Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 12

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 12
864 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Þessum síðastnefndu er skipt í lág- og hááhættu veirur með tilliti til krabbameinsáhættu. Al- gengi (prevalence) þessara veira hefur farið vaxandi frá sjötta áratugnum, meðal annars vegna aukinnar notkunar annarra getnaðar- vama en smokks. Þrátt fyrir sífellt auðveldari og næmari aðferðir (HPV-DNA assays) til að greina hááhættu HPV veirur hafa þessi próf ekki leyst af hólmi hefðbundið frumustrok sem aðalkembileitaraðferð leghálskrabbameina (9- 11). Unnið er að þróun bóluefnis gegn HPV en árangurs almennrar bólusetningar mun vart að vænta á næstu áratugum (12,13). Árangur leitar með frumustroki er af tvenn- um toga: (a) leitin á að leiða til lækkunar ný- gengis vegna fækkunar nýrra tilfella sem aftur á móti leiðir af greiningu og meðferð sjúk- dómsins á forstigi og (b) leitin á að leiða til lækkunar á dánartíðni vegna þess að fleiri til- felli greinast á fyrsta stigi sjúkdóms þar sem batahorfur eru bestar. Fjölgun sjúklinga á fyrsta stigi sjúkdóms er jafnframt undanfari og fyrsta merki um væntanlega lækkun á dánar- tíðni (14). Árangur leitar er sagður byggjast á því hvort leit er skipuleg (organized) eða sjálfboðuð (spontaneous), bili milli skoðana (screening intervals), aldursmörkum markhóps (targeted age groups), mætingarhlutfalli í markhópi (attendance rate) og miðstýringu með tilliti til vinnureglna og tölvutekins eftirlits. Alþjóða- krabbameinssambandið (UICC) ályktaði 1990 að mestur árangur næðist með skipulegri leg- hálsleit á þriggja til fimm ára fresti í markhópn- um 25-60 ára (15). Nefnd á vegum Evrópu- sambandsins (Europe Against Cancer Pro- grammes Committee) ályktaði 1993 að mark- hópurinn ætti að vera 25-65 ára (16). Markmið þessarar rannsóknar er að meta ályktanir varð- andi skipulag, markhópa leitar og bil milli skoðana út frá þeim árangri sem áunnist hefur frá upphafi leghálskrabbameinsleitar á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Áður hefur verið gerð grein fyrir mikilvægi miðstýringar og mætingarhlutfalls í markhópi í Lækna- blaðinu (17). Efniviður Þar sem þessi rannsókn byggist að mestu á íslenskum efniviði skal honum lýst nánar. Krabbameinsfélag íslands hóf skipulega leit að leghálskrabbameini fyrir 35 árum (29 júní 1964). Leitin takmarkaðist fyrstu ftmm árin við konur á aldrinum 25-59 ára sem búsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 1969 náði leitin um land allt og til kvenna á aldrinum 25-69 ára. Frá 1. janúar 1988 voru neðri aldursmörk færð í 20 ára aldur. Markmiðið var að skoða þessar konur á tveggja til þriggja ára fresti. Á árinu 1995 var fjöldi kvenna á aldrinum 25-69 ára 69.303 og 10.247 voru á aldrinum 20-24 ára. Upplýsingar um mætingar í og utan skipulegrar leitar eru skráðar í tölvubanka Leitarstöðvar. Yfírumsjón leitarstarfsins hefur frá upphafí verið í höndum Leitarstöðvar Krabbameinsfé- lagsins og það með formlegu umboði heil- brigðisyfirvalda frá 1. janúar 1988. Á Leitar- stöð fara fram flestar skoðanir á höfuðborgar- svæðinu en jafnframt fer skipuleg leit fram á um 45 heilsugæslustöðvum utan Reykjavíkur. Skoðanir við skipulega leit eru að mestu fram- kvæmdar af kvensjúkdómalæknum og heilsu- gæslulæknum. Góð samvinna er við heilsu- gæslulækna og sérfræðinga er starfa utan skipulegrar leitar um að þeir fylgi starfsreglum Leitarstöðvar og taki frumustrok hjá konum sem ekki mæta til leitar á vegum Leitarstöðvar. Upplýsingar um niðurstöður skoðana og frumustroka og ráðstöfun skoðunarlækna eru skráðar í tölvubanka Leitarstöðvar. Starfsreglur eru endurskoðaðar reglulega (18) og eru þær ásamt árlegum afrakstri leitarinnar birtar jöfn- um höndum í Læknablaðinu og í ársskýrslum Krabbameinsfélagsins sem dreift er til allra samstarfsaðila. Um 90% allra frumustroka sem tekin eru við eða utan skipulegrar leitar eru skoðuð á frumu- rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Starfs- reglum frumurannsóknarstofu hafa verið gerð skil annars staðar (19). Öll frumustrok, óháð því hvar þau eru tekin, eru skráð í tövubanka Leitarstöðvar og eru konur sem skoðaðar eru utan leitar ekki boðaðar í skipulega leit fyrr en tvö ár eru liðin frá síðasta frumustroki. Niður- stöðum vefjasýna sem tekin eru vegna afbrigði- legra skoðana, frumustroka og meðferðar er einnig safnað í tölvubanka Leitarstöðvar. Sam- kvæmt samstarfssamningi við heilbrigðis- yfírvöld frá 1987 og í samráði við sérfræðinga hefur Leitarstöð umsjón með öllu tölvueftirliti þeirra kvenna sem greinast með afbrigðileg frumustrok eða vefjasýni utan sem innan skipulegrar leitar. Aðferðir I þessari rannsókn eru upplýsingar frá Is-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.