Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 8

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 8
860 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 fræði. Slík þróun hlýtur að vera jákvæð svo framarlega sem tryggt er að angar öndvegis- setranna nái til hinna dreifðu byggða með nýj- ustu tækni í upplýsingamiðlun. Mikilvægt er að vandað sé til skipulagningar í þessu fram- faramáli. Einnig er það umhugsunarefni hvort ekki sé rétt að koma upp landshlutaöndvegis- setrum á ákveðnum sviðum læknisfræðinnar. Þau þurfa ekki öll að vera á höfuðborgarsvæð- inu. Og þegar tæknin virðist nú vera fyrir hendi er það aðeins skipulag og vilji sem þarf til að hrinda þessu í framkvæmd. Þróun heilbrigðistækni hefur ekki farið fram- hjá læknum og það er ánægjulegt til þess að vita að á nýliðnum aðalfundi Læknafélags Is- lands var samþykkt ályktun um að félagið stofnaði til heilbrigðisverðlauna, sem veitt skulu fyrirtækjum sem skara fram úr og hafa sýnt frumkvæði í starfi. Vonandi eiga þau eftir að verða fyrirtækjum og stofnunum hvatning á þessu sviði og Læknafélaginu til sóma. Reynir Arngrímsson PULMICORT TURBUHALER Diaco, 880157 INNÚÐADUFT; R 03 B A 02 R B Hver úðastaukur inniheldur 200 úðaskammta. Hver úðaskammtur inniheldur: Budesonidum INN 100 míkróg, 200 míkróg eða 400 mfkróg. Eiginleikar: Lyfið er afbrigði af prednisólóni (sykur- steri). U.þ.b. 20-40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir innöndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90% óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því litlar almennar stera- verkanir. Hámarksþéttni í plasma eftir innöndun á 1 mg af búdes- óníði er u.þ.b. 3,5 nmól/1 og næst eftir um 20 mínútur. Abending- ar: Asthma bronchiale. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur nema brýna nauðsyn beri til. Ef ekki er hægt að komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með notkun innúðalyfs vegna lítilla almennra áhrifa þess miðað við sykurstera til inntöku. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki. Erting í hálsi. Hósti, hæsi. Mjög sjaldgœfar (<0,1%): Húð: Ofsakláði, útbrot, húðbólgur svo og aukin tíðni marbletta. Öndunarvegur: Berkjukrampi. í einstaka tilvikum hafa taugaveiklun, órói og þunglyndi komið fram við notkun á búdesoníði sem og öðrum sykursterum. Til að draga úr hættu á sveppasýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að skola lyfið vel úr munni og koki með vatni strax eftir notkun. Millivcrkanir: Samtímis gjöf címetidíns veldur vægri hækkun á blóðgildum búdesóníðs og aðgengi þess. Líklega hefur þetta þó ekki klíníska þýðingu. Varúð: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru meðhöndlaðir. Skammtastærðir handa fullorðnum: I byrjun meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að ná astma-sjúklingi af barksterum gefnum til inntöku, er skammtur 200-1.600 mfkróg á sólarhring, skipt í 2-4 skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og reynt að fínna þann skammt, sem heldur einkennum alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200- 400 míkróg) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólarhring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina. Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun fæst. Sé mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái ekki til berkju-slímhúðar og er þá ráðlagt að gefa sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) samhliða notk- un lyfsins. Athugið: Þar sem nýting búdesóníðs er betri með Turbuhalerúðatæki en með þrýstingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta, þegar skipt er um lyfjaform. Skaninitastærðir handa börnum: Börn 6-12 ára: 200-800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er ekki ætlað bömum yngri en 6 ára. Pakkningar og verð: lnnúðaduft 100 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 5.796,- kr. Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 7.776,- kr. Innúðaduft 400 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 12.310,- kr. 50 skammta úðastaukur (sjúkrahúspakkning) - 4.043,- kr. Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á íslensku með leiðbeiningum um notkun úðatækisins og vamaðarorð. Greiðslufyrirkomulag: B Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999 Umboð á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca Hörgatúni 2, 210 Garðabær Sími: 535-7151 Fax: 565-7366

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.