Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 11

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 863 dómsins. Norðurlöndin hafa langa reynslu af slíkri leit. Tilgangur þessarar rannsóknar er að nýta þá reynslu til að kanna tilmæli Alþjóða- krabbameinssambandins og Evrópusambands- ins um markhópa (targeted age groups) leitar og bil milli skoðana (screening intervals). Efniviður og aðferðir: Kannað er skipulag leitar á Norðurlöndum og gerður samanburður við breytingar sem orðið hafa á nýgengi (inci- dence) og dánartíðni (mortality) sjúkdómsins frá því að leit hófst. Á Islandi er könnuð tíðni forstigsbreytinga í frumustrokum við fyrstu og síðari heimsóknir og tíðni þessara breytinga í vefjasýnum meðal kvenna eldri en 59 ára fæddra 1920-1926 og meðal kvenna sem komu í leghálsspeglun 1994. Kannað er samband mætingartíðni og greiningar leghálskrabba- meina á byrjunarstigi (stig IA og IB occult). Niðurstöður: Skipuleg leit hófst á Norður- löndum nema í Noregi í byrjun sjöunda áratug- arins. Leitin var umsvifamest á Islandi með til- liti til markhópa og bils milli skoðana. Öll löndin juku umfang leitar eftir 1985. Lækkun dánartíðni og nýgengis var mest á Islandi og í Finnlandi, í meðallagi í Svíþjóð og Danmörku en minnst í Noregi en þar hófst skipuleg leit ekki fyrr en 1994. Aldursbundið nýgengi (age- standardized) sjúkdómsins í aldurshópnum 20- 29 ára hefur hækkað alls staðar á Norðurlönd- um nema í Finnlandi. Á Islandi lækkaði nýgengi flöguþekju- krabbameina (squamous cell carcinomas) marktækt á stigi II og hærra, en nýgengi kirtil- krabbameina (adenocarcinomas) og flögu- þekjukrabbameina á hulinstigi (microinvasive: stage IA) hefur hækkað. Tíðni meðalsterkra (moderate) og sterkra (high-grade) forstigs- breytinga byrjar að vaxa frá tvítugsaldri og koma þær fram í vaxandi mæli þegar 24 mán- uðum eftir eðlilegt frumustrok. Tíðni þessara breytinga minnkar með fjölda eðlilegra frumu- stroka og þær finnast vart í hjá konum eftir 59 ára aldur ef þær hafa mætt nokkuð reglulega til leitar fyrir þann aldur. Með batnandi mætingu til leitar eftir 1980 hefur hlutfall yngri kvenna sem greinast með afbrigðilegu frumustroki á byrjunarstigi sjúkdóms (stig IA og IB occult) aukist marktækt og greinast slík tilfelli þegar innan tveggja ára eftir eðlilegt frumustrok. Ályktanir: Vel skipulögð skipuleg (organ- ized) leit er áhrifamesta leiðin til að lækka ný- gengi og dánartíðni leghálskrabbameins. Leit á að byrja um tvítugt með tveggja til þriggja ára millibili. Bil milli skoðana má lengja í fjögur ár um fimmtugt og hætta má við skoðanir við sex- tugt meðal þeirra kvenna sem mætt hafa nokk- uð reglulega fyrir þann aldur. Inngangur Leghálskrabbamein er næstalgengast ill- kynja sjúkdóma meðal kvenna og hefur hvað hæsta dánartíðni meðal þeirra ef litið er til alls heimsins (1). Um 500.000 ný tilfelli eru greind árlega og eru um 80% þeirra greind í þróunar- löndunum. Engu að síður er þetta sjúkdómur sem hvað auðveldast er að fyrirbyggja og með- höndla með því að greina hann á forstigi eða á byrjunarstigi með hjálp frumustroks frá leg- hálsi (2). Á Norðurlöndum greinast nú að meðaltali um níu tilfelli af leghálskrabbameini á 100.000 konur á ári miðað við yfir 40 í sumum ríkjum þriðja heimsins (1). Þennan mun má meðal annars rekja til árangursríkrar leitar að forstig- um leghálskrabbameins á Norðurlöndum en slíkri leit hefur lítt verið beitt í ríkjum þriðja heimsins af tæknilegum, félagslegum og fjár- hagslegum ástæðum. Forstigsbreytingum var fyrst lýst af grískum lækni, Papanicolaou, á fjórða áratugnum (3) og var þeim skipt í fjóra meginundirflokka (gráður), sem oftast er vitn- að til sem vægs (low-grade), meðalsterks (moderate) og sterks (high-grade) misvaxtar (dysplasia) auk staðbundins krabbameins (carcinoma in situ) (4). Þessi flokkun hefur síðar vikið fyrir annarri flokkun sem ber skammstöfunina CIN (cervical intraepithelial neoplasia) og skiptist í þrjá undirflokka (gráð- ur) I-III (5). CIN flokkunin sameinar sterkan misvöxt og staðbundið krabbamein í undir- flokk III. Þróun forstigsbreytinga yfir í krabba- mein er talin standa í beinu sambandi við gráðu breytingarinnar (I-III), því hærri gráða þeim mun meiri áhætta (6,7). Á seinni árum hafa komið fram faraldsfræði- legar sannanir þess að orsök sjúkdómsins megi rekja til smits með veiru er nefnist human pap- illoma veira (HPV) (8). Veira þessi smitast að- allega við samfarir og berst þá inn í frumur í og nærri umskiptareit (transformation zone) leghálsins þar sem þær valda fyrst breytingum í frymi (koilocytosis) og síðar í kjarna frumn- anna (eiginlegar forstigsbreytingar). Meira en 100 undirtegundir af HPV veirum hafa verið einangraðar og þar af hefur innan við þriðj- ungur fundist í slímhúð kynfæra kvenna (9).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.