Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 18

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 18
870 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ur hafa verið valdar í rannsóknarhópa með slembivali (randomized trial). Áhrif leitar eru því könnuð með samanburði á nýgengi og dán- artíðni fyrir og eftir að leitarstarf er hafið (29) og einnig með tilliii lil mögulegra breytinga á stigadreifingu sjúkdómsins. Á Norðurlöndum lækkaði dánartíðni frá því fimm ára tímabili sem hafði hæstu skráðu tíðn- ina og fram til tímabilsins 1986-1995 um 43% í Noregi, 55% í Danmörku, 60% í Svíþjóð, 73% í Finnlandi og 76% á íslandi. Svipuð lækkun hefur orðið á nýgengi sjúkdómsins í þessum löndum (tafla I). Þessar breytingar endurspegla að skipuleg leit með mikilli þátttökuhlutdeild í markhópnum er áhrifameiri en sjálfboðuð leit eða skipuleg leit með lítilli þátttökuhlutdeild og er það í samræmi við niðurstöður annarra (30,31). Könnun á íslenska efniviðnum staðfestir að leitin hefur marktækt lækkað nýgengi tilfella með flöguþekjukrabbamein á stigi II og hærra en hefur haft lítil áhrif á nýgengi tilfella með kirtilkrabbamein eða blandæxli. Leitin hefur þó hlutfallslega fjölgað tilfellum á stigi I meðal þessara síðartöldu krabbameina. Aðrir hafa lýst því að kirtilkrabbamein og blandæxli séu tor- greind við leit (32). Nýgengi kirtilkrabbameina hefur í reynd hækkað marktækt og er það einn- ig í samræmi við niðurstöður annarra (33-35). Á íslandi hefur leitin aukið marktækt fjölda leghálskrabbameina á hulinstigi og er það einn- ig reynsla annarra (16). Fyrir upphaf leitar var hlutfall tilfella á þessu stigi um 2% (36) en voru um 25% allra (ilfella á tímabilinu 1980- 1995. Að finna sjúkdóminn á stigi IA telst vera jákvæður árangur leitar þar sem horfur eru á fullum bata eftir einfaldan keiluskurð (20). Þar sem tilfelli á stigi IA auka við nýgengi sjúk- dómsins telst dánartíðnin áreiðanlegri mæli- kvarði á áhrifamátt leitar. Hulinstig eru óvenju mörg á Islandi miðað við önnur Norðurlönd, sem getur skýrst af því að meðferð forstigs- breytinga byggist hér á landi á keiluskurði þar sem efniviður er sendur í vefjagreiningu en í öðrum löndum er oft notuð brennslutækni í stað skurðar. Tilmæli Alþjóðakrabbameinssambandsins og Evrópusambandsins varðandi markhópa (25-60 eða 64 ára) og millibil skoðana (þrjú til fimm ár) eru umdeilanleg (19,28). Slík tilmæli eiga að byggja á niðurstöðum úr vel skipulögðu leitarstarfi. íslenska leitin byggir á leitaráætlun er nær til heillar þjóðar, miðstýrðu tölvuteknu eftirliti og góðri sérfræðiþekkingu á sviði greiningar, meðferðar og skráningar auk þess sem gæði leitarstarfsins falla vel að þeim kröfum er Evrópusambandið gerir til slíkrar starfsemi (16,19). Niðurstöður íslenska leitar- starfsins ættu því að henta vel til slíkra ákvarð- ana. Meginmarkmið leitar er að finna sjúkdóminn á forstigi áður en hann hefur náð að þróast í ífarar.di krabbamein (14) eða á hulinstigi þar sem dánartíðni er í lágmarki. Aldursskeiðið þegar konur verða fyrir áhrifum áhættuþátta (aðallega HPV) og magn þessara áhættuþátta ræður mestu um síðari þróun sjúkdómsins (37). Þessi áhrif geta verið breytileg milli þjóðfélaga og aldursbundin tíðni forstiga og ífarandi sjúk- dóms skiptir því mestu máli við skipulagningu leitar í viðkomandi samfélagi. Því hefur verið haldið fram að leit meðal kvenna undir 25 ára aldri svari ekki kostnaði þar sem ífarandi krabbamein séu afar sjaldgæf á þeim aldri og flestar forstigsbreytingar meðal yngri kvenna séu af vægri gráðu og hverfi flest- ar sjálfkrafa (15). Islenski efniviðurinn sýnir að eftir að leitin hófst hefur aldursbundið nýgengi ífarandi sjúkdóms aðallega lækkað meðal kvenna yfir 30 ára meðan nýgengið hefur í reynd hækkað í aldurshópnum 20-29 ára. Um 14% tilfella sem greind voru á tímabilinu 1978- 1991 voru á aldrinum 20-29 ára en voru um 3% á tímabilinu 1964-1977 (28). Tíðni meðal- sterkra til sterkra forstigsbreytinga hefur aukist marktækt við fyrstu heimssókn kvenna þegar frá tvítugsaldri. Þessar breytingar byrja að koma fram um tveimur árum eftir eðlilegt frumustrok. Niðurstöður þessar ásamt þeirri staðreynd að aldursbundið nýgengi ífarandi sjúkdóms í aldurshópnum 20-29 ára hefur ver- ið vaxandi á Norðurlöndum að Finnlandi und- anskildu (28,30,38,39) staðfesta hve mikilvægt er að byrja leit um eða fljótlega eftir tvítugt. Islenski efniviðurinn staðfestir að tíðni með- alsterkra til sterkra forstigsbreytinga minnkar með fjölda eðlilegra stroka. Slíkar breytingar eru mjög sjaldgæfar í vefjasýnum kvenna eftir sextugt ef konurnar hafa mætt nokkuð reglu- lega til leitar fyrir þann aldur (19) og er það í samræmi við niðurstöður annarra (40). Meðal yngri kvenna í áhættuhópi byrjar tíðni þessara breytinga að aukast þegar 24 til 36 mánuðum eftir eðlilegt strok (41). Sterkt samband er milli batnandi þriggja ára mætingar til leitar og greiningar sjúkdómsins með frumustroki á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.