 859-60 859 Ritstjórnargrein Tækniþróun og nýjungar í heilbrigðiskerfinu Vancouverhópurinn er samstarfshópur lækn- isfræðitímarita sem hefur haft frumkvæði að þemaheftum um málefni sem brenna á læknum og heilbrigðisstofnunum. Læknablaðið hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi og enn er blásið til sóknar. I nóvember eru blöð Vancouverhópsins helg- uð nýjungum í læknisfræði. Læknablaðið hefur af þessu tilfefni og komandi árþúsundaskiptum ákveðið að fjalla um nýtt svið sem hefur verið að hasla sér völl bæði innan sjúkrastofnana og til hliðar við þær, það er heilbrigðistækni. Heilbrigðistækni sem skilgreina má sem þróun og hagnýtingu nýrrar tækni í læknisfræði hefur verið að ryðja sér til rúms á íslandi svo eftir hefur verið tekið. Mest hefur borið á nýj- um fyrirtækjum og frumkvöðlum sem af þraut- seigju hafa komið af stað nýrri starfsgrein, en einnig hefur átt sér stað mikið þróunarstarf inn- an sjúkrastofnana sem hafa verið uppspretta þeirrar grósku sem við erum að sjá. Ljóst er að störf margra íslendinga geta, ef vel er á haldið, byggst á þróunarstarfí þessara fyrirtækja og einstaklinga. Samstarf þessara aðila og heil- brigðisstofnana er því mikilvægt og algjör for- senda þess að árangur náist á þessu sviði. I þessu tölublaði er rudd braut fyrir ítarlegri umfjöllun um heilbrigðistækni, þróun hennar innan heilbrigðiskerfisins og innan nýrra fyrir- tækja sem Læknablaðið mun beita sér fyrir að kynna í næstu tölublöðum. Var ákveðið að fara þá leið fremur en að fjalla um svo viðamikið efni í einu hefti. Er það merki um hina miklu grósku sem ríkir á þessu sviði og má þar nefna framleiðslu lækningatækja, stoðtækjagerð, lyfjaframleiðslu, hugbúnaðargerð og líftækni. I þessu hefti er viðtal við Helga Kristbjarnar- son lækni, stofnanda Flögu sem er fyrirtæki sem vart þarf að kynna lengur. Hins vegar skip- ar það fyrirtæki þann sess að vera eitt af þeim fyrstu sem læknir stofnar um hugmynd sem hann og fjölskylda hans þróuðu í framhaldi af starfi hans við svefnrannsóknir á geðdeild Landspítalans. Hér er dæmi um það hvernig áræði og dugur hafa skilað sér í nýjum starfs- vettvangi, ekki eingöng fyrir frumkvöðulinn heldur einnig fjölda annarra einstaklinga en starfsmenn Flögu eru nú 50. I blaðinu er einnig athyglisverð grein um heilbrigðistækni sem þróuð hefur verið inni á sjúkrastofnun og varðar nýtingu upplýsinga- tækni við fjarlækningar. Grein Þorgeirs Páls- sonar og Asmundar Brekkan er vonandi aðeins sú fyrsta af mörgum sem eiga eftir að birtast í Læknablaðinu um það hvernig nýjungar hafa breytt eða geta breytt starfsemi heilbrigðis- stofnana, aukið aðgengi sjúklinga að heilbrigð- isþjónustu og haft áhrif á læknisstarfið á kom- andi árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvaða áhrif fjarlækningar geta haft á þróun læknisfræðinnar í dreifbýlu landi eins og Is- landi. Tilhneigingin hefur verið samþjöppun sérhæfðrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, þannig að fólk úr dreifbýli hefur í sívaxandi mæli þurft að taka sér ferð á hendur til að leita eftir slíkri þjónustu. Án efa hafa þættir svo sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu áhrif á búsetu- þróun svo ekki sé minnst á þann gífurlega kostnað til dæmis vegna tapaðra vinnustunda sem hlýst af því einu að sjúklingar þurfi að ferðast á milli landshluta. Það er því athyglisvert að lesa grein Þorgeirs og Ásmundar um nýtingarmöguleika upplýs- ingatækni við fjarlækningar og flutning gagna og möguleika sem skapast við að veita sér- hæfða þjónustu í heimabyggð sjúklingsins, þó svo að um miðlæga þjónustuuppbyggingu sé að ræða á sérhæfðum öndvegissetrum í læknis-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.